Kosningaríkisstjórn

Breytingar á ríkisstjórn Jóhönnu Sig. hálfu öðru ári fyrir alþingiskosningar eru liður í kosningaundirbúningi stjórnarflokkanna. Formaður Vinstri grænna, Steingrímur J., fær öll atvinnuvegaráðuneytin og hyggst byggja kosningaáætlun flokksins á endurreisn atvinnulífsins á vinstri grænum forsendum.

Foringjakreppa er í Samfylkingunni og Kristrún Heimisdóttir segir Árna Páli fórnað í þágu formennskudrauma Dags B. Eggertssonar sem njóti stuðnings skrifstofu forsætisráðherra.

Vegna foringjakreppu Samfylkingarinnar eru tvö aðalmál flokksins, kvótakerfið og ESB-umsóknin, komin að mestu í hendur Steingríms J. sem er hæstráðandi um málefni atvinnugreinanna. ESB-sinnar binda vonir við að Steingrímur J. sé laumuaðildarsinni og aðlagi stjórnkerfið hratt og vel til að hægt sé að opna samningskafla um landbúnað og sjávarútvegsmál.

Vantraust á stagbætta ríkisstjórn Jóhönnu Sig. myndi sýna hverjir þeir eru sem tilbúnir eru í kosningaferðalag með Samfylkingu og Vinstri grænum.


mbl.is Tími fyrir vantraustsyfirlýsingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var ekki bara sálfhætt, hjá Árna Páli, því ef lög nr. 151/2010 verða feld úr gildi, annað hvort af Hæstarétti í febrúar, eða vegna væntanlegs úrskurðar ESA í apríl, þá eru dagar Árna Páls í pólitík taldir, hvort sem er.Og norræna helfararstjórnin þarf þá öll að segja af sér.Því þessi lög eru búin að skaða bæði heimili landsins og fyrirtæki óbætanlegu tjóni og hörmungum sem alldrei verður hægt að bæta.

En mestu efnahagsmistök Norrænu helfarastjórnarinnar, eru þau að hafa ekki tekið vísitöluna úr sambandi strax eftir Hrun.

Jón Sig. (IP-tala skráð) 31.12.2011 kl. 11:42

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Vantraust á þessa ríkisstjórn er svo sannarlega tímabær.

Það er ekki mögulegt að svíkja kjósendur meir en orðið er. Það er markvisst unnið að því að svíkja öll kosningaloforð við íslendinga á sem mest vanvirðandi hátt.

Þau sem ráða á stjórnarheimilinu eru búin að fyrirgera rétti sínum til að stjórna áfram.

Ekki meir af svona svikastjórn, takk fyrir. Nú er tími Lilju Mósesdóttur til að starta stjórnmálaafli alþýðunnar. Það verður ekki erfitt að safna liði í það afl. Það ætti þjóðin að geta hiklaust sameinast um.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 31.12.2011 kl. 12:00

3 identicon

Þú ert nú meiri brandarakallinn Palli

"endurreisn atvinnulífsins á vinstri grænum forsendum"

SJS og SS verða með tögl og haldir íslensk atvinnulífs í höndum sér og ástandið fer því úr hæggengt í þverstopp

Grímur (IP-tala skráð) 31.12.2011 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband