Steingrímur J. helsta von ESB-sinna

Formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs er helsta von ESB-sinna að fá aðildarsamning við Evrópusambandi. Steingrímur J. þarf að aðlaga laga- og regluverk á Íslandi, einkum á sviði sjávarútvegs og landbúnaðar, að kröfum Evrópusambandsins til að hægt sé að hnika aðlögunarviðræðunum áfram.

Til upprifjunar á þetta að heita stefna VG í Evrópumálum:

Vinstrihreyfingin - grænt framboð telur nú sem fyrr að hagsmunum Íslands sé best borgið utan Evrópusambandsins. Landsfundurinn ályktar að í yfirstandandi aðildarviðræðum beri að hafna því að Ísland afsali sér forræði og yfirstjórn sjávarauðlinda innan íslenskrar efnahagslögsögu og leggur áherslu á að Ísland haldi samningsrétti vegna deilistofna á Íslandsmiðum, s.s. makríl, kolmunna, úthafskarfa, loðnu og norsk-íslensku síldinni. Sama á við hvað varðar umfang á stuðningi við íslenskan landbúnað svo og um náttúruauðlindir sem fyrirhugað er að lýsa þjóðareign í nýrri stjórnarskrá.

 Landsfundurinn bendir á þá miklu skerðingu lýðræðis sem felst í ESB-aðild ásamt fullveldisafsali á fjölmörgum sviðum. Þróun innan ESB að undanförnu, nú síðast vegna átaka um framtíð evru-samstarfsins, stefnir í átt að enn frekari samruna með hertri miðstýringu. Með Lissabon-sáttmálanum er einnig kominn vísir að samstarfi um utanríkis- og hernaðarmálefni. Jafnframt eiga félagsleg sjónarmið, umhverfisvernd, fæðu- og matvælaöryggi og réttindi launafólks undir högg að sækja innan sambandsins. Þá mun VG tryggja að íslenskt stjórnkerfi verði ekki aðlagað stjórnkerfi ESB á meðan á aðildarviðræðum stendur. (leturbr pv)

Landsfundurinn telur það vera eitt af forgangsverkefnum VG, flokkseininga og þingflokks, að herða róðurinn við að upplýsa þjóðina um eðli og afleiðingar ESB-aðildar

 


mbl.is Steingrímur J. í Brussel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ljúgandi og svíkjandi burokratar undir fölsku flaggi vinstri og grænna hugsjóna.

Þremill (IP-tala skráð) 25.1.2012 kl. 15:36

2 identicon

Hann steingrímur er búinn að sýna það rækilega hvaða mann hann hefur að geyma.Ég vona að menn muni eftir afrekum hanns í næstu kosningum.

Casado (IP-tala skráð) 25.1.2012 kl. 15:42

3 identicon

Óheilindin eru slík að manni sundlar.

Það segir sitt um stuðningsmenn VG að þeir skuli láta þessi svik líðast.

Stalínísk hollusta við FLokkinn og leiðtogann er sjúkleg.  

Allt fyrir völdin og þjóðfélagsverkfræðina til að hægt sé að brjóta almenning undir vilja Flokksins.

Sjúkt.

Karl (IP-tala skráð) 25.1.2012 kl. 15:50

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta er helsjúkt og vonandi finnst lækning við þessu bráðum, ég vil þessa ríkisstjórn burt og aldrei meira heyrt minnst á Steingrím eða Jóhönnu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.1.2012 kl. 15:58

5 identicon

Steingrímur er búinn að sýna það og sanna að honum er alveg slétt sama um flokksfólk VG. Af hverju í ósköpunum grasrótin kemur ekki á landsfundi til að reka flokksforystuna úr flokknum til að reyna að lágmarka skaðann af gerðum þeirra á flokkinn er illskiljanlegt.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 25.1.2012 kl. 16:50

6 Smámynd: Björn Emilsson

Hrollur fer um mann að sjá þennan Quisling koma skríðandi til kvalara sinna með falskt bros á vor. Hefði nokkur trúað að þetta gæti skeð. Það eru engar gleðifregnir í farteskinu við heimkomu hans með glæsilegan samning í höndunum. Hvað er eiginlega að hjá þessu VG fólki. Hefur það enga sómatilfinningu. Nú er nóg komið og fyllilega tími til kominn að rusla þessu landráðapakki útí hafsauga.

Björn Emilsson, 26.1.2012 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband