ESB-sinnar kysstu vöndinn

Aðildarsinnarnir Benedikt Jóhannesson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir komu í ræðustól á landsfundi Sjálfstæðisflokksins og grátbáðu fundarmenn að samþykkja tillögu Björns Bjarnasonar um að hlé yrði gert á viðræðum við Evrópusambandið og þeim ekki haldið áfram nema þjóðin samþykki í allsherjaratkvæðagreiðslu.

Benedikt, sem fer fyrir Sjálfstæðum Evrópumönnum, mætti drýgindalegur á landsfundinn með tillögur um að formenn allra flokka kæmu sér saman framhald aðlögunarviðræðna við ESB. Í utanríkisnefnd flokksins var hörð andstaða gegn því að halda ferlinu áram.

ESB-sinnar keyptu heilsíðuauglýsingu og skoðanakönnun til að hafa áhrif á landsfundinn. Í heilsíðuauglýsingunni var aðalatriðið að gera lítið úr undirskriftasöfnunni skynsemi.is þar sem farið er fram á að alþingi leggi aðildarumsóknina til hliðar:NÁKVÆMLEGA ÞAÐ SAMA OG ESB-SINNAR BÁÐU LANDSFUNDINN AÐ SAMÞYKKJA.

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins sýndi að málstaður ESB-sinna á Íslandi er málefnaleg ruslahrúga.

 


mbl.is Harðlínuöfl ofan á
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband