Óbeit vinstrimanna á Ólafi Ragnari og andúðin á Davíð

Forsetaembættið er þrælpólitískt og tómt mál að tala um að kjósa huggulegan gestgjafa á Bessastaði. Pólitísk léttvikt er einnig útilokuð. Eini maðurinn sem gæti ógnað endurkjöri Ólafs Ragnars er Davíð Oddsson.

Óbeit vinstrimanna á Ólafi Ragnari Grímssyni stafar af því að hann stóð með þjóðinni gegn ríkisstjórn Jóhönnu Sig. í Icesave-málinu. Ríkisstjórnin tapaði tveim þjóðaratkvæðagreiðslum og hefur ekki borið sitt barr síðan.

Margir hægrimenn styðja Ólaf Ragnar til endurkjörs. Ef Davíð byði sig fram tæki hann hægra fylgið frá Ólafi Ragnari. En án fylgis út vinstri kreðsum mun Davíð ekki sigra Ólaf Ragnar.

Óbeit vinstrimanna á Ólafi Ragnari ristir grynnra en andúðin á Davíð. 


mbl.is Verða að bjóða betri nöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Haha!  Mikið til í þessu... :)

Vinstra fólkið sem enn er ánægt þrátt fyrir landráð, lygar og skerðingu lífskjara vinnandi fólks fyrir tilstilli vinstri stjórnar hefur bara eitt sem aðgreinir frá sauðum.

Sauðir mótmæla og segja me, þegar þeir eru leiddir til slátrunar.

Vinstra fólkið segir ekki einu sinni me, því slátrarinn er ekki í FLokknum.  

jonasgeir (IP-tala skráð) 25.3.2012 kl. 11:27

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Það eru nú mjög margir vinstri menn sem enn styðja Ólaf Ragnar heilshugar ! En vissulega hefur hann fengið óvænt fylgi frá hægri og reyndar víðs vegar að úr þjóðfélaginu eftir vasklega framgöngu sína í ICESAVE málinu !

Gunnlaugur I., 25.3.2012 kl. 11:32

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

þetta virkar hjá mér eins og að spyrja barn,hvor er sterkari Spiderman eða Batman.

Helga Kristjánsdóttir, 25.3.2012 kl. 11:43

4 identicon

Helga Björk er sterkasti kandídatinn - ef hún vildi vera svo væn.

http://www.youtube.com/watch?v=scUBCvDvk5k

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 25.3.2012 kl. 12:07

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

"Spot-on" greining hjá þér, Páll.

Ragnhildur Kolka, 25.3.2012 kl. 14:04

6 identicon

Heill og sæll Páll; líka sem og, aðrir gestir, þínir !

Páll !

Þig skal ekki undra; - fremur en aðra, þó að þorri landsmanna, hafi verulega andstyggð, á persónu Davíðs Oddssonar.

Hann er; ásamt meðreiðarsveinum ýmsum, meginrót þess áratuga- og alda vanda, sem Íslendingar standa nú, frammi fyrir.

Ætti; í dýflissu hlekkjaður að sitja, upp á fúlnandi vatn, og skorpið brauð, og mætti þakka fyrir, Helvízkur ódámurinn.

Einhver ömurlegasta sending; sem landsmenn hafa setið uppi með, í árhundruð, gott fólk.

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi, öngvu; að síður / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.3.2012 kl. 14:43

7 identicon

Það væri mikil heimska að velja unga konu sem á sex börn í þetta starf, sérstaklega ef litið er til MJÖG ungs aldur barna hennar. Þetta þýðir að hún verður mjög upptekin, og hefur í reynd ekki tíma fyrir að sinna starfinu af heilum hug, þrátt fyrir að fá hjálp, þegar börn eru mjög ung þá þarf tvo til, svo einfalt er það bara og sálfræðirannsóknir margsanna það. Tímbundin, ung, óreynd og alltof, alltof metnaðargjörnog enn ekki búin að öðlast nóga upplýsingu eða andlegan styrk til að standast ýmsar freistingar, verður hún uppfull af ringulreið og þannig auðveld strengjabrúða óæskilegra afla. Vigdís var einstæð móðir, en barnið hennar var mun eldra en yngstu börn þessarar konu. Hún var þar að auki orðin fullorðin, reynslurík, vitiborin kona, víðreist og þekkti skuggahliðar heimsins og annarleg öfl. Allt annað en sveitastúlkan Þóra, sem geislar af heimóttarskap eins og 12 ára stúlka úr hagaskólanum, og sér ekki lengra en nef hennar nær. Heimurinn myndi missa virðingu fyrir Íslandi að taka þá heimskulegu ákvörðun að velja þessa fréttakonu í embættið. Þeim sem vantar strengjabrúðu er aftur á móti mjög svo umhugað að koma henni sem fyrst á stólinn, svo þeir geti ráðskast með hana á lúmskan hátt, uppfullir fagurgala og smjaðurs svo hún taki ekki eftir því, og ráðið þannig sjálfir á bak við tjöldin. Þessi þjóð á marga óvini. Veljum vin hennar Ólaf Ragnar Grímsson í staðinn. Ófullkominn maður, sem er orðinn reynslunni ríkari, hefur bætt sig og er orðinn veraldarvanari og betur að sér, heilli og hreinni og betri maður, og giftur sannmenntaðri alvöru heimskonu, ekki einhverjum andlegum unglingi sem hefur bara lært á bókina, vantar nauðsynlega hæfni á mörgum sviðum og hefur varla farið út fyrir torfkofann sinn. Við höfum ekki efni á að taka slíka áhættu. Það eru of margir hákarlar í sjónum...bæði hér heima og út í hinum stóra heimi, og þeir vilja helst af öllu að við ráðum einhvern líkan Þóru til starfa.

Verum varkár. (IP-tala skráð) 26.3.2012 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband