Láglaunastörf flutt til útlanda

Íslensk verslun er rekin með 200 prósent álagningu og skapar láglaunastörf í einn stað og í annan stað offjárfestingu og bruðl eigenda sinna. Tímabært er að flytja láglaunastörfin til útlanda með því að stuðla að aukinni netverslun.

Netverslun brýtur niður fákeppnina sem viðgengst í verslun hér á landi og eykur samkeppnina til hagsbóta fyrir neytendur.

Mannafli og fjármagn sem núna er bundið í verslun væri betur nýtt á öðrum sviðum efnahagskerfisins, s.s framleiðslustörfum.

 


mbl.is Íslendingar panta jólagjafirnar á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til þess þarf að einfalda og bæta þjónustuna í tollinum.

Hefur það einhvern tíman gerst að skattkerfi og regluverk sé einfaldað undir stjórn krata?  Einu sinni?

jonasgeir (IP-tala skráð) 17.12.2011 kl. 15:54

2 Smámynd: Alfreð K

Algjörlega sammála.  Það þarf að einfalda verulega alla tollumsýslu:

*  Fella niður til dæmis öll svokölluð „vörugjöld‟ sem hvergi er getið í tollskránni (en þarf samt að greiða!) og eru í raun bara viðbótartollur (og því partur af áratuga ljótum blekkingarleik).

*  Einfalda útreikninga, reikna t.d. toll, önnur aukagjöld og VSK hvert í sínu lagi og leggja svo saman en EKKI reikna fyrst toll og svo VSK af vöruverði og tolli (margfeldisáhrif — annar ljótur blekkingarleikur).

*  Gera tollskýrslugerð mannvænni en hún er, það er enn verið að nota sömu torræðu og þunglamalegu eyðublöðin og notuð voru fyrir 30 árum (ef ekki lengra síðan, ég man sjálfur ekki lengra til baka), stilla verð á svokölluðu tollmeðferðargjaldi í hóf og láta flutningsmiðlara ekki komast upp með að rukka 3-4 þús. fyrir svokallaða tollskýrslugerð, alla vega ekki þegar um bara einn eða örfáa tollflokka er að ræða.

Svo vitna ég í einn frægan krata sem sagði í útvarpinu fyrir ekki svo löngu að íslenska tollskráin (sem er í raun aðeins eftirmynd þeirrar stóru frá Brussel) væri „sjúklegt plagg‟ og eitthvað um „hundrað manns væru í vinnu við þá ÞVÆLU,‟ eins og hann kallaði það.  Takk fyrir.

Alfreð K, 19.12.2011 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband