Depurð í ESB, bjartsýni á Íslandi

Evruland er í helgreipum stjórnmálaelítu sem hvorki kann að stjórna né að leiða fram lýðræðislegan vilja þjóðríkjanna 17 sem eiga samstarf um evruna. Reynslan í Grikklandi og Ítalínu sýndi að endastöð evru-samstarfsins var náð, tíu árum eftir að mishepnnaði gjaldmiðillinn var kynntur til sögunnar.

Í stað þess að kannast við mistökin og lágmarka skaðann forhertist Brusselvaldið og setti tvo tæknikrata úr stóði embættismanna með ESB-reynslu yfir fullvalda þjóðríki Ítalíu og Grikklands.

Tæknikratar kaupa tíma í mesta lagi. Skriftin er á veggnum og allir nema ólæsir kunna að ráða í hana. Þess vegna ríkir svartsýni í evrulandi þar sem hvorttveggja er ónýtt efnahagskrefið og stjórnmálakerfið. Hér á Íslandi er hörmungin takmörkuð við stjórnmálakerfið og við stöndum (enn) utan Evrópusambandsins.  Af því leiðir erum við bjartsýn.


mbl.is Svartsýnir Evrópubúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn J Þorsteinsson

Tad er afar skritid ad sja hina ymsu adila hlakka yfir ad evran a i erfidleikum,eg hreinlega neita ad trua tvi ad mikill hluti Islendinga geri ser ekki grein fyrir ad tad hefur natturulega geisilegar afleidingar her a landi ef evropusambandid molast sundur,er ekki milli 60 og 80% af okkar utflutningi til Evropubandalagsins,hvert ætli bjartsinin færi ta hja Landanum

Þorsteinn J Þorsteinsson, 30.11.2011 kl. 15:57

2 identicon

Skipting gjaldmiðla útflutningstekna Íslands er þessi.:

37% Bandaríkjadollarar

27% Evrur

14% Pund

7% Danskar krónur

6% Norskar krónur

4% Sænskar krónur

5% Aðrar myntir

100% Samtals

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 30.11.2011 kl. 17:54

3 identicon

Þorsteinn, það hlakkar ekki í neinum. Hins vegar eru sumir nægjanlega vitrir að átta sig á að það er rugl að reyna að blása lífi í eitthvað sem er orðið að múmíu.

Björn (IP-tala skráð) 1.12.2011 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband