Forseti rjúfi þing og boði til kosninga

Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. er vanhæf til að fara með vörn Íslands í Icesave-deilunni fyrir EFTA-dómstólnum. Í tvígang hafnaði þjóðin tilraunum ríkisstjórnarinnar að leggja ábyrgð á útlánsreikningum einkabanka á herðar almennings.

Ríkisstjórnin og þeir flokkar sem að henni standa börðust fyrir sömu hagsmunum og eftirlitsstofnun EFTA sem stefnir okkur fyrir EFTA-dómstólinn. Ráðherrar úr Samfylkingu og Vinstri grænum verja pólitíska hagsmuni sína með því að Ísland tapi dómsmálinu. Vanhæfi  ráðherra Jóhönnustjórnarinnar getur ekki verið skýrara.

Ólafur Ragnar Grímsson forseti verður að rjúfa þing og boða til alþingiskosninga. Að undangengnum þingkosningum verður skipuð ný ríkisstjórn með umboð til að verjast í Icesave-málinu.


mbl.is Fyrirsvar heyrir undir utanríkisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek undir þetta, þau eru í raun og veru vanhæf til að fara með málið, því þau eru of tengd því böndum hlutdrægni. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.12.2011 kl. 13:02

2 identicon

Að einhverjir eru svo skini skroppnir að ímynda sér að núverandi stjórnvöld komi til með að verja hagsmuni þjóðarinnar og um leið fremja endanlega sitt pólitíska fjöldasjálfsmorð sem og greiðsluóðra og flokkana sinna, er ein allsherjar tragikómedía.  Frekar má reikna með að hinir sömu tala gegn betri vitund, því að það eru ansi margir bloggrónar sem hafa gert herfilega upp á bak í þessu máli. 

Verst er að formaður Sjálfstæðisflokks og nokkrir attaníossar hans eru á sama báti neð brókargerninginn sem hugnast ekki fullnaðarsigur almennings með forsetann í fararbroddi.  Hann ásamt formanni Framsóknarflokks og InDefence mönnum og síðan lögfræðisérfræðingum eins og prófessor í alþjóðalögum Stefáni Má sem og alvöru sérfræðingum erlendis frá sem hafa reynslu í að taka á málum sem þessum eiga að skipa þá nefnd sem leysir málið í hvaða farveg sem það kemur til með að lenda í.  Kemur ekki til greina að núverandi valdafúskarar sem og framámenn Sjalla verði í sama landi og sú vinna fer fram hver sem hún verður. 

Skemmtilegt að sjá mannvitsbrekkur 1.8% NEI manna velja sig hafa unnið einhvern fullnaðarsigur vegna þess að ESA hefur ákveðið að vísa málinu til EFTA dómstólsins.  Það lá strax fyrir þar sem forstjóri ESA lýsti því strax yfir í upphafi deilunnar að málið færi þangað og myndi tapast fyrir íslendinga á því að það væri lögboðin ríkisábyrgð á öllum Icesave reikningum í gegnum Tryggingarsjóð innistæðu og fjármagnseigenda.  ESB viðurkenndi síðar að svo mátti ekki vera samkvæmt EES/ESB löggjöfum.  Niðurstað EFTA dómstólsins skiptir ekki nokkru máli fyrir okkur frekar en Breta og Hollendinga, heldur einungis lýsir skoðun hagsmunaaðilans ESB sem á gríðalega mikið undir því að við töpum.  Enda vita allir sem eitthvað vilja vita að Icesave og ESB er sín hvor hliðin á sama peningnum, - eins og fjölmargir foráðamenn ESB hafa sagt.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 19.12.2011 kl. 13:25

3 identicon

ég skora á jóhönnustjórnina að skipa nú þegar alla helstu lögmenn Indefence hópsins og fleiri icesave andstæðinga sem verjendur í icesave-málinu.

páll er ekki öruggt að þeir vilja allir mjög ákaft taka við starfinu? tékkaðu á því.

fridrik indridason (IP-tala skráð) 19.12.2011 kl. 16:35

4 Smámynd: Gústaf Níelsson

Þú átt að vita það Páll að forseti Íslands getur ekki haft neitt frumkvæði að því að rjúfa þing og boða til kosninga. Sæmilega lesnir menn eiga ekki að dreifa svona delluhugmyndum; einhverjir gætu lagt trúnað á þær.

Gústaf Níelsson, 19.12.2011 kl. 18:25

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hvað með 20 greinina? 

20. gr. Forseti lýðveldisins veitir þau embætti, er lög mæla.
Engan má skipa embættismann, nema hann hafi íslenskan ríkisborgararétt. Embættismaður hver skal vinna eið eða drengskaparheit að stjórnarskránni.
Forseti getur vikið þeim frá embætti, er hann hefur veitt það.
Forseti getur flutt embættismenn úr einu embætti í annað, enda missi þeir einskis í af embættistekjum sínum, og sé þeim veittur kostur á að kjósa um embættaskiptin eða lausn frá embætti með lögmæltum eftirlaunum eða lögmæltum ellistyrk.
Ekki er ég nú lögfróð manneskja, en þarna stendur að forseti geti vikið þeim frá embætti sem hann hefur veitt það.  'Eg veit ekki betur en forseti veiti ríkisstjórnum umboð til stjórnarmyndunar, og setur einstaka ráðherra inn í embætti. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.12.2011 kl. 20:28

6 Smámynd: Gústaf Níelsson

Og þú Ásthildur mín, greinilega leggur trúnað á delluhugmyndirnar. Þú ættir að skammast þín Páll fyrir að blekkja einfeldninga, eins og Ásthildi, og trúlega marga fleiri.

Gústaf Níelsson, 20.12.2011 kl. 00:55

7 identicon

Er nú þingrofsrétturinn kominn til Bessastaða??

vigfús (IP-tala skráð) 20.12.2011 kl. 09:39

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ef þú hefur ekkert betra fram að færa en að tala niður til fólks Gústaf ættirðu að hafa í huga ágætis máltæki; Hafirðu ekkert gott um aðra að segja ættirðu heldur að þegja. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.12.2011 kl. 11:53

9 Smámynd: Elle_

InDefence-menn vildu semja þó og persónulega vil ég þá ekki.  Það voru alltaf helstu rök okkar okkar andstæðinga kúgunarsamningsins gegn ICESAVE-STJÓRNINNI og öðrum JÁ-mönnum að maður semur ekki um kúgun og lögleysu.   Það má ekki nota neinn sem vill semja um ólögvarða kröfu.

Elle_, 20.12.2011 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband