Kópavogur, landsmálin og leitin að stóra X-inu

Vinstrimenn trúðu að búið væri að útiloka Framsóknarflokkinn og þó einkum Sjálfstæðisflokkinn frá völdum um fyirsjáanlega framtíð. Þegar borgaraflokkarnir taka yfir Kópavog í félagi við sérframboð opinberast sjálfsblekking vinstrimanna og þeir hrökkva af hjörunum í geðshræringu, eins og lesa má hjá Birni Val þingflokksformanni VG.

Nýr meirihluti í Kópavogi sýnir umskiptin sem orðið hafa í stjórnmálum frá síðustu þingkosningum þegar vinstriflokkarnir náðu meirihluta á alþingi í fyrsta sinn í lýðveldissögunni. Rétt eins og í þingkosningunum riðluðu sérframboð kosningaúrslitum í Kópavogi og skópu vinstriflokkunum sóknarfæri. En meirihluti vinstrimanna í Kópavogi hélt ekki - og sama er uppi á teningunum á alþingi þar sem ríkisstjórnin er ekki með starfhæfan meirihluta.

Samkvæmt skoðanakönnun í Fréttablaðinu eru ríkisstjórnarflokkarnir samtals með um 20 prósent atkvæða. Sérframboð Lilju Mósesdóttur fær fljúgandi start en dótturfélag Samfylkingar, Gummi Steingríms et. al. er dautt og Hreyfingin kemst varla á blað. Mælingin sýnir ólguna á vinstri kanti stjórnmálanna og hve lítið traust Samfylking og Vinstri grænir hafa meðal almennings.

Tilraunastjórnmál vinstrimanna halda áfram. Leitin að óþekktu stærðinni, stóra X-inu, stöðvaðist ekki við Samfylkinguna enda bjó hún sér trúarbrögð kennd við ESB sem reyndust flopp.

Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn verða eins og klettar í hafinu á meðan vinstrimenn hræra í pottum og skilja ekkert í því hvers vegna almenningur er svona afundinn.

 


mbl.is „Gjörspilltir stjórnmálamenn“ til valda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvers vegna var Steingrímur að bjarga Sjóvá? Var hann að bjarga Bjarna?

http://www.visir.is/rikisendurskodun--amaelisvert-ad-faera-ekki-bjorgun-sjovar-til-bokar/article/2010824877971

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 10.2.2012 kl. 08:56

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

"of mikið kadmíum í áburði"-viðbragð Elínar er áhugavert. Meðan verið er að berja stjórnarliða til hlýðni fer viðbragðshópur stjórnarinnar alltaf í "ræðum eitthvað annað" hjólförin.

Maður bara spyr: hvernig á Sjóváklúður Steingríms að bjarga stjórnarflokkunum frá áhugaleysi kjósenda?

Ragnhildur Kolka, 10.2.2012 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband