Ólafur Ragnar þarf að ljúka verkinu

Ólafur Ragnar Grímsson forseti tók verulega pólitíska áhættu þegar hann setti Icesave í tvígang í þjóðaratkvæðagreiðslu í beinni andstöðu við ríkisstjórnina sem vildi leggja skuldir einkabanka á herðar almennings.

Ólafur Ragnar reyndist snjallasti talsmaður Íslands í eftirhruninu og sem málsvari Icesave-neitunar þjóðarinnar var hann ómetanlegur. Daður hans við útrásarauðmenn og misráðið bandalag við Jón Ásgeir og Samfylkinguna um andstöðu við fjölmiðlalögu 2004 var mikið til fyrirgefið.

Ólafur Ragnar ber ábyrgð á sitjandi ríkisstjórn, hann bjó til starfsstjórn Jóhönnu Sig. sem var jafn ágæt og þingkjörna stjórnin er ömurleg. 

Ólafur Ragnar er á góðri leið að endurreisa sitt eigið orðspor um leið og hann eykur sjálfstraust þjóðarinnar. Við næstu þingkosningar er nauðsynlegt að hafa á Bessastöðum mann sem er eldri en tvævetur í pólitík.

Þjóðin þarf á Ólafi Ragnari að halda í eitt kjörtímabili í viðbót. 


mbl.is Ekki enn gert upp hug sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allavega er lífsnuðsynlegt að hafa hann fram yfir næstu kosningar í þeirri von að það verði kosið fólk sem hefur eitthvað meira til brunns að bera en hreinan óvitaskap eins og núverarndi stjórnvöld. 

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 13.12.2011 kl. 08:25

2 Smámynd: Sólbjörg

Tek heilshugar undir með ykkur báðum að við verðum að hafa Ólaf í eitt kjörtímabil í víðbót. Tek engan sjéns á að treysta öðrum en Ólafi miðað við hve hart er vegið að sjálfstæði Íslands úr öllum áttum og innan frá.

Sólbjörg, 13.12.2011 kl. 12:39

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Já, ég vil allavega hafa Dorrit á Bessatöðum enn eitt kjörtímabil. Það er sko kona í krapinu. Sáu menn hugrekkið þegar hún gekk óhrædd á móti Austurvallarskrílnum meðan Steingrímur skaust eins og rotta á bak við hina þingmennina inn um bakdyrnar á þinghúsinu?

Halldór Jónsson, 14.12.2011 kl. 20:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband