Aðlögun að reglum klúbbsins, Mörður, einmitt

Reglur Evrópusambandsins eru þær að umsóknarríki tekur upp laga- og regluverk sambandsins jafnt og þétt meðan á aðildarviðræðum stendur.

 Eins og segir í útgáfu Evrópusambandsins, bls. 9 efst til hægri

First, it is important to underline that the term “negotiation” can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate’s adoption, implementation and application of EU rules – some 90,000 pages of them. And these rules (also known as “acquis”, French for “that which has been agreed”) are not negotiable.

 Hér segir Evrópusambandið skýrt og skorinort að orðið ,,viðræður" geti valdið misskilningi þar sem ferlið er aðlögun og viðræður snúist um tímasetningar á stjórnkerfisbreytingum. Í aðlöguninni felst að umsóknarríki taki upp 90 þúsund blaðsíður af ESB-reglum og þær eru ekki umsemjanlegar.

Mörður Árnason segir réttilega að reglur ,,klúbbsins" gildi ekki umsóknaraðila. Mörður ætti að segja Össuri Skarphéðinssyni frá reglum klúbbsins.

 


mbl.is ESB ekki að sækja um á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú stígur seðlabankastjóri Marðar og Össurar fram, og fer fram á 25% launahækkun, á sama tíma sem þessi sami seðlabanki hélt því fram eftir síðustu kjarasamninga upp á 4-5%, væri of mikil, og myndu valda efnahagslegum óstöðuleika í þjóðfélaginu, hvar er siðferðið?

Jón Sig. (IP-tala skráð) 11.1.2012 kl. 21:00

2 identicon

Það er kostulegt að ESB - einangrunarsinnar fara alltaf á límingunum þegar textinn sem síðuhaldari birtir orðrétt úr ESB biblíunni er birtur. 

Froðufellandi segja okkur sem þýðum hann á nákvæmlega sama hátt og Páll (sem um leið er sú eina rétta sem hægt er að þýða hann), að um allt annað er að ræða segja brekkurnar skemmtilegu.  Hér er verið að tala um saklausar umsóknarviðræður og pakkakík í rest fullyrða þeir, en án þess að nokkur þessara mannvitsbrekkna hafa gert minnstu tilraun að þýða textann í hlutum eða hvað þá allan til birtingar. 

Nokkuð augljóst að meint ágæti ESB - paradísarinnar byggist á lítilli eða engri kunnáttu í erlendum tungumálum eins og svo glögglega má sjá á þessu dæmi.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.1.2012 kl. 22:18

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þú vilt kannski benda mér nákvæmlega hvað við höfum þurft að "aðlaga" okkur nú þegar?

Við erum búin að vera í viðræðum í næstum 3 ár. Þú ættir að geta nefnt mér eitt dæmi

Sleggjan og Hvellurinn, 11.1.2012 kl. 22:40

4 identicon

Annað hvort ertu í afneitun Sleggja eða útúrsnúningi.
Það eru kröfur gerðar á ísland um að aðlagast áður en viðræður haldi áfram.

Lestu þetta hérna concrete dæmi um hvernig ESB setur fram kröfur sínar um aðlögun :  http://www.naut.is/pages/pistlarnir/nr/119808/

Við getum huggað okkur við það að einhverju leiti hversu ömurleg núverandi ríkisstjórn er því hún gerir ekkert rétt.  Henni hefur tekist að flækja skattakerfið, auka óhagræði og fæla burtu erlendar fjárfestingar, standa í vegi fyrir framkvæmdum, setja atvinnulífið í uppnám, murkar síðustu aurana úr veskjum fjölskyldna meðan hún sker niður þjónustu og hótar nú ferðamönnum skattheimtu.  Það eru því allar líkur á því að hún geti ekki á nokkurn hátt uppfyllt þessar kröfur ESB til að viðræðum vindi fram.

Njáll (IP-tala skráð) 11.1.2012 kl. 23:14

5 identicon

Það virðist fylgja því að vilja ganga í klúbbinn að lesskilningur dettur út. Hvað fær þig til að halda að við séum í aðildarviðræðum Sleggjan og Hvellurinn?

Axel Óli (IP-tala skráð) 11.1.2012 kl. 23:14

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Njáll.

Það er mjög sérstakt þegar aðili sem er maður er að rökræði við kemur með heimild sem á að stiðja hans málstað. En þvert á móti stiður minn málstað. Ég þakka heimildarvinnuna. Þá þarf ég ekki að standa í þessu.

En í greininnni stendur

Ísland hafi haldið þeirri afstöðu fram að gera engar breytingar, fyrr en eftir að aðild hafi verið samþykkt, því sé afar mikilvægt að biðja Ísland um að leggja fram áætlun um hvernig öllum kröfum ESB verði mætt frá fyrsta degi aðildar.

 ESB er að krefjast þess að við leggjum fram áætlun um breytingar EF við samþykkjum samninginn.

það er ekki aðlögun.

ég er ennþá að bíða eftir heimildir sem hrekja þennan sannleik.

Sleggjan og Hvellurinn, 11.1.2012 kl. 23:51

7 Smámynd: Sólbjörg

Googlaði greinina sem þú vitnar í Sleggja en fékk enga svörun í leitarvélum, styður ekki þinn málstað.

esb.utn.is/media/esb/skjol/Samningsrammi-ESB-a-islensku.pdf

Upplýsandi að lesa þó sé nema t.d. 24 og 25 greinarnar.

Sólbjörg, 12.1.2012 kl. 00:17

8 identicon

Það er stórkostklegt að fylgjast með Baugssleggjunni ólmast eins og naut í flagi til að berjast fyrir ESB - einangrun þjóðarinnar sem vill ekki einangrast og hefur aldrei viljað það.  Nú er sleggjan bara venjulegur DÚDDI og er nákvæmlega ekki neinni stöðu að segja hvað ESB gengur til og hvað er raunverulega í gangi á þeim bænum, því að venjulegir DÚDDAR fá ekki að vera með stóru strákunum. 

Formaður öfgasamtaka ESB - einangrunarsinna Sterkara Íslands og Já Ísland - Jón Steindór Valdimarsson orðaði það í ESB þætti Útvarps Sögu fyrir góðu ári síðan.: 

"...auðvitað værum við í AÐLÖGUNARFERLI eins og reglur sambandsins krefðust og hann skyldi ekkert í því hversu fólk er hrætt við það... það þýddi að um leið og að þjóðin myndi "samþykkja" að ganga í ESB þá værum við orðnir fullgildir meðlimir daginn eftir, í stað þess að bíða í þann tíma sem aðlögunaferli tæki. þas. þau ár sem liði frá samþykkt Alþingis á umsókn og að ljúka viðræðum.."  

Undir þetta tók meðstjórnandi Sterkara Íslands í viðtalinu.

Formaður bændasamtakanna Haraldur Benediktsson
sagði í sama þætti fyrir skömmu.:

" ....umsóknarviðræðurnar (les AÐLÖGUNARFERLIÐ) væru stopp og hefur verið það í ár vegna þess að landbúnaðarráðherra, landbúnaðarráðuneytið og ESB nefnd þess sem hann er meðlimur í fékk aðeins umboð alþingis að hefja umsóknarviðræður en hvergi nokkra heimild að hefja AÐLÖGUNARFERLIÐ sem ESB krefðist..."

Og það besta var .....

"......engin hafi nokkru sinnum spurt hvort hann og eða bændasamtökin hefðu eitthvað á móti "AÐLÖGUNARFERLI".  Um það hefur aldrei verið spurt..." 

 ........

Morgunblaðið | 24.8.2010

Kominn tími til að segja stopp


Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir erfitt að túlka minnisblað ráðuneytisstjóra um stöðuna í undirbúningi fyrir ESB-aðildarviðræður um landbúnað á annan hátt en að aðlögunarferli Íslands að Evrópusambandinu sé hafið.

Í minnisblaðinu segir m.a.: „Samningaferlið um ESB-aðild mun krefjast þess að farið verði fljótt að undirbúa aðlögun landbúnaðarstefnu Íslands að landbúnaðar- og dreifbýlisstefnu ESB.“

„Þá erum við bara komin á allt aðra línu og það kemur ekki til greina af minni hálfu að fara að breyta hér lögum og reglum, samsetningu stofnana og verkefnum og leggja í það mikinn kostnað til þess eins að það sé tilbúið þegar og ef aðildarviðræðum lýkur. Þá er þetta bara orðið hreint aðildarferli. Það er að mínu mati ekki það sem Alþingi samþykkti á sínum tíma,“ segir Jón Bjarnason í umfjöllun um Evrópumálin í Morgunblaðinu í dag.

.......

Og allir vita að ESB - Brussel mafían skipti Jóni Bjarna út fyrir þægan ráðherra eins og þeir gerðu í Grikklandi og Ítalíu.  En það verður spennandi að sjá hvernig henni gengur að skipta út samningamönnum bænda.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.1.2012 kl. 01:32

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sólbjörg.

Þú þurfti ekki að gúgla neitt.

http://www.naut.is/pages/pistlarnir/nr/119808/

Njáll kom með þennan tengil.

Sleggjan og Hvellurinn, 12.1.2012 kl. 08:39

10 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Að gera áætlun um breytingar getur ekki kallast aðlögun.

"Í minnisblaðinu segir m.a.: „Samningaferlið um ESB-aðild mun krefjast þess að farið verði fljótt að undirbúa aðlögun landbúnaðarstefnu Íslands að landbúnaðar- og dreifbýlisstefnu ESB.“

Að undirbúa aðlögun er ekki sama og að fara í aðlögun. Við fáum ekki að breyta þessu spillta landbúnaðarkefi fyrr en við göngum í ESB. Þá fyrst falla þessir ofurtollar niður og almenningur getur keypt ódýr matvæli. Það er nauðsýnlegt fyrir fátæka Íslendinga í kreppunni. En NEI sinnar finnst greinilega mjög sætt þegar einstæðar mæður og aðrir standa í röð fyrir utan Fjölskylduhjálp að bíða eftir mat.

Mér er sama hvað hagsmunaraðilar segja í þessu máli.

En eitt stendur eftir óhaggað. Það hefur ENGINN nei-sinni bent á neina aðlögun sem hefur verið farið í.

Ég er enn að bíða.

Sleggjan og Hvellurinn, 12.1.2012 kl. 08:46

11 identicon

Það var nefnilega það að undirbúningur að AÐLÖGUN er ekki AÐLÖGUN...  Guði sé lof fyrir slíka snillinga.... og það í boði Baugs og fylkingarinnar kennda við hann. 

Um það snýst málið að landbúnaðarráðherrann og samninganefnda ESB í landbúnaðarmálum stoppuðu vinnuna fyrir vel yfir ári síðan þegar að AÐLÖGUNIN átti að hefjast samkvæmt skipun blýantsnagaranna í Brussel.

Þeir stöðvuðu viðræðurnar vegna þess að þeir hafa/höfðu ekki heimild alþingis til neins annars en að taka þátt í umsóknarviðræðum. 

Ekki nokkra heimild alþingis að taka þátt í neinu sem heitir "UNDIRBÚNING AÐ AÐLÖGUN"...  NÉ AÐLÖGUN ÁN UNDIRBÚNINGS ....!!!!!!!!!! 

OF FLÓKIÐ BAUGSSLEGGJUR.....  ???????

Hvaða áhyggjur þurfa menn að hafa að einhverri AÐLÖGUN þegar hún er ÖRUGGLEGA ekki á dagskrá fyrr en þjóðin er "BÚIN AÐ KÍKJA Í PAKKANN" og hafna innihaldinu, enda verður ekkert í pakkanum.  Hvers vegna er ESB að kvarta nánast STRAX í samningavinnunni um "áhugaleysi" (les: Að standa í vegi fyrir AÐLÖGUNINNI) um að "UNDIRBÚA" AÐLÖGUN þegar öllum er löngu ljóst að aldrei verður farið í neina AÐLÖGUN eftir ÓBINDANDI SKOÐANAKÖNNUNINA sem lygamerðir ESB - einangrunarsinnar hafa ranglega nefnt "ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐLU"...???

Er enginn á Baugsvaktinni sem hafa eitthvað sem minnir á að hafi ekki verið barinn illilega í hausinn með sleggjunni...???

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.1.2012 kl. 15:27

12 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Að leggja fram áætlun er ekki það sama og breyta.

Lög verða breytt EF þóðin segir JÁ.

Annars er ég ennþá að bíða eftir svar frá NEI sinna. Hvaða lögum höfum við breytt varðandi þetta "aðlögunarferli?"

Sleggjan og Hvellurinn, 12.1.2012 kl. 16:20

13 identicon

HVER ÞARF RÖK ÞEGAR ÞAÐ ER HÆGT AÐ SKRIFA Í FEITLETRUÐUM OG SKÁLETRUÐUM OG UNDIRSTRIKUÐUM HÁSTÖFUM? ÞESSI TÖLVUTÆKNI ER SANNARLEGA FRÁBÆR.P.S. BAUGUR SÖKKAR BIG TIME!

Græðir 2. Grillarason (IP-tala skráð) 12.1.2012 kl. 17:46

14 Smámynd: Sólbjörg

Sleggjan það er ekkert í þessum pistli sem stemmir við þínar fullyrðingar, þú verður að lesa sjálfur áður en þú vitnar í greinar.

Sólbjörg, 13.1.2012 kl. 08:54

15 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

En í greininnni stendur

Ísland hafi haldið þeirri afstöðu fram að gera engar breytingar, fyrr en eftir að aðild hafi verið samþykkt, því sé afar mikilvægt að biðja Ísland um að leggja fram áætlun um hvernig öllum kröfum ESB verði mætt frá fyrsta degi aðildar.

ESB er að krefjast þess að við leggjum fram áætlun um breytingar EF við samþykkjum samninginn.

það er ekki aðlögun.

Sleggjan og Hvellurinn, 13.1.2012 kl. 10:01

16 identicon

En smá tilraun til að vera málefnalegur á þessum vettvangi skítkasts, þrákelni og almennra ómálefnalegheita ...

Það er ekkert í þessari margnotuðu tilvitnun sem Páll dregur hér fram sem sýnir fram á að regluverk ESB þurfi að taka upp í heild sinni áður en til aðildar kemur. Hún styður það að ekkert svigrúm sé til að víkja frá regluverkinu þegar til aðildar kemur (sem er vitanlega vatn á myllu ESB-andstæðinga, en þeim virðist ekki nægja það), en til að fá það út úr henni að upptaka á regluverkinu sé eitthvað sem gerist á meðan að aðildarviðræðum stendur þarf maður eiginlega að vera fyrirfram á þeirri skoðun. Samkvæmt orðanna hljóðan eins og þau koma af kúnni er samið um hvenær taka skuli upp einstaka liði regluverksins, en ekkert í þeim segir að sú tímasetning eigi að vera áður en til aðildar kemur.

Svo dregur Sólrún hins vegar fram skjal þar sem stendur beint út að regluverkið er tekið upp eftir aðild ...

23. Aðild felur í sér viðurkenningu á réttindum og skuldbindingum sem fylgja kerfi  Evrópusambandsins og stofnanaramma þess, sem er kallað „regluverk“ Evrópusambandsins. Ísland verður að beita því eins og það er þegar til aðildar kemur.

Hins vegar má vel vera að ESB sé að gera einhverjar kröfur hér og þar um aðlögun hvað varðar einhverja einstaka tæknilega þætti stjórnsýslunnar, eins og Jón Bjarnason kvartaði yfir, en það er alls ekki það sama og sú vænisjúka kenning að við munum þurfa að taka upp allt regluverkið eins og það leggur sig áður en til aðildar kemur, eins og Páll, Guðmundur 2. og fleiri eru að halda fram - fyrir þeirri fullyrðingu hef ég engin gild rök séð hérna. Aðeins fullyrðingarglöð gífuryrði.

Þessi rök mín breyta hins vegar væntanlega engu um afstöðu þeirra sem hér karpa. Allt eins víst að maður fái bara á sig skammaryrði og ómálafnalegar svívirðingar og útúrsnúninga. Ég veit ekki einu sinni af hverju ég er að blanda mér í þetta - þetta er skotgrafahernaður þar sem notast er við stöðluð vopn eins og þessa tilvitnun hans Páls, og menn fara nú ekki að viðurkenna að það vopn sé bitlaust sisvona.

Græðir 2. Grillarason (IP-tala skráð) 13.1.2012 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband