ESB-umsókn á að afturkalla - síðan kjósa

Þjóðin fékk ekki tækifæri að segja álit sitt á umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Við síðustu þingkosningar var einn flokkur með aðildarumsókn á dagskrá, Samfylkingin, en aðrir flokkar töldu hag Íslands betur borgið utan ESB.

Samfylkingin fékk rúm 29 prósent atkvæðanna í þingkosningunum 2009. Svik VG við kjósendur sína urðu til þess að aðildarumsókn var send án stuðnings þjóðarinnar.

Alþingi gerði mistök 16. júlí 2009. Mistökin verður að leiðrétta með afturköllun umsóknar Íslands um aðild að Evrópusambandinu.

Í næstu alþingiskosningum er hægt að vera með ESB á dagskrá ef einhver hefur áhuga - Samfylkingin faldi ESB-málið bæði í kosningunum 2003 og 2007 enda komst aðild ekki einu sinni á umræðustig þegar ríkissstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks var mynduð 2007.

 


mbl.is Vill kjósa um ESB í þingkosningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei, þjóðin fékk ekki tækifæri til að segja álit sitt á umsókn Íslands að aðild að Evrópusambandinu. Umsóknin er hrein og klár valdníðsla. Menn mættu hugleiða það áður en þeir sýna ofbeldi á fólki úti í bæ skilning.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 9.3.2012 kl. 12:26

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Tek undir þetta en núna eigum við að segja okkur úr EES lögum þá þurfum við ekki lengur að hafa áhyggjur af ESB.

Valdimar Samúelsson, 9.3.2012 kl. 12:45

3 identicon

Það er náttúrulega óþolandi þegar lýðskrumsflokkur ESB Samfylkingar, og lýðskrumarinn Steingrímur, eigandi VG brotabrotsins, skuli geta tekið framtíð Íslands í gíslingu. Ekkert er gert, ekkert hægt að gera, af því að þessir öfgafullu eiginhagsmunaseggir standa í veginum.

Við glötum af tækifærum á hverjum einasta degi, með þessa fullkomlega óhæfu einstaklinga við völd.

Og, að sjálfsögðu vill þetta fólk ekki kosningar. Það væri pólitískt sjálfsmorð. Sennilega betra að bíða eftir því, á launum og uppsöfnun lífeyrisréttinda, að þjóðin taki það af lífi í næstu kosningum. Á meðan er líka hægt að lifa í blekkingarheimi, og vonast eftir kraftaverkum.

Hilmar (IP-tala skráð) 9.3.2012 kl. 13:06

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hr. forseti hlýtur að geta sett þau af,fyrir valdnýðslu. Ríkisstjórnin finnur "aldagamla" vömm hjá forstjóra Eftirlitsstofnunar ríkissins,sem ástæðu fyrir brottrekstri.

Helga Kristjánsdóttir, 9.3.2012 kl. 15:37

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Nei, fjármála og efnahagsstjórnar RSK.

Helga Kristjánsdóttir, 9.3.2012 kl. 15:38

6 identicon

Það er í verts falli ár eftir, ekki rétt? Skyldi fylgið kannski fylgja þeirri línu sem það hefur gert, og falla enn?

Jón Logi (IP-tala skráð) 9.3.2012 kl. 16:50

7 identicon

....mikið ósköp áttu bágt, Páll.

Þar sem öllum er ljóst að þú hefur selt þig, eins og hver annar leiðisnati, má þá spyrja þig hvort þú fáir greitt fyrir fjölda orða?

Við, sem þjóð í kröggum, eigum í samtali við ríkjasamband.

Viltu segja því að halda kjafti áður en samtalinu er lokið?

Jóhann (IP-tala skráð) 9.3.2012 kl. 22:45

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

"Við, sem þjóð í kröggum, eigum í samtali við ríkjasamband." !!!!!!!

"Þú getur þó allavega skoðað myndirnar" sagði strákurinn við gamla manninn sem neitaði að kaupa af honum Ljósberann af því hann væri blindur.

Af hverju að ánetjast stjórnmálaflokki ef maður grípur ekki til varna?

Jafnvel þó varnirnar séu kannski ekki endilega gáfulegar.

Ég er í hópi þeirra sem vilja ekki láta sækja um aðild að ESB. Og ég vil láta spyrja mig áður en einhver tekur sig til og hringir á leigubíl fyrir mig. 

Árni Gunnarsson, 10.3.2012 kl. 09:10

9 Smámynd: Elle_

Ein mesta brenglun á valdníðslunni og eitt það fáránlegasta sem heyrst hefur lengi: JÓHANN: >Við, sem þjóð í kröggum, eigum í samtali við ríkjasamband<  Hvar er Guðmundur2 Gunnarsson?  Hann er fær um að skýra hluti út fyrir ofanverðum Jóhanni.

VIÐ??  ÞJÓÐIN???  NEI, nokkrir kolspilltir Jóhönnu-stjórnmálamenn eru ekki við þjóðin.  VIÐ erum ekki í neinum viðræðum við Brussel um eitt eða neitt nema nokkrir hafa kært valdníðslu þeirra í ICESAVE.

Elle_, 10.3.2012 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband