ESB fær einokun á Íslandi

Íslensk stjórnvöld meina fulltrúa Kanada að ávarpa ráðstefnu Framsóknarflokksins um gjaldmiðlamál vegna þess að það truflar samfylkingaraðlögun Íslands að Evrópusambandinu.

Á sama tíma og sendiherra Kanada er beittur þöggun af Össuri utanríkis fær sendiherra Evrópusambandsins rauða samfylkingardregilinn inn í íslenska umræðu. Heil stofnun, Evrópustofa, með um 200 milljónir króna í áróðursfé er til stuðnings ESB-áráttu Samfylkingar.

Mál er að linni. Alþingi Íslendinga verður að taka utanríkismál af þeim sértrúarsöfnuði sem nefnist Samfylking. 


mbl.is Frumkvæðið ekki Framsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Afhverju er heimssýn með svona svarta tungu og langt nef?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.3.2012 kl. 12:21

2 identicon

ESB og myntbandalagið, er ein rjúkandi rúst og þangað höfum við ekkert að sækja, hálf miljón blaðsíður af regluverki, og 125 þúsund starfsmenn, og þeirra helsta verk að hafa eftirlit með sjálfum sér.

Og nú kemur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, og segir að lykilatriðið sé fyrir íslendinga að ná að losa um gjaldeyrishöftin.

Og þá myndi krónan að sjálfsögðu hrynja, og verðbólgan fara í hæstu hæðir, og þeir sem enn eiga eitthvað í eignum sínum,tapa öllu sínu.

Ja þvílíkar ráðleggingar, hvort heldur þær koma frá ESB, eða AGS.

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 3.3.2012 kl. 14:55

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Við Íslendingar eigum í stríði við fjórða ríkið sem ætlar að fá hjá okkur orku og aðgang að norðrinu og gefa okkur í staðin Spánverja til að veiða fyrir okkur fisk við Ísland. 

Þess vegna þurfum við að fara að snúa okkur að því að uppræta legu þý fjórðaríkisins.  Í Noregi varð til samnefni fyrir svona óþjóðholla einstaklinga.  Hvaða heiti skyldi slíkum hér uppi verða gefið?      

Hrólfur Þ Hraundal, 3.3.2012 kl. 15:47

4 identicon

Hrólfu Þ Hraundal:  Þeir skulu nefndir kratar.  Sbr. þú hagar þér eins og versti krati.

guru (IP-tala skráð) 3.3.2012 kl. 20:43

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þetta tvennt er engan vegin sambærilegt.

Málið er einfaldlega það að við íslendingar höfum sótt um aðild að ESB og stefgnum að því að setja aðildarsamning í þjóðaratkvæðagreiðslu þegar hann littur fyrir. Þetta er flókið mál og því þurfa kjósendur á miklum upplýsingum að halda til að geta tekið upplýsta ákvörðun. Til þess að auðvelda þeim aðgang að upplýsingum hefur ESB sett á stofn upplýsingaskrifstofu hér. Henni er einfaldega ætlað að vera grunvöllur þess að menn geti sótt sér upplýsingar um það hvað felst í aðild að ESB, hvernig ESB starfar og hvernig ákvarðanir eru teknar í þessum samstarfsvettbvangi 27 lýðræðisþjóða Evrópu. Þessi starfsemi á því ekkert skylt við áróður og er þaðan af síður lögbrot. Þetta er einfaldlega nauðsynlegur þáttur í þeirri lýðræðislegu aðferð að láta þjóðina ákveða hvort hún vilji að Ísland gangi í ESB eða ekki.

Hvað varðar meinta tilraun íslenskra stjórnvalda til þöggunar þá er ekkert sem bendir til þess að neitt sé hæft í þeim fullyrðingum Sigmundar. Það er einfalega almenn svo að þjóðir telja ekki við hæfi að sendiherrar þeirra séu að skipta sér af innanríkismálum þeirra ríka sem þeir eru staddir í. Það er því ekkert sem bendir til annars en að þegar kanadískum stjórnvöldum var það ljóst að hér var um að ræða pólitískan fund eins stjórnmálaflokks þá hefi þeim einfaldlega ekki fundist við hæfi að sendiherra þeirra tæki þátt í honum.

þetta ber allt keim af því þegar Sigmundur hélt því fram að Jóhanna hafi beitt sér til að koma í veg fyrir að Norðmenn lánuðu okkur peninga án aðkomu AGS. Síðan þá hefur það komið í ljós að það var frá upphafi skilyrði Norðmanna fyrir lánum sínum að það væri í tengslum við samstarf við AGS og þeir margoft komið skilaboðum um það skýrt til íslenskra stjórnvalda. Þetta var því ekkert annað en róbgburður Sigmundar og þáttur í pólistísku lýðskrumi undir forskrift inni "látum þá neita því". Það er ekkert sem bendir til annars en að þessi nýjasta fullyrðing hans sé af sama meiði.

Sigurður M Grétarsson, 4.3.2012 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband