Grátur og gnístran tanna ESB-sinna

,,Evrópusambandsaðild – flótti úr einu brennandi húsi í annað?" er yfirskriftin á hádegisfundi ESB-sinna á Akureyri í dag. Frummælandi er Benedikt Jóhannesson höfundur ,,sammála-herferðarinnar" fyrir Samfylkinguna við síðustu kosningar en annars skráður félagi í Sjálfstæðisflokknum.

Benedikt grátbað flokksfélaga sína á landsfundi Sjálfstæðisflokksins að samþykkja tillögu Björns Bjarnasonar um að gera hlé á viðræðum við Evrópusambandið um aðild Íslands og hefja þær ekki á ný fyrr en þjóðin hefði samþykkti það í allsherjaratkvæðagreiðslu.

Grínið í fyrirsögninni er að William Hauge utanríkisráherra Bretlands setti fram þá kenningu fyrir áratug, þegar evrunni var hleypt af stokkunum, að evru-samstarfið væri eins og að er í brennandi húsi og allar dyr læstar.

Benedikt lýtur svo á Ísland sé líka brennandi hús en þar skjöplast honum, eins og Daniel Hannan bendir á: Ísland er fyrirmyndarríki í efnahagsmálum í samanburði við evruland.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Páll; jafnan !

Þó svo; allt sé satt og rétt, um hinn brennandi kofa Evrópusambandsins - og þeim Benedikt Jóhannessyni, hinum grátgjarna hlaupagikk íslenzkra ESB sinna veitti ekki af, all nokkrum vasaklútum, þessa dagana, að þá geta hvorki Daniel Hannan; né nokkur annarra hrósað gjörónýtu stjórnar farinu, hér heima á Íslandi.

Full mikið; vel í lagt, hjá Daniel, í þeirri lýsingu, sýnist mér.

En; fagnaðarefni yrði það eitt, lognaðist 1000 ára ríki ESB samsteyp unnar út af, svo sannarlega - hið allra fyrsta.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.11.2011 kl. 12:28

2 identicon

Fjármálaséní þjóðarinnar Össur skarpi fullyrðir að best er að kaupa hús þegar það er alelda.  Það sé svo traustvekjandi útávið fyrir húseigandann.

Hvað leyfir ykkur að efast um snilld fjármálasénísins..??  

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 25.11.2011 kl. 13:12

3 identicon

Guðmundur 2. Gunnarsson þú ert óbornanlegur

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 25.11.2011 kl. 14:14

4 identicon

óborganlegur átti þetta að vera

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 25.11.2011 kl. 14:14

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þarf frekari vitnanna við? Gamli Goldman Sacks crony-inn með smá Freudean slip. Fall Evrunnar, setur "samþættingu" bandalagsins í uppnám. Það er helsta áhyggjuefnið. "Samþætting" er skemmtilega sykurhúðað orðtak yfir upprætingu þjóðríkjanna og sameiningu Evrópu undir USE fánann störnumprýdda.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.11.2011 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband