Fjármálaskelfingin í Reykjanesbæ

Spilling stjórnmálamanna í auðmannaleik skilur eftir sig sviðna jörð í Reykjanesbæ. Pólitískt, siðferðislegt og fjármálalegt gjaldþrot Reykjanesbæjar ætti að vera skyldukúrs allra sem koma nálægt fjármálum sveitarfélaga.

Hér er stutt athugasemd frá Eysteini Eyjólfssyni um síðustu vendingar í HS-Orku-málinu sem bæjaryfirvöld bröskuðu með á tímum útrásar.

Íslenska ríkið greiddi alls 1.230 milljónir fyrir landið. Af því ganga um 900 milljónir upp í ógreidda skattaskuld Reykjanesbæjar, fjármagnstekjuskatt sem bærinn skuldar vegna sölu hlutar síns í HS Orku árið 2009. Eftir standa þó enn um 900 milljónir sem eru ógreiddar af fjármagnstekjuskattinum vegna sölunnar og bærinn skuldar ríkinu.

Þá kom fram að samkvæmt 3ja ára áætlun Reykjanesbæjar fyrir árin 2012-2014 var gert ráð fyrir að bærinn fengi 1,8 milljarð fyrir landið og auðlindirnar í landi Kalmannstjarnar og Junkaragerðis. Í framhaldi má geta þess að Reykjanesbær hefur fengið um 30 milljónir í afgjald í bæjarsjóð árlega í leigu fyrir nýtingu HS Orku á auðlindum jarðanna.

Þá kom einnig fram í máli bæjarstjóra að Reykjanesbær skuldar HS Orku enn 490 milljónir vegna kaupa á jörðunum í landi Kalmanstjarnar og Junkaragerðis – þessum sömu og verið var að selja ríkinu - þessar 490 milljónir eigum við að greiða árið 2017 samkvæmt bæjarstjóra.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Árni Johnsen talaði svo á Alþingi, að þessar eignir væru fjögurra milljarða króna virði. Margt bendir til, að þarna hafi lánardrottinn freistast til að láta kné fylgja kviði í nauðungarsamningum við skuldara, hvort sem ríkisstjórnin níddist eins svaðalega á íbúum Reykjanesbæjar og Árni heldur. Brask íhaldsins í bænum er síðan rót vandans. Þeim fækkar ört flokkunum, sem íbúar þar syðra hafa ástæðu til að kjósa.

Sigurður (IP-tala skráð) 25.11.2011 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband