Vönduð gjaldeyrishöft í þágu almennings

Gjaldeyrishöftin eru í þágu almannahagsmuna og sett eftir hrunið. Í meginatriðum hafa gjaldeyrishöftin unnið vel í þágu almennings sem bæði getur ferðast erlendis og notað gjaldeyri keyptan heima eða krítarkort og verslað á netinu.

Á hinn bóginn er viðbúið að hverskonar spákaupmennska verði reynd þegar í gildi eru tvö gengi íslensku krónunnar, heimagengi og aflandsgengi. Við slíkar aðstæður er meira en sjálfsagt að löggjafinn setji undir leka í kerfinu. Í leiðinni á vitanlega að negla spákaupmenn sem freista þess að græða á skattgreiðendum sem niðurgreiða heimagengi krónunnar.

Næturvinnan á alþingi minnir okkur líka á að það þurfi að komast úr höftunum sem fyrst.


mbl.is Gjaldeyrishöftin verða að halda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Næturvinnan á alþingi minnir okkur líka á að það þurfi að komast úr höftunum sem fyrst."

Sem er ekki hægt nema að taka upp annan gjaldmiðil, gjaldmiðils sem hefur stærra hagkerfi en hið Íslenska á bakvið sig.

Páll, hvernig er það, þið sem skrifið mikið um þessi mál og hafið um það sterkar skoðanir. Reinið þið aldrei að reikna og spá í raunveruleikann?

Hagkerfi sem samanstendur af landsframleiðslu upp á nokkur hundruð milljarða það getur ekki átt í erlendum skuldbindingum upp á tugþúsundir milljarða eða staðið undir umbreytingu úr eigin gjaldmiðli yfir í annan á þeim skala sem krafist er af viðskiptalífinu. Það þarf ekki nema einn banka eða eitt stórt fyrirtæki til að þurrka út allan erlendan gjaldeyri í landinu. Þetta er málið, ekki að krónan sé vond, heldur það að hún er of lítil, við of lítil sem þjóð.

Jóhann Kristjánsson (IP-tala skráð) 13.3.2012 kl. 07:03

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Jóhann, í samanlögðum hagbókmenntum finnur þú ekki uppskrift að gjaldmiðlasvæði sem stenst. Gjaldmiðlasvæði með 10 þúsund einstaklingum getur virkað eins og svæði með 100 milljónum - það er ekki stærðin sem skiptir máli. Þetta ,,við of lítil sem þjóð," er vanmetakennd sem er úthverfan af oflátungshætti útrásarinnar þar sem íslenskt viðskiptalíf ætlaði að leggja undir sig heiminn.

Páll Vilhjálmsson, 13.3.2012 kl. 07:59

3 identicon

Á að negla þá sem fara að gildandi lögum? Hvaða rugl er þetta? Það eru óboðleg vinnubrögð að bregðast við korteri fyrir hrun.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 13.3.2012 kl. 08:08

4 identicon

Jóhann segir "Hagkerfi sem samanstendur af landsframleiðslu upp á nokkur hundruð milljarða það getur ekki átt í erlendum skuldbindingum upp á tugþúsundir milljarða"

Hvað í veröldinni heldur þú Jóhann, að verði um erlendu skuldbindingarnar ef við tækjum upp t.d. evru?  Heldurð virkilega að þær bara hverfi við það?

Vissulega má segja að vegna óstjórnar hagkerfisins hafa krónan verið misnotuð til að skrúfa skuldsetningu þjóðarinnar upp úr öllu valdi, en ef við hefðum verið með evru(eða verið í ESB), hvað þá? Óstjórnin hefði bara verið í öðru formi, sbr. Grikkland.

Lítið hagkerfi,sjálfstæð mynt,lítið sem ekkert eftirlit með fjármálakerfinu,lítil sem engin stjórn á fjámálakerfinu,bankarnir komnir með peninga"prentunina" í sínar hendur, Seðlabankinn fastur í hávaxtaskólaspeki.  Þetta eru kanski nokkur þeirra atriða sem við þurfum að varast í framtíðinni ef við viljum draga einhvern lærdóm af hruninu.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 13.3.2012 kl. 08:31

5 identicon

Nokk sammála þar Páll.

Eigum við þá ekki að segja að vandinn er sá að óskipulagður stórhugur smáþjóðar sé hennar eigin hagkerfi og gjaldmiðli ofviða?

Er það ekki sannleikurinn sem kristallaðist í hruninu? Því hvernig sem þessari jöfu er velt upp þá kemur alltaf sama niðurstaða, krónum þarf að skipta í erlenda gjaldmiðla ef stunda á alþjóðleg viðskipti. Krónan er ekki alþjóðleg á þeim skala sem krafist er en getur auðvitað orðið á löngum tíma með aðhaldi og skipulagi.

Við skuldum hins vegar of mikið, eyðum of mikið og eigum ekki trilljónir í erlendum gjaldeyrisforða líkt og Noregur og Sviss. Sem sagt, við þurfum að búa lengi við höft ef einhver glóra á að vera í þessu öllu hjá okkur.

Jóhann Kristjánsson (IP-tala skráð) 13.3.2012 kl. 08:33

6 identicon

Bjarni. Mínir punktar snúast ekki um að taka upp Evru, heldur það að menn verða að horfast í augu við vandamál og taka á þeim vandamálum. Við getum ekki haldið áfram á sömu braut og var mörkuð á árunum frá 2003-8 með fljótandi gengi krónu, krónu sem gengur kaupum og sölum á markaði spákaupmanna, krónu sem auðvelt er að setja í uppnám. Við getum haldið krónu með aðhaldi og höftum og því að laða að fjárfestingar til Íslands en takmarka eða koma í veg fyrir áhættusamar risafjárfestingar Íslendinga erlendis. Ef þetta er ekki inni í myndinni þá er fátt annað í stöðunni en að taka upp einhvern annan gjaldmiðil, gjaldmiðil með sterkan seðlabanka og mun stærra hagkerfi á bakvið sig en Ísland hefur. Almenningur á Íslandi hefur ekki efni og á ekki að þurfa að taka á sig síendurteknar gjaldmiðilskollsteypur. Það er nóg komið af því rugli.

Jóhann Kristjánsson (IP-tala skráð) 13.3.2012 kl. 09:05

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ok. gjaldeyrishöft eru sem sagt góðar sálit með gott innræti og iðja að því nótt og dag að vinna fyrir fólkið. Bara eins og Rauði Krossinn, má segja.

Nú nú. En í hinu orðinu er svo mikið álag á þingammagreyin að vera á næturvöktum við að hanna ýmsa skátahnúta á áðurnefnd höft - að það þarf að afnema sem fyrst!

Segi eins og kallinn sagði um árið: Nú skil ég ekki Stalín.

þar fyrir utn fatta eg ekki alveg trikk spákaupmanna sem ætla að ,,græða á skattgreiðendum sem niðurgreiða heimagengi". Eg reikna fastlega með því að þessir spákaupmenn séu vondir útlendingar. Slæ því á föstu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.3.2012 kl. 09:23

8 identicon

Vissulega þarf allnokkra bjartsýni að segja að við þurfum "bara" að stjórna okkar efnahagslífi af einhverju viti, þar sem það hefur nú gengið svona og svona alveg frá stofnun lýðveldisins. Dæminn frá Grikklandi og Írlandi og víðar segja okkur þó að aðild að stærra efnahagskerfi tekur ekki þann beiska bikar frá okkur, þ.e. að bera ábyrgð á okkur sjálf,Íslendingar.

Þetta með að gjaldeyrishöft komi í veg fyrir erlendar fjárfestingar er dálítið þversagnarkent. Gjaldeyrishöftin eru nauðsynleg vegna mikilla skulda okkar Íslendinga við erlenda fjárfesta, skulda sem eru jú í íslenskum krónum en skuldir samt. Hvaða erlendu fjárfestar ættu að vilja fjárfesta hjá svo skuldugri þjóð? Ja nema þeir sem vilja tína bestu bitana út úr þjóðarbúinu en undir þessum kringumstæðum á einmitt að banna erlendar fjárfestingar (þær sem eru dulbúin uppkaup á auðlindum á spottprís) en ekki sækjast eftir þeim. T.d. að selja Rússum eða Kínverjum  (eða einhverjum öðrum)land,heitt vatn,fiskikvóta,raforkuver.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 13.3.2012 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband