Evran og lýðræðið eru andstæður

Lýðræði í Grikklandi og björgun evrusamstarfsins fer ekki saman, segir Wolfgang Münchau dálkahöfundur Financial Times. Þjóðverjar og Evrópusambandið fara fram á tryggingar frá Grikkjum sem samrýmast ekki lýðræðisþjóðfélagi.

Meðal trygginga eru annað hvort frestun á fyrirhuguðum kosningum í apríl eða ómerking þeirra með því að öll pólitísk framboð gefa loforð um tiltekna pólitíska afstöðu - að setja endurgreiðslu björgunarlána í algjöran forgang.

Hans-Werner Sinn yfirmaður Ifo-rannsóknastofnunarinnar segir í Spiegel að Grikkir munu ekki sjá eyri af 130 milljarða evru björgunarpakka. Peningarnir fara til alþjóðabankakerfisins sem heldur Grikkjum sem gíslum.

Raðbjörgun Grikklands frestar aðeins því óumflýjanlega: að Evrópusambandið viðurkenni að evran er misheppnuð tilraun til að búa til Stór-Evrópu.

 


mbl.is Neyðarlán verði veitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er orðið löngu ljóst að ESB er alls ekki fyrir fólkið eða lýðræðið í Evrópu.

Fyrir utan að hugsa um að verja kerfis valdabáknið sem Embættiselítan hefur byggt upp í kringum sig og sín ofur háu laun og skattafríðindi þá er ESB fyrst og fremst hagsmunabandalag stórkapítalsins í Evrópu og Banka mafíunnar, sem þar öllu ræður.

Grikkir, eða grískur almenningur mun aldrei sjá eitt cent af þessum svokallaða 130 milljarða "björgunarpakka"

En það verður búið svo um hnútana að lýðræðið verður gelt og komandi kynslóðir munu með striti sínu sjá um að borga hverja einustu Evru til baka með vöxtum og hirðstjóri ESB í Grikklandi mun sjá um að senda þá alla til Brussel, þar sem valdaklíkan mun síðan útdeila þeim til þeirra stórkapítalista og braskbanka sem að þeir hafa velþóknun á.

Auk þess er ESB Valdklíkan nú búið að pína Grikki til þess að selja ríkiseignir og auðlindir landsins á brunaútsölu, s.s. skóla og sjúkrahús, samgöngumannvirki námuréttindi, baðstrendur og heilu eyjaklasana.

Hrægammarnir sem kaupa þjóðauð Grikklands á hrakvirði, verða fyrst og fremst fyrrnefnt þjófa- og glæpagengi stórkapítalsins, með velþóknun og undir sérstakri vernd ESB.

Meðferðin og niðurlægingin sem þessari fornu og merku menningarþjóð Grikkjum er nú sýnd er einsdæmi í síðari tíma sögu mannkyns.

Sjá ágæta pistla Páls H. Hannessonar á bloggi hans hér á Mbl. sem heitir ESB og almannahagur, þar flettir hann ofan af því hvernig ESB apparatið vinnur skipulega fyrir stórauðvaldið.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 20.2.2012 kl. 11:36

2 identicon

Nú þurfa sem flestir að lesa um peningafléttuna.

http://jonasg-eg.blog.is/blog/jonasg-eg/entry/1223842/

http://www.herad.is/y04/1/2012-01-25-fjarmal.htm

Hér á að fara neðst á nýustu dagsetningu.

http://www.herad.is/y04/1/

Jónas Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 20.2.2012 kl. 16:38

3 Smámynd: Elle_

Munið þið eftir hinu svokallaða ´ICESAVE-LÁNI´ sem allir EU-bleðlarnir og ICESAVE-STJÓRNIN og meðlygarar kölluðu ICESAVE-NAUÐUNGINA sem var sko ekki neitt ´lán´ og ekki einu sinni skuld?  Heldur nauðung sem við höfum aldrei skuldað. 

Svipað er að gerast núna í Grikklandi.  Níðingsskapur og ólýðræði þar sem harðsvírað Evrópusambandið svokallaða skiptir bara um lýðræðislega stjórn þar að vild og þvingar yfir saklausan almenning skuld og kallar það ´LÁN´.  ICESAVE Gríkklands. 

Vá, hvað Brusselveldi Jóhönnu og Össurar og co. er eftirsóknarvert að vera í.  VÆGT SAGT.

Elle_, 21.2.2012 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband