Forsetinn er kjölfesta í stjórnskipunarkreppu

Vinstriflokkarnir stefna landinu í stjórnskipunarkreppu þar sem grunnlög landsins, stjórnarskráin, er sett í uppnám með ólögmætu stjórnlagaráði og óreiðusjónarmiða tæpa ríkisstjórnarmeirihlutans um stjórnskipulag lýðveldisins.

Flokksmaskínurnar eru tilbúnar að hakka í sig stjórnskipun lýðveldisins og nota í þágu hrossakaupa á alþingi. Ólafur Ragnar Grímsson hefur sýnt það að hann lætur ekki pólitískt óreiðfólk segja sér fyrir verkum.

Við þessar kringumstæður er sýndi Ólafur Ragnar þegnskap í þágu þjóðar að sitja eitt kjörtímabil enn á Bessastöðum.


mbl.is Forsetinn: Fráleit kenning um refskák
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er enginn frambjóðandi í augsýn, sem er treystandi fyrir hagsmunum þjóðarinnar. Þetta hlýtur Ólafur að taka með í reikninginn.

Það er ástæða fyrir því, af hverju enginn hefur tekið af skarið og boðið sig fram, og það er þessi ofangreinda. Þetta vita allir, líka hatrammir andstæðingar Ólafs innan ríkisstjórnarinnar, og einnig þeir sem hafa hug á forsetaembættinu sem æðstu verðlaunin í fyrirmannakreðsunni. Við þurfum ekki nýja Vigdísi eða nýjan Kristján. Við þurfum skelegga rödd og málsvara stjórnskipunar, sem gæti haldið aftur að lýðskrumi bloggnefndar Jóhönnu, sem hefur krotað upp nýja stjórnarskrá, sem ætlað er að auðvelda Samfylkingunni, Hreyfingunni og flokkseigendafélagi VG að afhenda Ísland á silfurfati til ESB yfirvaldsins.

Við þurfum sterkan forseta sem ekki samþykkir nýjan Kópavogsfund, og hefur afl og trúverðugleika til að hafna honum. Kampavínsfólki úr menningarelítunni er ekki treystandi fyrir þessu hlutverki.

Forsetinn er ekki lengur "sameiningartákn", innihaldslaus fígúra sem klippir á borða, mætir á frumsýningar og í veislur, heldur verndari stjórnskipunar og þar með fullveldis landsins.

Hilmar (IP-tala skráð) 27.2.2012 kl. 20:19

2 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Rétt ..En það er líka eftirsjá af Ólafi Ragnari og Davíð Oddsyni úr Íslenskri Pólitík..

Vilhjálmur Stefánsson, 27.2.2012 kl. 20:20

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hvað varðar þessa tilfinningasnauðu uppalninga um grunnlög landsins,séu þau fyrir þeim,fremja þau svívirðileg athæfi,því ærlegir þingmenn þýðast þá ekki. Þeir þurfa að kaupa hross og farga, vesælir vindhana-belgingar.

Helga Kristjánsdóttir, 28.2.2012 kl. 02:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband