Kínverski kommúnistaflokkurinn eignast ekki hlut í Íslandi

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sendir skýr skilaboð til erlendra ríkja og leppa á þeirra vegum: Ísland er ekki falt - jafnvel ekki þótt landsölulið samfylkingarfólks sitji í ríkisstjórn. Tilboð kínverska auðmannsins Huang Nubo í Grímsstaði á Fjöllum voru ekki venjuleg viðskipti heldur tilraun til að kaupa prósentuhlut af Íslandi.

Ögmundur Jónasson stendur í lappirnar og hafnar erindi auðmannsins sem jafnframt er félagi í kínverska kommúnistaflokknum. Ljóðelska auðmannsins dregur ekki fjöður yfir þá staðreynd að kaupin eru ríma við útþenslu kínverskra hagsmuna á sérhverju byggðu bóli jarðkringlunnar.

Einar Þveræingur varaði Íslendinga við á 11. öld að gefa frá sér Grímsey til Ólafs digra Noregskonungs. Ögmundur Jónasson veit að Grímsstaðir á Fjöllum og landflæmi jarðarinnar er herfræðilega mikilvægt og tóku einu réttu ákvörðunina í málinu. 


mbl.is Beiðni Huangs synjað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Menn geta auðvitað haft sína skoðun á þessu. En að þetta land sé "herfræðilega mikilvægt" þykir mér nú ansi ævintýrakenndur málflutningur. Það gæti að vísu verið það ef ætlunin væri að berjast við Austfirðinga en ég leyfi mér að efast um að það sé ætlun þessa manns.

Og jafnvel þótt landið væri herfræðilega mikilvægt í alþjóðasamhengi, sem allir vita að það er ekki, hvaða máli myndi það þá skipta? Dettur mönnum í alvöru í hug að maðurinn færi að byggja upp herstöð á landi sem hann ætti í sameign með íslenska ríkinu?

Þorsteinn Siglaugsson, 25.11.2011 kl. 15:42

2 identicon

Þú meinar þá Páll að hann hafi viljað kaupa landið af því að það er herfræðilega mikilvægt.  Nú held ég að þú verðir að skíra nánar.

Eru Kínverjar að fara að gera árás á okkur ??

Brynjar (IP-tala skráð) 25.11.2011 kl. 15:45

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Páll, þú ert algjörlega úti á túni í þessu máli. Hlægilegur málflutningur.

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.11.2011 kl. 16:03

4 identicon

Vel mælt Páll og hverju orði sannara!

Jón Gunnar Benjamínsson (IP-tala skráð) 25.11.2011 kl. 16:07

5 Smámynd: Friðrik Friðriksson

"herfræðilega mikilvægt"...þetta er svo hlægilegur málflutningur hjá þér Páll

Friðrik Friðriksson, 25.11.2011 kl. 16:11

6 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ég er sammála þér Páll, Kínverski kommúnistaflokkurinn hefur ekkert upp á dekk að gera hér á Fróni.

Ætli Íslendingur eða nokkur annar fengi að kaupa landskika í Kína? Það stórefast ég um.

Aldrei þessu vant þá er ég sammála Ögmundi Jónassyni og færi honum þakkir fyrir að standa í fæturna í þessu máli.

Tómas Ibsen Halldórsson, 25.11.2011 kl. 16:24

7 identicon

Flott hjá Ögmundi. Dapurlegt hve mörgum þykir hlægilegt að fara að lögum.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 25.11.2011 kl. 16:57

8 identicon

Vanvirða og ræfilsháttur Ögmundar á sér engan líkan og ber honum að segja af sér tafarlaust.  Þetta er ógeðfellt og mun skaða orðspor okkar.  Erlendir fjárfestar koma til með að sniðganga land okkar og þá er það á hreinu að gjörðir Ögmundar valda óbætanlegum skaða.  Ögmund ber að draga til ábyrgðar fyrir þessa vanhæfni og aumingjaskap, slíkt er hið eina rétta.  Að voga sér að tala  um að útrásarvíkingar séu glæpahundar, Ögmundur er feti neðar en þeir menn

Baldur (IP-tala skráð) 25.11.2011 kl. 17:01

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ekki nema feti Baldur? Það er ágætlega sloppið finnst mér. Hvað með Kínverska útrásarvíkinginn? Áttu einhverja hæðartölu fyrir hann miðað við sjávarmál?

Jón Steinar Ragnarsson, 25.11.2011 kl. 17:08

10 identicon

Það er eitt sem mig langar að forvitnast um varðandi þetta mál.  Ef t.d. Fransmaður eða Grikki hefði sömu áform og Nubo, hefðu þeir fengið að kaupa þetta land án nokkurra vandkvæða vegna þess að um hefði verið að ræða ríkisborgara frá ESB ríki.  Er þetta réttur skilningur hjá mér?

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 25.11.2011 kl. 17:15

11 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Staðsetning Íslands er á miðju norður Atlandshafsins og mjög svo

mikilvægt fyrir siglingar og fleira á þessum slóðum bæði í lofti og

á legi enda er konin fyrir nokkru fyrirspurn frá Kína um kaup á vatni

á Langaness svæðinu með byggingu hafnar þar fyrir tankskip. Vatn

flut til Kína í tankskipum ????

Leifur Þorsteinsson, 25.11.2011 kl. 17:21

12 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Elín Sigurðardóttir, það er undanþágumöguleiki í lögunum. Hann á að nýta þegar við á. Engin hefur sagt klárt og kvitt hvað sé svona hættulegt við söluna til Nupo. Bara ímyndanir og getgátur út í loftið.

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.11.2011 kl. 17:28

13 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Leifur, Nupo var tilbúinn að afsala sér öllum auðlindaréttindum, þ.m.t. vatnsréttindum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.11.2011 kl. 17:30

14 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Gunnar Th; Ögmundur segir klárlega að salan hefði brotið í bága við íslensk lög og reglugerðir.Umsóknin var um undanþágu og undanþágur frá lögum á ekki að veita þegar hægðarleikur er að fylgja þeim.

Er eitthvað annað sem skiptir máli? -

Svanur Gísli Þorkelsson, 25.11.2011 kl. 17:53

15 identicon

Er ekki best að samfó slíti stjórnarsamstarfinu og myndi hrunstjórnina aftur með íhaldinu, þá eru allir ánægðir þar á bæ. Ótrúlega skrítið hvar er mikið gert úr þessu smámáli, ákvörðunin er tekin af réttum og til þess bæru ráðuneyti. Er ekki Össur á fullu að semja um að koma okkur í RSB og ætti þá ekki að láta steyta á því og slíta þessu samstarfi vegna afstöðu VG til þess máls? Samfó hagar sér mjög sérkennilega í málinu, hótuðu áður en niðurstaða lág fyrir.

Sigfinnur Þór (IP-tala skráð) 25.11.2011 kl. 17:57

16 identicon

Það versta sem gat komið fyrir íslenska Social Democrata, eða Jafnaðarmannaflokkinn, var að fá varginn Ingibjörgu Sólrúnu upp á dekk. Hún eyðilagði flokkinn með sínu egói og daðri við auðmenn og drullusokka. Nú virðist þetta Huangs rugl runnið undan hennar rifjun + eiginmannsins. Ingibjörg Sólrún er að verða sami erfiði bagginn á samfélaginu og Davíð Oddsson og Ólafur Ragnar.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.11.2011 kl. 18:44

17 identicon

Ég verð nú eiginlega að taka undir með honum Páli.  Það var vel til fundið hjá Ögmundi að koma í veg fyrir að kínverjar reistu hér herstöð.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 25.11.2011 kl. 19:50

18 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Málið á að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu, skoðanakönnun hér

Ögmundur sjálfur hefur ljáð máls á því: http://mbl.is/frettir/innlent/2011/09/15/grimsstadamalid_i_kosningu/

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.11.2011 kl. 20:04

19 Smámynd: Elle_

Ögmundur gerði hárrétt í málinu.  Það er landsöluflokkur Jóhönnu sem er VANHÆFUR þó þau haldi sig geta sakað Ögmund um það.  Þau vita ekki hvað er vanhæfur, enda ekki von.  

Elle_, 25.11.2011 kl. 22:29

20 identicon

Langar eitthvert ykkar til að kaupa lúxusgistingu á Grímsstöðum, nota fyrirhugaða flugvöllinn þar, fara þangað í golf og útreiðartúra eða fjárfesta í þessu stórfyrirtæki? Huang starfaði í næstum áratug sem deildarstjóri áróðursmála hjá kínverska kommúnistaflokknum, ef það hjálpar einhverjum að hoppa á hlutabréfin hans. Forseti fyrirtækisins heitir Jiao Qing Won. Þegar ég googlaði hann, komu mest upp myndir af pandabjörnum. Í þessu máli verð ég víst að taka undir með Páli.

Sigurður (IP-tala skráð) 25.11.2011 kl. 23:58

21 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sigurður, markhópur Huang Nupo er ekki Íslendingar heldur Kínverjar. Mér skilst að það sé nokkuð stór markhópur.

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.11.2011 kl. 04:09

22 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þetta er túndra og hefur áreiðanlega ekkert hernaðarlegt gildi.

Annars er mér alveg hulið hvers vegna maðurinn vill borga 10 millj. dollara fyrir þetta nánast gagnslausa land.

Baldur Fjölnisson, 26.11.2011 kl. 04:49

23 Smámynd: Benedikta E

Jóhönnu ógnarstjórnin er ekki bara vanhæf - hún er óhæf og stórhættuleg landi og þjóð - burt með hana ekki seinna en - STRAX -!

Benedikta E, 26.11.2011 kl. 09:49

24 Smámynd: Elle_

> - - - hulið hvers vegna maðurinn vill borga 10 millj. dollara fyrir þetta nánast gagnslausa land.<

Landið er ekki gagnlaust, heldur þvert á móti.  Og eins og Leifur lýsti að ofan.  Það er einmitt þessi hugsun sem gerir Jóhönnu og Össur og aðra landsölumenn svo hættulega landinu og fullveldinu.  Þau meta allt íslenskt og landið líka, vita gagnlaust og ómerkilegt.  

Elle_, 26.11.2011 kl. 14:50

25 identicon

Allir virðast fordæma hann vegna skorts á erlendri fjárfestingu í landinu sem hann á að hafa eyðilagt en samt er okkar smáa 300þ manna þjóð með 1% framleiðslu af öllu áli í heiminum, 0,2% af öllum fisk í heiminum og 580þ erlenda ferðamenn á þessu ári.... Hvar á þetta rugl að enda???

Daníel Þór Magnússon (IP-tala skráð) 26.11.2011 kl. 17:11

26 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Eins dauði er annars brauð.  Kínverjinn tapaði en hver græðir á þessari ákvörðun Ögmundar?  Með því að takmarka aðgang útlendinga að íslenskum eignum er verið að bæta aðstöðu ákveðins hóps til eignakaupa á Íslandi.  Jón Baldvin hitti naglann á höfuðið í viðtali við FT í dag.  Fyrrverandi bestu vinir ÓRG skála líklega hljóðlega í  kampavíni fyrir Ögmundi í dag. Hinn kapítalíski heimur er sem fyrr óútreiknanlegur og á endanum kemur hann alltaf á óvart.

Andri Geir Arinbjarnarson, 26.11.2011 kl. 21:32

27 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Elle_Ericson, þetta hörmungarland hefur borið eitthvað 100-200 rollur í gegnum tíðina og stórefa ég að vatn af viti sé þar að hafa. Þess vegna skil ég ekki þetta háa verð, nema eitthvað búi að baki svo sem tilraun til að skapa fordæmi fyrir verði á miklu betra landi annars staðar á landinu.

Baldur Fjölnisson, 28.11.2011 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband