Stjórnmálaforingi á lausu

Hanna Birna Kristjánsdóttir er stjórnmálamaður með framtíðina fyrir sér. Það var rétt hjá henni að fara fram gegn Bjarna Benediktssyni. Útfærslan á framboðinu misheppnaðist, að hluta vegna þess hve seint það kom fram og svo hitt að Hanna Birna hefði átt að gera meiri pólitískan ágreining við Bjarna en hún gerði.

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins stóð ekki fyrir uppgjöri við hrunkvöðla flokksins, heldur valdi þá leið að sópa óþægilegum atriðum undir teppið.

Fyrr en varir geta þær aðstæður skapast að nauðsyn er á nýju stjórnmálaafli og það er auðveldara að ráðast í slíkt fyrirtæki þegar stjórnmálaforingi er á lausu.


mbl.is Mín pólitíska framtíð óráðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Össur og Árni geta örugglega fundið eitthvað handa henni.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 17:20

2 identicon

Páll Vilhjálmsson, mafían sér til þess að kona kemst aldrei til metorða innan hennar !

Það er merkilegt með konur að þær vilja alls ekki konur til valda !!!

,,Össur og Árni geta örugglega fundið eitthvað handa henni.

Elín Sigurðardóttir "

JR (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 17:27

3 identicon

Hanna Birna  á bara að bjóða sig fram til næstu alþingiskostninga  á eigin vegum

Þannig er hægt að kenna þessum flokk sem hún hefur verið að vinna fyrir...að fólk kýs framvegis ábyggilega einstaklinga en ekki  samansafn af drullusokkum sem viðurkenna ekki mistök sýn....með þessari niðurstöðu voru Sjálfstæðismenn að drulla upp á bak!!  Kanski að þeir fatti það í næstu kostningu

GeiriMar (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 17:51

4 identicon

Ekki vera svona hnugginn JR. Össur sér um sína.

http://www.visir.is/ossur-maelti-med-ingibjorgu-solrunu-og-arna-mathiesen/article/2010881997566

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 18:01

5 identicon

Lélegt hjá móðurflokki íslenskra stjórnmála. 

Hefðu þurft að sýna virkilega að þeir kæmu með nýja vendi.  Annars mjótt á munum.  Engin skaði fyrir Hönnu geri ég ráð fyrir.

jonasgeir (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 18:30

6 identicon

Ég er óflokksbundinn ( það þýðir að þá hlýturðu að vera annað hvort í Samf. eða VG.) hér voru Sjálfstæðismenn " ekki konur " að glutra niður tækifæri til að hugsanlega að ná til óflokksbundnra kjósenda með mjög frambærilega konu án þess að vera fædd með með silfur skeið í munninum. Hvarflaði aldrey að mér að hún næði kjöri eftir að flokksvélin færi í gang með brandarakallinn DO í fararbroddi.

Sigurður Bjarnason (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 18:30

7 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þetta er nú sú vitlausasta umræða sem ég hef heyrt. Hanna Birna fékk glimrandi kosningu. Og hún stendur sterkari eftir. En hún var ekki að bjóða sig fram til formanns Reykjavíkur heldur alls landsins.

Landsbyggðin hefur ekki gleymt hve glaðbeitt HB kynnti fleiri þúsund manna byggð á flugvellinum sem tengir landsbyggðina við höfuðborg landsins. Hefði hún komið fyrr fram og sagt það sem hún síðar sagði um flugvöllinn, Icesave o.fl hefði hún kannsi haft það.

En eins og flest annað í pólitík er þetta allt saman háð réttri tímasetningu.

Ragnhildur Kolka, 20.11.2011 kl. 18:33

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Páll, ef til vill ætti fyrirsögnin "stjórnmálastefna á lausu" betur við?

Kolbrún Hilmars, 20.11.2011 kl. 18:57

9 Smámynd: Alfreð K

Ég var að velta fyrir mér, verða ekki fleiri landsfundir fram að kosningum?  Getur hún ekki bara flengt Bjarna næst?  Það er enn þá 523 daga bið eftir að komast að stjórnarráðinu.

Annars er ég sammála Páli að hún kom fram með framboðið sitt allt of seint og allt of lítið var vitað um afstöðu hennar í ýmsum málum.

Alfreð K, 20.11.2011 kl. 19:09

10 identicon

Sæll Páll.

1. Einhver sgaði einhver tímann eitthvað á þessa leið:

"Það sem helst hann varast vann, varð að koma yfir hann."

Mörgum sinnum, og með réttu, hefur verið harkalega gagnrýnt og gert grín að þeirri áráttu ESB að láta endurtaka kosningar,sem tapast hafa, aftur og aftur þar til "rétt og ásættanleg" niðurstaða fæst. Nú hafa í dag helstu gagnrýnendur fyrrgreindra starfshátta ESB hjá Sjálfstæðisflokknum fallið í samskonar forarpytt. Hafi þeir skömm fyrir.

Augljóslega er ég að vísa til endurteknu "atkvæðagreiðslunnar" á tillögu Tomasar Inga Olrich á landsfundinum í dag. Enda var "utanríkisráðherrann Össur" himinlifandi með þessa afgreiðslu í sjónvarpinu í kvöld.

2. Í mínum huga er kristaltært, því miður, að talsmönnum Sjálfstæðisflokksins verður ekki treystandi til þess að berjast af einurð gegn "innlimunni" í ESB, ekki frekar en VG. Í þessu sjálfstæðismáli Íslands er ekki treystandi talsmönnum með tungur tvær til að varðveita sjálfstæði Íslands og óskoraðað fullveldi landsins.

3. Ég spyr?

Er ekkert stjórnmálaafl á Íslandi í dag sem hefur dug, þor og einurð til að segja hreint út, og standa við það,..

"það er forgangsatriði að hætta STRAX aðildarviðræðum þjóðarinnar við ESB. Hagsmunir þjóðarinnar eru algjört sjálfstæði og óskorað fullveldi á öllum sviðum, eins og framfarasókn þjóðarinnar hefur augljóslega sýnt frá miðri síðustu öld"

4. Ég skammast mín fyrir þessa aumu niðurstöðu og moðsuðu í þessu stærsta hagsmunamáli þjóðarinnar á landsfundinum í dag.

Kveðja.

Guðm. R. Ingvason

Guðm. R. Ingvason (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 21:42

11 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Ragnhildur Kolka, ég er alveg sammála þér með það, að landsbyggðin hafnaði Hönnu Birnu. En hún sagði ekkert í þessu viðtali um flugvöllinn annað en það að hún sæi hann fyrir sér í Reykjavík. Hún nefndi Vatnsmýrina ekki einu orði. Hólmsheiðin er nefnilega líka í Reykjavík.

Sigríður Jósefsdóttir, 20.11.2011 kl. 23:37

12 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

     Ég minnist pistils sem Páll skrifaði,    fyrir mig minnir nokkrum mánuðum, að Sigmundur Davíð og Framsóknarflokkurinn ætti möguleika á að verða forystuflokkur stjórnarandstöðunnar. Í mínum huga er hann það,hlustið á manninn,hann þarf ekkert að brýna raustina,það sem hann segir hefur hingað til verið pottþétt andstaða gegn öllu Icesave og ESB-rugli. Sama er mér þótt hann sé gamall 4-flokkur,þeir eru ekki í svo háum söðli hinir,sem skipt hafa um nafn ótal sinnum.    

Helga Kristjánsdóttir, 20.11.2011 kl. 23:53

13 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það má að mörgu leyti segja að því mður ákvað Hanna Birna að fara fram nú.  Með þeim fyrirvara að ég bý erlendis og hef því engin tök á því að meta styrk forystumanna Sjálfstæðisflokksins á eigin spýtur, þá finnst mér blasa við að Hanna Birna fór of snemma af stað.

Bæði Bjarni og Hanna Birna eru ágætlega frambærileg til þess að veita Sjálfstæðisflokknum forystu, ef til vill var forystuhlutverkinu þrýst á Bjarna (út af óeðlileglegum kringumstæðum) of snemma, og sömuleiðis Hönnu Birnu ýtt í baráttunia án þess að hún hafi náð að þroska forystuhæfileika sína til fullnustu.

Forystumenn Sjálfstæðisflokksins eiga ekki og meiga helst ekki vera einnota.  Þess vegna var rökrétt að gefa Bjarna tækifæri til þess að halda áfram.  Það er að mínu mati helsta vanmat Hönnu Birnu á stöðunni.  Það varð henni að falli.

Sigur Bjarna skilar honum sterkari en áður, Hanna Birna er vissulega löskuð en hve mikið það verður byggis fyrst og fremst á henni sjálfri og viðbrögðum hennar við tapinu.

G. Tómas Gunnarsson, 21.11.2011 kl. 00:11

14 identicon

Sammála Ragnhildi Kolka um Hönnun Birnu og landsmálin ...en lika mjög hissa að HB kynni sig sem sjálfstæðiskonu ...sem er greinilega Samfylkingar ...og hefði á morgun verið komin i samninga viðræður við Jóhönnu Sig  .sem vantar að losna við Steingrim óþæga úr  ESB umræðunni ....Hefði haldið að hun gæti þess vegna orðið arftaki Jóhönnu!.  Verð svo að taka undir með Helgu Kristjáns um Sigmund Davið ...sem er snillingurinn i stjórnmálum dagsins ....enda fær hann Samfylkinguna til að  skjálfa hressilega + nafnið  eitt veldur ómældri  skelfinu  á Samfylkingar bænum .

Ransý (IP-tala skráð) 21.11.2011 kl. 00:21

15 Smámynd: Viggó Jörgensson

Skoðaði myndirnar af landsfundi.

Uppistaðan er karlmenn á áttræðisaldri.

Miðað við það er kosning Hönnu Birnu glæsileg.

Viggó Jörgensson, 21.11.2011 kl. 01:40

16 identicon

Og munum svo vísuna..:

Íslenska þjóðin man ei meir
það magn sem á fær dunið.
Við skulum því heldur gráta Geir
en gera upp við Hrunið.

he he he

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 21.11.2011 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband