Siðferðilegu gereyðingaröflin atast í stjórnarskránni

Gereyðingarmáttur ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. á sviði siðferðis og stjórnsýslu verður seint ofmetinn: Icesave, ESB-umsóknin, stjórnlagaþingið, vaxtalögin og svo má áfram telja. Stjórnarskrá lýðveldisins er næsta skotmark ríkisstjórnarinnar.

Stjórnarskrár eiga að endast í áratugi ef ekki aldir.

Með öllum tiltækum ráðum verður að verja stjórnarskrána atlögu Jóhönnustjórnarinnar.


mbl.is Þjóðaratkvæðagreiðsla í sumar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Var yfirlýstur vilji helstu lögspekinga og leiðtoga Íslendinga 1944 um að búa til nýja og endurskoðaða stjórnarskrá eftir 1944 þá "atlaga að stjórnarskránni?"

Ómar Ragnarsson, 17.2.2012 kl. 00:44

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er ekki rétt hjá þér, Ómar, það stóð aldrei til að skipta út allri stjórnarskránni – ekki fyrr en nú, þegar þessir völdu viðvaningar eru að reyna það eftir smá-yfirlegu, en nógu frakkir eru þeir sumir til að tala af hroka um, að Alþingi eigi ekki að leyfast bæta neinu við né breyta í þessari tillögu, sem og, að kjósa eigi um hana alla í heild, moka bara út þeirri gömlu í einu vetfangi!!! Ekki nóg með það, heldur vilja þeir alls ekki, að þjóðin fái að ráða hverri þessara 115 greina þeirra fyrir sig, heldur fái hún bara leyfi til að kjósa um þá nýju alla í heild, já eða nei, án nokkurs virks lýðræðis um mismunandi atriði þar! Þið eruð víst svo óskaplega óskeikul, Ómar, enda ólöglega valin í þetta! En lögfræðingar ýmsir vita betur, m.a. þessi ágæti í Háskólanum á Akureyri.

En málið í dag er að SKORA Á FORSETA ÍSLANDS AÐ GEFA ÁFRAM KOST Á SÉR í forsetakosningunum í sumar. Meira en hálf þjóðin (54% aðspurðra) styður framboð forsetans samkvæmt nýlegri skoðanakönnun. Smellið á tengilinn hér: ÁSKORUN TIL FORSETA ...), lesið áskorunina (tvær setningar), skráið þar þátttöku ykkar (nafn og kennitölu) og fáið svo stuðning ykkar staðfestan og um leið númer hvað þið verðið á áskorendalistanum!

Undirskriftir er ENN hægt að skrá á listann – það er Rúv-áróður* og blekking, að síðunni hafi verið lokað. Smellið bara og sjáið!

* Því miður er þetta svo; ég þekki málið mjög vel.

Jón Valur Jensson, 17.2.2012 kl. 00:58

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Er nema von að ekkert gangi undan henni. Það er verið að leggja línurnar,fratstjórnin,sem ekkert fylgi hefur,bíður litlu flokkunum að vera með í atlögunni.

Helga Kristjánsdóttir, 17.2.2012 kl. 01:08

4 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Hvað kallast þau "öfl", sem berjast nú um á hæl og hnakka við að verja stjórnarskrána frá því að verða "stjórnarskrá 2.0"?

Eru þeir enn að skrifa á Sinclair tölvu?

Það er eiginlega alveg nauðsynlegt að "aflið" afhjúpist. 

Eru það t.d. þeir sem vilja að núverandi forseti sitji til æviloka á forsetastól?

Eða að Ísland verði alvöru konungsríki með höll og hirðfíflum?

Þessi fyrirsögn er þér ekki samboðin Páll Vilhjálmsson, þó aðrir hristist af ánægju út í móa.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 17.2.2012 kl. 04:02

5 Smámynd: Björn Emilsson

Eini tilgangur Jóhönnu með nauðsyn á nýrri stjórnarskrá er að gera Landráðahyskinu kleift að afhenda Lýðveldið Island á silfurfati til Stór Þýskalands. Þessvegna er krafist að samþykkja þessa lögleysu í heilu lagi.

Björn Emilsson, 17.2.2012 kl. 06:15

6 Smámynd: Sólbjörg

Hárrétt hjá Birni, ríkistjórnin brýtur lög og stjórnarskrána eftir vild. Eins og þegar stjórnlagaþing var dæmt ólöglegt skiftu þau bara um nafn á gjörningnum. Þeim er alveg sama um betrumbætur á lögum. Þau vilja eingöngu koma vilja sínum í gegn að geta afhent lýðveldið án þess að verða lögsótt vegna brota á stjórnarskrá Íslands. Núverandi lög leyfa ekki slíkt það er landráðs sök. Í flest öllum löndum ESB hefur verið gerð breyting á stjórnarskrá viðkomandi landa vegna þessa. Þetta eina atriði er öll ástæða þess að Jóhönnnustjórn er svo mikið í mun að knýja fram stjórnarskrá breytingarnar, verkin upplýsa að stjórnin hefur ekki neinn áhuga á að fylgja stjórnarskrálögum landsins. Ef þau leyfa kosningar um hverja breytingu fyirir sig vita þau að allt yrði til einskis.

Sólbjörg, 17.2.2012 kl. 06:58

7 identicon

Ef að aðeins verður leyft að segja annað hvort "já" eða "nei" við öllum tillögum Stjórnlagaráðs.

Þá er það miður því að þarna inn á milli eru ýmislegt sem vel mætti bæta núverandi Stjórnarskrá með en að stilla þessu upp svona er hreint og beint gerræðislegt og mjög ólýðræðislegt og þá mæli ég einfaldlega með því við alla að við einfaldlega segjum þvert "NEI"

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 17.2.2012 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband