Tækniveldi og kreppa lýðræðis

Tækniveldi í Aþenu og Róm eiga að leysa úr skuldavanda Grikklands og Ítalíu til að  verkefni um sameiningu Evrópu, með heimilisfestu í Brussel, steyti ekki á skeri. Tækniveldi þessara fornu lýðræðisþjóða eru ekki með umboð frá almenningi heldur blessun Brusselvaldsins.

Heimspekingurinn Georg Henrik von Wright skrifaði í bókinni Framfaragoðsögnin (ísl. útg. 2003) að stjórnmálamenn hneigðust til að fela tækniveldum stjórnmálin til að fá yfirbragð óhjákvæmileika á pólitískar ákvarðanir. Grikkir og Ítalir þurfa að skera niður velferðarkerfið og lækka laun til að láta enda ná saman í ríkisbúskapnum. Stjórnmálamenn heykjast á verkefninu og embættismenn taka yfir ríkisreksturinn í nafni tækniveldis og Evrópusambandsins.

Brussel er háborg tækniveldisins. Aðeins sérfræðingar í framkvæmdastjórninni eru með heimild að leggja fram lög á Evrópuþinginu, þar sem fulltrúar almennings eru í hlutverki umsagnaraðila með takmarkaðan atkvæðisrétt.

Aðeins um skamma hríð mun grískur og ítalskur almenningur sætta sig við valdstjórn tækniveldisins. Von Wright segir lýðræðislegt ,,yfirskin" tækniveldinu nauðsynlegt. Það yfirskin er heldur þunnt í tilfelli Mario Monti í Róm og Lucas Papademos í Aþenu - báðir eru með starfsferil hjá Brusselvaldinu.

Evrópusambandið mun ekki ráða við það verkefni að skipa fyrir hvernig kaupin skulu gerð á eyrinni í skuldugum aðildarríkjum. Fyrr heldur en seinna rennur upp fyrir valdaelítunni í Brussel að fólk sem ekki er í kallfæri við yfirvaldið lætur illa að stjórn.


mbl.is Afsögn Berlusconis fagnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Allavega er ESB praktískt séð búið að hernema sex þjóðir innan sambandsins, steypa þjóðhöfðingjum þeirra af stóli og setja teknókrata frá Brussel við völd. Hvergi neitt óþarfa lýðræði og vesen. Ef menn eru með múður, þá eru þeir látnir taka pokann þinn, jafnvel þótt þeir séu löglega kjörinn af þjóðinni.

Þetta er óhugguleg þróun, sem merkilegt nokk, enginn virðist nenna að hafa orð á.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.11.2011 kl. 12:31

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nú gengur hræðsluáróðurinn hjá sambandinu út á það að öfgaflokkar taki völdin ef sambandið raknar upp. Fasisminn muni ganga í endurnýjun lífdaga.

Ég held að mönnum sé hollt að lesa sig til um hvað fasismi er og spyrja sjálfan sig hvort hann sé svo fjarri. (corporativismi eins og Mussolini skýrði hann fyrst)

Fánaborgirnar bláu og stjörnumprýddu í Brussel og Strassbourgh ættu að vekja menn til umhugsunnar. Hvar sem litið er, er  merkið á lofti og raunar refsing við því að láta það ekki vera áberandi í öllum stofnunum aðildaþjóðanna.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.11.2011 kl. 12:42

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvað skyldi Eiríki Bergmann finnast um þetta?

Jón Steinar Ragnarsson, 13.11.2011 kl. 12:43

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þjóðverjum gengur mun betur að leggja undir sig Evrópu með skuldabréfum heldur en þegar þeir reyndu að gera það með vopnavaldi.

Jón Steinar: hefur ekki flest sem varað hefur verið í skuldavanda Evrópu ræst? Í þremur ríkjum álfunnar eru núna við völd ríkisstjórnir án lýðræðislegs umboðs sem hafa þann tilgang einan að færa fjármuni úr vösum almennings til stórfyrirtækja. Það passar vel við skilgreininguna hans Benna á fasisma.

Guðmundur Ásgeirsson, 13.11.2011 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband