Nei, Kristín, við erum ekki öll þjófar

Kristín Þorsteinsdóttir fyrrverandi fréttamaður skrifar grein í Fréttablaðið í dag til varnar auðmönnunum sem settu Ísland nærri á hausinn. Vörn Kristínar er að víð séum öll þjófar og ættum þess vegna að veita okkur sjálfum sakaruppgjöf, leggja af embætti sérstaks saksóknara og kaupa okkur meðferð hjá sérfræðingum.

Pistill Kristínar er ósvífnari útgáfa af flatskjárkenningu Björgólfs eldri sem sagði eftir hrun að stærsti hluti þjóðarinnar hefði verið þjófsnautur auðmanna með því að kaupa flatskjái á hagstæðu gengi.

Stærsti hluti þjóðarinnar er hvorki þjófar né þjófsnautar. Útrásarauðmennirnir og meðhlauparar þeirra úr röðum blaðamanna, lögfræðinga og endurskoðenda stóðu fyrir samræmdri atlögu að peningakerfi þjóðarinnar og stunduðu blekkingar og svindl í því skyni.

Auðmennina og brotlega fylgifiska þeirra þarf að draga fyrir dóm. Að öðrum kosti verðum við öll sökunautar og kennum þar með börnunum okkar að lögbrot sé í lagi svo lengi sem maður græði á því. Ekki viljum við það, Kristín Þorsteinsdóttir?


mbl.is Hafnar því að bera ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Vörn Kristínar er að víð séum öll þjófar og ættum þess vegna að veita okkur sjálfum sakaruppgjöf"

Hvernig í veröldinni geturðu lesið þetta úr grein Kristínar?

Hún er að velta því upp hvað hafi orðið mikil aukning á hugsanlegum glæpamönnum miðað við fjölda þeirra sem liggja undir grun. Sú aukning sé í sjálfu sér ekki trúverðug. Ekki að ALLIR liggi undir grun.

Í framaldinu ályktar hún að þetta sé samfélagsmein sem þurfi að taka öðrum tökum en í gegn um dómstóla, þeir séu í raun ekki hæfir til þess.

Ég sé ekki betur en þessi grein hennar sé ein útgáfan af sannleiksnefndarhugmyndinni.    Sjálfur benti ég á það fljótlega eftir hrun að ég teldi lítið nema kostnaðinn koma út úr endalausum málaferlum. Betra væri að vita hvað gerðist og reyna svo að koma í veg fyrir að það gerist aftur. Fyrst stela meintir glæpamenn af þjóðinni og síðan hirða lögfræðingarnir restina og ekkert kemur svo útúr því.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 6.2.2012 kl. 09:06

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Eftir lestur greinar Kristínar og lestur hennar aftur, er skilningur Páls mun nær sannleikanum en skilningur Bjarna.

Það slær mann þó mest að undir lokin telur Kristín að hætta eigi lögreglurannsókn á því sem hér skeði og rökstyður það með því að ekki séu slíkar rannsóknir erlendis! Þetta gengur endanlega frá trúverðugleik á skrifum hennar. Hafa menn ekki verið fangelsaðir í Bandaríkjunum fyrir fjársvik? Sumir til margara áratuga, jafnvel hundruði ára fangavistar. Eignir þessara manna hafa verið gerðar upptækar!

Vissulega á að skoða söguna og læra af þeim mistökum sem hér urðu. En það má alls ekki sleppa sökunautunum frá refsingu. Vandi okkar er kannski sá að refsiramminn hjá okkur er allt of slappur og jafnvel þó þessir glæpamenn verði fundnir sekir og hljóti þyngstu mögulegu refsingu, mun sú refsing einungis verða sem hjóm miðað við þá kvöl sem þessir menn hafa lagt á þjóðina!!

Gunnar Heiðarsson, 6.2.2012 kl. 09:25

3 identicon

Er þetta sama Kristín sem skrifaði formálann að bók Evu Joly sem nú ritar eftirmálann í Fréttablaðið?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 6.2.2012 kl. 10:13

4 identicon

Hvað segir Eva Joly um málið? Eða bróðir Ögmundar sem gaf út bókina? Eru þau öll orðin þreytt á þessu þrasi?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 6.2.2012 kl. 11:01

5 Smámynd: Elle_

Alls ekki má hætta við rannsóknina.  Og ekki sleppa ræningjunum við lög og dóm.  En alltaf dúkka upp gruggugir stuðningsmenn við ræningjana.  Hvað ætli þeir fái fyrir það??  Og sammála Gunnari.

Elle_, 6.2.2012 kl. 15:16

6 identicon

Hvers vegna treystir Páll íslenzkum dómstólum svona vel?

Sigurður (IP-tala skráð) 6.2.2012 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband