Snillingarnir hjá ASÍ og gríski harmleikurinn

Launþegar í Grikklandi eiga að taka á sig 25 prósent beina kjaraskerðingu, fyrir utan hverskyns skattahækkanir og niðurskurð opinberrar þjónustu. Ofbeldið gagnvart almenningi í Grikklandi er til að verja evruna og banka í Þýskalandi og Frakklandi.

Hér á Íslandi stendur ASÍ fyrir herferð fyrir innleiðingu evrunnar hér á landi. Rökin eru þau að evran býður upp á lægri vexti.

ASÍ vill kaupa lægri vexti með 25 prósent kjaraskerðingu, 15-20 prósent atvinnuleysi og miðstýringu á íslensku efnahagslífi frá Brussel - af því þeir kunna svo vel til verka þar á bæ.

 


mbl.is Enn gengur ekkert í Grikklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er auðvitað bara grátlegt hvað hægt er að vera vitlaus.

En þetta er kanski ákveðin sjálfsvörn, því þetta eru einmitt aðal spilararnir í hruninu á Íslandi.  Þeir eru kanski að reyna að senda athyglina bara eitthvað annað en að sjóðasukki lífeyrissjóðana.  Það var aðalorsök hrunsins á Íslandi.

Ríkisstjórnin var lítill hluti þar í leikritinu.

En því miður hefur það einmitt sýnt sig að samfylkingin gerir minna en ekkert í að nýta völdin og starfsskraftana í starf sem gæti skipt máli á nýju Íslandi, eins og einmitt í að taka til í lífeyrissjóðunum.

Gegnumstreymiskerfi er mjög slæm hugmynd.  Það vita allir sem hafa lesið texta á erlendu tungumáli.

Almenningur má ekki vera læstur inni í sjóðum.  

Hann verður að mega flytja sitt fé þangað sem hverjum þykir best.  Með litlum fyrirvara.

Pétur Blöndal og sjálfstæðisflokkurinn er merkilegt nokk eina stjórnmálaaflið sem sýnt hefur vilja til að taka til í aðalorsök hrunsins á Íslandi.  Lífeyrissjóðakerfinu.

jonasgeir (IP-tala skráð) 4.2.2012 kl. 12:24

2 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Atvinnuþátttaka kvenna á Íslandi 2011 er 77%. Atvinnuþátttaka kvenna í EU27 2010 er 58% Innganga í ESB og upptaka atvinnuleysisstefnu ESB mun bitna harðast á konum. Atvinnuleysi kvenna í ESB er 10,3% í 58% atvinnuþátttöku sem þýðir að hátt í 20.000 konur á Íslandi geta búist við því að vera sendar heim fljótlega eftir inngöngu Íslands í ESB til að ná ESB meðaltalinu þ.e ef staðhæfingin ESB-ista um að Ísland fái meðaltöl ESB á færibandi við inngöngu eigi að standast.

Eggert Sigurbergsson, 4.2.2012 kl. 13:30

3 identicon

Rétt hjá Páli. Við þurfum ekki aðstoð ESB við kjaraskerðingu. Meðaltal árlegra kjaraskerðinga frá lýðveldisstofnun er 25% á ári og það sem meira er: ástæðan er sú sama og í Grikklandi, vanhæfir stjórnmálamenn. Ástæða aðstæðna á Grikkland er ekki vegna þess sem gert er í dag heldur þess sem undan fòr. Alveg eins og hér.

stefán benediktsson (IP-tala skráð) 4.2.2012 kl. 14:19

4 identicon

Það er ekkert sérstaklega jákvætt að mæður vinni úti.

Þá fyrst varð ég var við kauprýrnun og slakari kjarabaráttu stéttarfélaga þar sem heimili náðu frekar endum saman með launum útivinnandi húsmæðrum.(1968). Sem sagt meiri vinna, meira stress, meiri þreyta og sami lélegi kaupmátturinn fyrir heimilin, þótt báðir aðilar vinni úti. Og svo má ekki gleyma endalausri verðbólgu, sem er gróið æxli í samfélaginu en mun væntanleg hverfa við inngönguna.

Það eru ekkert mörg ár síðan það þótt eðlilegur hlutur að húsmæður ynni ekki úti á Spáni. Dæmið um atvinnuleysi kvenna í þessu tilfelli er þvæla frá A-Ö. Inngandga í ESB kemur þessu ekkert við.

Sjóðasukk lífeyrissjóðanna er ekki höfuðvaldur hrunsin, heldur háttsettir bankaræningjar og glæpamenn sem ganga enn lausir með stuðningi sjórnmálamannana í landinu og sem enn eru við völd, en að sjálfsögðu koma lífeyrissjóðirnir inn á það, þar sem græðgin ræður ríkjum. Ömurlegt og máttlaust samfélag.

Ég las í gær um þá ákvörðun Grísku ríkisstjórnarinnar að kosta byggingu mosku í Aþenu, sem á að kosta 16 milljónir evrur. Saudi-Arabar þurfa ekki að borg. Ef þið vorkennið grikkjum , sem eru fastir í Maxista-sukkinu, þá eruð þið ekki heilbryggðir. Þeir meiga fara norður og niður.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 4.2.2012 kl. 14:40

5 identicon

Lífeyrissjóðirnir voru auðvitað höfuð orsök hrunsins.  Fé án hirðis að vissu leyti þar sem fólk hefur ekki bein yfirráð yfir eigin fé þar og þannig gátu glæpamenn gírað upp eigin sápukúlur með hjáp feitra og værukærra sjóðsstjóra.

Kanski svipað eins og í Grikklandi þar sem marxistar hafa komist upp með að lifa vel á annarra manna fé.   ..þar til að skuldadögum kemur.

jonasgeir (IP-tala skráð) 4.2.2012 kl. 14:47

6 Smámynd: Elle_

Og ég minni á að forysta ASÍ og forysta Rafniðnaðarsambandsins heimtuðu ICESAVE.  Forysta Rafiðnaðarsambandsins hótaði engu samkomulagi ef ekkert ICESAVE yrði eins og og þar væri um lífsnauðsyn að ræða að almenningur á Íslandi borgaði ólöglega kröfuna sem hefði getað valdið gjaldþroti ríkisins.  Jú, Evrópusambandið heimtaði nauðungina yfir okkur.  Forgangurinn er allur öfugsnúinn. 

Elle_, 4.2.2012 kl. 14:56

7 identicon

Ruglið í Stefáni Benediktssyni hér að ofan, þegar hann segir að "meðaltals árleg kjarskerðin hér á ári hafi verið 25% frá Lýðveldisstofnun. En akkúrat þá var Ísland eitt af fátækustu ríkjum Evrópu en er nú á meðal ríkustu velmegunarþjóðum Evrópu og heimsins alls, þrátt fyrir kreppuna. Íslenska þjóðin býr við gríðarlega mikla þjóðarframleiðslu á mann og mun betri kjör og kaupmátt almennings heldur en meðaltal ESB ríkjanna er.

Ef eitthvað væri að marka þessi orð Stefáns þá ættu kjör Íslands í dag að vera svipuð og þau væru í Bangladesh eða einhverjum af fátækustu ríkjum heims.

Það geta því allir séð hvurslags bull og lygaþvæla er hér á ferðinni.

En kratabullið og hatrið út í sína eigin þjóð á sér fá ef nokkur takmörk hjá þessu úrtölu- og landsöluliði íslenskra krata.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 4.2.2012 kl. 15:53

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hversu röklaust sem það kann að virðast er síðasta hálmstráið sem eftir stendur í áróðrinum fyrir ESB-aðild Íslands, að halda því fram að þannig megi leysa skuldavanda heimilanna. Falskenning sem hunsar raunveruleikann algjörlega. Afnám lögboðinnar verðtryggingar er nefninlega markmið sem hefur þegar náðst að hluta, bankar bjóða nú óverðtryggð lán og þverpólitísk samstaða hefur náðst á þingi um áframhaldandi vinnu við afnám verðtryggingar. Að öllu óbreyttu verður því verðtrygging líklega horfin af sjónarsviði almennra neytenda eftir nokkur misseri, hvort sem er með eða án ESB aðildar.

Það sem ekki fylgir sögunni er hinsvegar, hvernig í veröldinni eigi að leysa skuldavanda þeirra sem sitja nú þegar uppi með útsprungin verðtryggð lán, enda gerir ESB eða evra nákvæmlega ekkert sem leysir þann vanda. Skuldabréf er jafn verðtryggt hvort sem á því stendur ISK eða EUR. Það er nefninlega ekkert við ESB-aðild sem bannar verðtryggingu sérstaklega. Það sem meira er, að til að ganga inn í evrópska myntbandalagið þarf að fara í aðlögunarferli sem heitir ERMII og felur í sér gengistengingu aðkomugjaldmiðilsins við evruna. Þannig væru lánin ekki lengur bara verðtryggð, heldur gengistengd að auki eins og hefur reyndar verið dæmt í hæstarétti að sé ólöglegt.

Þessi fáránlega móðgun við heilbrigða skynsemi ber auðvitað skýran vitnisburð um ráðaleysi og/eða viljaleysi stjórnvalda gagnvart vanda heimilanna. Í tengslum við aðildarumsókn Íslands kemur þetta sama sinnuleysi vel fram í skýrslu sem Efnahags- og viðskiptaráðuneytið er nýbúið að senda framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um íslensk efnahagsmál (Pre-Accession Economic Programme). Skýrslan er hluti af undirbúningi aðildarumsóknar og verður sambærilegri skýrslu skilað árlega á meðan á því ferli stendur.

Í þessu plaggi er fátt af viti um skuldavanda heimilanna, reyndar er fyrirbærinu hvergi lýst sem vandamáli heldur fyrst og fremst talað um "endurskipulagningu einkaskulda". Skýrsluhöfundar sjá meira að segja ástæðu til að vekja athygli á því að Íbúðalánasjóður hafi skilað 1,6 milljarða hagnaði vegna endurmats lánasafna sem áður höfðu verið færð á varrúðarreikning, því endanleg niðurfærsla hafi ekki reynst eins mikil og upphaflega var reiknað með.

Með öðrum orðum þá snúast skilaboðin til Brüssel öðru fremur um hversu vel gangi að að leiðrétta ekki skuldir heimilanna, umfram það örlitla sem þegar hefur verið gert. Hafi einhver nokkurntíma trúað því að lausnir fyrir heimilin fælust í ESB-aðild, þá er sannarlega tímabært að endurskoða slík viðhorf.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.2.2012 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband