Klíkur, leikreglur og stjórnmál

Klíkur, í merkingunni fámennur hópur með sameiginlega hagsmuni eða áhugamál, eru margar og flest okkar tilheyra fleiri en einni. Klíkur í þessari merkingu eru í öllum samfélögum.

Í pólitískum samhengi á Íslandi eru klíkur þó varasamari en á öðrum byggðum bólum með því að virðing okkar fyrir lýðræðislegum leikreglum er minni en almennt gengur og gerist á Vesturlöndum. Í skjóli þessa virðingarleysis er klíkuskapur notaður til að skara eld að eigin köku. 

Til að klæða klíkuskapinn hátíðarfötum, allir vita jú að klíkustjórnmál eru á kostnað almannahags, er lífsgildum flaggað. Stór orð eins og frjáls markaður og jafnaðarstefna eru notuð til að villa sýn. Á útrásartíma kom þetta skýrast fram: Baugur starfaði á frjálsum markaði en náði fákeppnisstöðu og notaði nokkrar af sínum fjömörgu kennitölum til að eignast jafnaðarstefnuna hjá Samfylkingunni.

Baugur keypti sér starfandi klíkur. Önnur útrásarveldi, s.s. Exista og Björgóflsfeðgar léku sama leikinn.

Almenningur tapaði.


mbl.is Segir Sigurjón hafa stutt klíkuskap
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og talandi um Sigurjón, þá erum við náttúrulega að sjá nýja klíku fæðast, þingmenn sem hafa misst vinnuna, eins og Sigurjón, og núverandi þingmenn sem óttast að missa hana, eins og Þór Saari.

Hér er enn ein klíkan sem er mynduð um eigin hagsmuni, en markaðssetur sig sem bjargvætt þjóðarinnar. Nýtt óspillt afl.

Ætli Íslendingar séu jafn heimskir og þetta lið telur?

Hilmar (IP-tala skráð) 20.3.2012 kl. 08:21

2 identicon

Ég vill sjá flokk bjóða sig fram, sem hefur það eina markmið, að grafa undan valdi ráðherra, og setja hörð viðurlög við siðferðisbrotum á alþingi. Það er ráðist á frelsi einstaklinga miskunarlaust, allir laga textar sem vinstri stjórnin okkar býr til, byrja á : Allt á íslandi er bannað!, en ef ráðherra líkar vel við þig, þá má hann leyfa þér. Alþingi er bara að tryggja sér, að einstaklingar verði háðir "velvild" ráðherrana til alls. Eina ´leiðin til að brjóta niður fjórflokkinn er að setja ráðamönnum fasstar skorður. En ég sé engann bjóða sig fram í það verkefni...

Kalli (IP-tala skráð) 20.3.2012 kl. 08:34

3 identicon

Klíkur eru í öllum samfélögum.

Valdahópar og klíkur stjórna öllum samfélögum.

Furðuleg þessi um ræða um að Ísland sé sérstakt klíkuríki.

Þetta er svona alls staðar.  

Rósa (IP-tala skráð) 20.3.2012 kl. 09:07

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Hvaða klíka gaf Björgólfi Landsbankann ?

hilmar jónsson, 20.3.2012 kl. 09:22

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Það má vel sjá á kommentakerfi þessarar fréttar hvaða tilfinningar þessi riddari ömurleikans vekur upp með fólki.

Bjön B ætti að einbeita sér að svamlinu í ýldupottinum, INN.

Þar sjá hann og heyra afar fáir, sem betur fer.

hilmar jónsson, 20.3.2012 kl. 09:30

6 identicon

Það er víst í lagi hjá þér Hilmar ef klíkan er sú "rétta"!

Þá má nokk almenningurinn greyið tæma vasana.

jonasgeir (IP-tala skráð) 20.3.2012 kl. 09:38

7 Smámynd: hilmar  jónsson

Alls ekki jonasgeir. Ég var bara að benda á að til eru fleiri klíkur en sú sem Páll vill klína á SF

hilmar jónsson, 20.3.2012 kl. 09:41

8 identicon

Kanski vegna þess að þetta var lengi áhrifaríkasta klíkusafn Íslands.

Og ræður því miður enn í krafti Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms.

Hver á bankana?

jonasgeir (IP-tala skráð) 20.3.2012 kl. 10:04

9 identicon

Sigurjón Þórðarson er auðvitað hörundsár núna þegar hann skilar af sér leifunum af Frjálslyndaflokknum ónýtum gjaldþrota og fylgislausum inn í raðir Borgarahreyfinguna þar sem hann og félagar hans sem voru á þingi fyrir Frjálslynda og fleiri tækifærissinnar ætla að bora sig inn í fjárhirslur Hreyfingarinnar og Borgarahreyfingarinnar til að koma sjálfum sér á þing. Baugur og Jóhannes í Bónus styrkja Sigurjón ekki lengur.

Hrafntinna (IP-tala skráð) 20.3.2012 kl. 10:22

10 identicon

Hlustið ekki á Hilmar, það er best best að leiða hjá sér þvætting & vitleysu þannig manna.  Það virkar best.  Ótrúlegt hversu margir eru bitrir og bældir út í lífið, fremur en að sýna dugnað og elju, rífa sig upp úr öskunni.

Annars þarf enginn að hræðast það að Sigurjón komist til valda.  Flottur pistill hjá Birni að vanda.

Baldur (IP-tala skráð) 20.3.2012 kl. 11:08

11 identicon

Sammála Rósu.

Þetta klíkutal er barnalegt og heimskulegt.

Eitthvað sem að menn á borð við Þorvald Gylfason og hinn ofurþreytta Egil Helgason eru að reyna að sannfæra þjóðina um.

Klíkur eru alls staðar í öllum löndum.

Valdaklíkur eru alls staðar til.

Ísland er ekkert ólíkt öðrum löndum hvað þetta varðar.

Og alls ekkert verra.

Þreytt og hallærisleg umræða.

Karl (IP-tala skráð) 20.3.2012 kl. 12:35

12 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Er Björn Bjarnason að vísa til þess að Sigurjón hafi verslað í Bónus?

Sigurður Þórðarson, 20.3.2012 kl. 18:39

13 identicon

Það er athyglisvert að rifja það upp í þessu sambandi þegar Sjálfstæðisflokkurinn þurfti að skila féi sem hann hafði tekið við frá einni af þessari klíku. Var það ekki Guðlaugur Þór sem tekið hefur við peningum frá þessari sömu klíku til að koma téðum Birni Bjarnasyni frá?

thin (IP-tala skráð) 20.3.2012 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband