Jafnaðarmenn og íhald: stjórnmálaheimur Jóhönnu

Í setningarræðu sinni á flokksstjórnarfundi Samfylkingar notaði Jóhanna jafnaðarmenn um samfylkingarfólk, íhald eða frjálshyggju um sjálfstæðismenn en nefndi ekki kommúnista á nafn og ekki heldur framsóknarmenn.

Orðfæri Jóhönnu er að tveim þriðju (jafnaðarmenn & íhald) komið úr kreppustjórnmálum þriðja áratugs síðustu aldar og einum þriðja (frjálshyggja) úr pólitískri orðræðu síðustu tveggja til þriggja áratuga.

Einkarekstur og ríkisrekstur voru valkostir í stjórnmálum milli stríða en eru það ekki lengur: enginn boðar víðtækan ríkisrekstur atvinnulífsins.

Hjartansmál Jóhönnu og ræðuritara hennar hvað atvinnulífið áhræri eru ,,skapandi greinar" og ,,grænt hagkerfi" sem vísar í heim kaffihúsa í miðborginni.

Kaffihúsasamræður eru margra orða en fárra hugmynda. Umgjörðin og merkimiðinn verða aðalatriðið. Hér kjarninn í ræðu Jóhönnu

Ég vil sjá að arfleið þessarar fyrstu meirihlutastjórnar vinstrimanna verði að hún kláraði málin – kláraði kjörtímabilið - kláraði stóru verkefnin .
Líka þau sem eru framundan, ekki síst nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi, nýja stjórnarskrá, ljúka aðildarumsókn okkar að ESB, ljúka rammaáætlun og koma á lögbókina framsækinni stefnu í auðlindamálum þjóðarinnar þar sem almannahagsmunir en ekki sérhagsmunir ráða ferðinni.
Bilum við á endasprettinum getum við jafnaðarmenn og þjóðin öll gleymt því að þessi stærstu mál okkar jafnaðarmanna verði að veruleika í náinni framtíð.

Tvö af þremur stærstu málum jafnaðarmanna, samkvæmt formnni Samfylkingar, eru um formið: klára stjórnarskrá og klára umsókn um ESB. Innihaldið í nýrri stjórnarskrá er aukaatriði og rökin fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu eru ekki nefnd - utan hvað í lok ræðu segir Jóhanna að við fáum líklega lægri vexti.

Þriðja stærsta málið, fiskveiðistjórnunarkerfið, snýst hvernig eigi að skipta arðinum af fiskveiðum. Ríkisstjórnin er ekki með meirihluta í eigin röðum til að gerbylta kvótakerfinu. Og enginn talar um að endurreisa bæjarútgerðirnar. Málamiðlunin er auðlindagjaldið sem útgerðin greiðir fyrir kvótann.

Innihaldslausar umgjarðir, þ.e. stjórnarskráin og ESB-umsóknin, ásamt hagtækinilegu atriði um auðlindagjald á útgerð eru stærstu mál jafnaðarmanna á Íslandi anno 2012.

Jóhanna var hreinskilnari í fyrravor þegar hún lagði til í stefnuræðu að Samfylkingin yrði lögð niður. En kannski er þetta bara spurning um nýja ræðuritara sem þurfa flokk til að halda vinnunni. 


mbl.is „Eins og eftir gott rifrildi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að forminu til jafnaðarmenn og íhald en innihaldið snýst um fjögurhundruð fermetra og flatskjárfrasa.

http://eyjan.is/2012/01/29/oraunhaeft-forsaetisradherra-blaes-enn-a-ny-ut-af-bordinu-tal-um-almenna-leidrettingu-skulda/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 29.1.2012 kl. 10:33

2 identicon

Heyrirðu ekki samhljóminn Páll. Þú hefðir getað skrifað þetta:

http://eyjan.is/2012/01/26/ritstjori-frettabladsins-segir-thjodinni-ad-taka-sonsum-afskriftir-lana-eru-ekki-i-bodi/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 29.1.2012 kl. 10:43

3 identicon

Sjálfri þykir mér merkilegust sú hótun Jóhönnu að halda áfram í stjórnmálum eftir að kjörtímabilinu lýkur.

Sennilega á þessi þjóð ekki sjens.

Rósa (IP-tala skráð) 29.1.2012 kl. 10:56

4 identicon

það sest nú best af þeirri yfirlysingu Rósa ,hversu manneskjan er úti á túni !!

rh (IP-tala skráð) 29.1.2012 kl. 11:38

5 identicon

Þetta er svo mikið rétt Páll.  Og eiginlega heilmikið böl alls vestræns samfélags þar sem stjórnmálamenn komast upp með kaffihúsapólitík sem snýst um útlit og geta um leið kreyst allt út úr þeim sem vinna fyrir innihaldinu.

Af hverju er krötum svona illa við að fólk fái að njóta launa sinna?

jonasgeir (IP-tala skráð) 29.1.2012 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband