Erfðasyndin og Samfylkingin

Erfðasyndin er fylgja Samfylkingarinnar frá stofnun um síðustu aldamót. Ljósmóðir Samfylkingarinnar, Jón Baldvin Hannibalsson fyrrum formaður Alþýðuflokksins, skildi ekki að fylgju og hvítvoðung heldur gerði úr eitt ESB-afstyrmi sem flokkurinn situr uppi með.

Samfylkingin getur ekki snúið baki við Evrópusambandsaðild vegna þess að flokkurinn er ekki með neitt annað málefni til að berjast fyrir. Össur Skarphéðinsson útlistaði eftirminnilega á þriðjudag að aðeins ein framtíðarsýn stæði til boða, og það er innganga í Evrópusambandið.

Samfylkingin stefnir ótrauð að verða flokkur upp á 15 til 18 prósent.

 


mbl.is Líkir evrunni við erfðasyndina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Samfylkingin veit sem er að með inngöngu í ESB er ómakið um hugsjónir og stefnur stjórnmálanna í Íslandi tekið af stjórnmálaflokkunum, burokratanir í Brussel sjá um það fyrir þá.

Tómas Ibsen Halldórsson, 10.11.2011 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband