Föstudagur, 23. mars 2012
Fyrsta hlutafélagið, hjálendan og ESB-umsóknin
Um miðbik 18. aldar var fyrsta hlutafélagið stofnað á Íslandi, Innréttingarnar, og átti að nútímavæða landið. Reksturinn gekk illa. Konungverslunin yfirtók restarnar áður en móðuharðindin í lok aldar slökktu síðustu glæðurnar af félaginu sem enn heldur nafni Skúla Magnússonar á lofti.
Íslendingar sýndu Innréttingunum fálæti enda fyrirtækið um 150 árum á undan sinni samtíð. Ísland var hjálenda Danmerkur og dauflyndi og drungi yfir samfélaginu.
Framfarir og sókn til fullveldis héldust í hendur á síðasta þriðjungi 19. aldar. Skútuútgerð, stjórnarskráin, yfirtaka verslunarinnar úr höndum Dana og þéttbýlismyndun lagði grunninn að velferð þjóðarinnar á 20. öld.
Heimastjórnin 1904 og framfaraskeiðið í kjölfarið sýndi að pólitískt fullveldi og efnahagsleg endurreisn haldast í hendur.
Í 100 ár höfum við notið fullveldis og stöðugt betri lífskjara. Umsókn samfylkingarhluta ríkisvaldsins um aðild Íslands að Evrópusambandinu kippir fótunum undan velferð þjóðarinnar. ESB-umsóknin gengur í berhögg við lærdóm sögunnar.
Íhaldssemi bjargaði Íslendingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
sammála Páll.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 23.3.2012 kl. 12:26
Íhaldssemi er eiginleiki,sem Íslendingar ættu að rækta. Sýnist hún hafa glatast í velmeguninni,öfugt við Norðmenn forfeður okkar. Komum við ekki með alla þessa kosti í upphaf,eða var það ekki svona;
Í uppahfi var íhalssemi sáð
að undirlagi guðs svo því takmark´i yrði náð,
að bæta það kyn sem hann tryggast teldi
toppinn að nýta í undaneldi.
Helga Kristjánsdóttir, 23.3.2012 kl. 13:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.