Ísland niðurgreiðir lífskjör í ESB

Með inngöngu í Evrópusambandið mynd Ísland niðurgreiða lífskjör í Suður- og Austur-Evrópu. Fyrir utan þá 13 til 15 milljarða króna sem við greiddum beint til Evrópusambandsins yrði Ísland að ábyrgjast allt að 150 til 300 milljarða í björgunarsjóð evrunnar.

Samfylkingin hefur selt þjóðinni þá falsmynd að við myndum græða á inngöngu í Evrópusambandið þegar það liggur fyrir að við borgum með okkur þar sem lífskjör á Íslandi eru að meðaltali betri en í ESB.

Aftur á móti myndu sumir Íslendingar græða á inngöngu. Það eru annars vegar þeir sem fá vinnu í Brussel, um 250 til 300 manns, og hins vegar þeir sem munu að nafninu til starfa hér heima en vera mest í höfuðborg Evrópusambandsins að sækja upplýsingar um hvernig eigi að reka íslenskt þjóðfélag.

Íslendingarnir sem munu græða á inngöngu eru fáir og er einkum að finna í Samfylkingunni.


mbl.is Beint framlag til ESB 13-15 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þú gleymir náttúrulega því að almenningur myndir hagnast verulega hér vegna þess að tollar myndu lækka umfram það sem þeir hafa lækkað við veru okkar í ESB. Vextir myndu lækka, veðbólga væntanlega minnka við upptöku evru auk þess sem kostnaður okkar við gjaldeyrisvarasjóð myndi minnka.  Auk þess er líklegt að hér myndi aukast samkeppni og t.d. erlendir bankar fara að hafa áhuga á að koma hingað og bjóða okkur betri kjör á lánum. Verðtrygging yrði afnumin. 

Magnús Helgi Björgvinsson, 2.11.2011 kl. 11:14

2 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Hver yrði svo fórnarkostnaður í formi auðlinda?

Ingvi Rúnar Einarsson, 2.11.2011 kl. 11:18

3 identicon

Það versta við umræðuna um ESB er sú staðreynd að Samfylkingin heldur henni uppi.

Trúverðugra og betra fólk gæti sennilega opnað augu þjóðarinnar.

Samfylkingin er þjóðfélagslegt graftarkýli og mun koma í veg fyrir inngöngu í esb.

Karl (IP-tala skráð) 2.11.2011 kl. 11:27

4 Smámynd: Elle_

Við þurfum ekki ótrúverðugan flokk eins og Samfó til að koma í veg fyrir að við sættumst á fullveldisafsal, Karl.

Elle_, 2.11.2011 kl. 11:40

5 Smámynd: Sigurjón Jónsson

Magnús

Við þurfum ekki á ESB að halda til að lækka tolla, ef ríkisstjórnin vill lækka tolla þá gerir hún það. Það er einhver meinloka í ESB sinnum að það þurfi að pína okkur til að lækka tolla. Við ráðum því einfaldlega sjálf.

Við ráðum líka vöxtunum sjálf, ég veit ekki betur en að Már hafi verið að hækka þá í morgun án þess að ráðfæra sig við ESB.

Verðtrygginguna getum við afnumið hjálparlaust.

Og verðbólgan er af tvennum toga erlend og innlend. Við ráðum ekkert við hækkun erlendra aðfanga , frekar en ESB og innlendu verðbólgunni stjórnum við sjálf en ekki ESB.

Og hættu nú að bulla.

Sigurjón Jónsson, 2.11.2011 kl. 11:44

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Já, glæpa-Baugur vissi hvað þyrfti að gera til að fá Samfylkinguna til einróma samvinnu, sama hvað það kostar fyrir restina af fólkinu í landinu.

Ég man ekki upphæðirnar sem hver og einn Samfylkingar-samvinnu-þjónn ESB fékk. Það væri fróðlegt ef einhver gæti rifjað upp, hversu háar upphæðir hver og einn í Samfylkingunni fékk í formi kosningastyrks (mútur) frá glæpafélaginu Baugi. Þetta var allt sundurliðað í DV, en ég held ég eigi ekki blaðið. DV ætti að taka smá upprifjun á þessu, ef núverandi stjórnendum þar á bæ þóknast þannig rannsóknar-blaðamennska.

Íslenska glæpasagan heldur hindrunarlaust áfram, og blómstrar betur en áður ef eitthvað er, hjá íslenskri ó-stjórnsýslu.

Lengi getur vont versnað.

En Baugs-styrkþegar, opinberir og ó-opinberir, kalla raunsæið og rökhyggjuna svartsýnisraus. Það var líka kallað svartsýnisraus, þegar reynt var að vara við bankahruninu. Eftir hrun var sagt að engan hefði grunað hvað var að gerast, og þóttust hinir háu herrar/frúr þar með hafa fríað sig ábyrgð! Þetta gengur ekki upp!

Heilaþvottavélar áróðurs-mútuþeganna snúast eins og vel smurð vél, enda haldið gangandi af ESB-Brussel-valdinu falda, með mútu-þrýstingi. Græðgi fárra manna/kvenna hefur áður farið illa með íslendinga.

Vefur Jóhannesar Björns: vald.org er nauðsynlegt lesefni reglulega, til að halda sig við staðreyndirnar.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.11.2011 kl. 11:45

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Magnús: Þetta er heimatilbúin froða hjá þér. Kannski og líklega eru ekki rök og raunar er allt sem bendir í þveröfuga átt við það sem þú heldur fram. Viltu gera svo vel að hætta þessu andskotans bulli og fara að kynna þér raunveruleikann.

Spurðu svo sjálfan þig að því hvað myndi gerast hér ef verðtryggingunni yrði kippt úr sambandi fyrirvaralaust. 

Ertu fullur?

Jón Steinar Ragnarsson, 2.11.2011 kl. 11:50

8 identicon

Magnús, ekkert af þessu skiptir máli þegar þú hefur enga vinnu.  Það er framtíðin í ESB... atvinnuleysi og erlent eignarhald.
Hvaða bankar hafa áhuga á að lána atvinnuleysingjum peninga?  Hér verður bara túristasjoppa og olíutankur fyrir skip, annað flyst suður til evrópu.  Á sama hátt og störf og skatttekjur sogast inn á höfuðborgarsvæðið af landsbyggðinni munu störf, skattar og ágóði auðlindanna sogast frá Íslandi til apparatsins í Brussel.  Þar eiga þeir nóg af skrifborðsfíflum og stjórnmálamönnum til að eyða peningunum okkar í bull og vitleysu. 

Ég er ekki svo viss um að Nýfundnalendingar tækju undir þessa hamingjusýn þína.  Munurinn á þeim og okkur er sáralítill landfræðilega og auðlindalega, nema þeir eru fátækir og framleiða ekkert... já og þeir gengu í ríkjasamband Kanada þegar við öðluðumst sjálfstæði.

Njáll (IP-tala skráð) 2.11.2011 kl. 11:52

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það sem sagt er enginn aukakostnaður af aðild að sambandi fullvalda ríkja Evrópu. kemur fram í fréttinni.

En þar fyrir utan kemur almennur hagnaður af aðild sem tilst í tugum milljarða ef ekki hunruðum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.11.2011 kl. 12:38

10 Smámynd: Dexter Morgan

Væri þá ekki eins hægt að nota þessa 13-15 milljarða til að niðurgreiða enn frekar landbúnaðarafurðir, svo við myndum njóta þess og þá þurfum við engar tollalækkanir á einu né neinu. OG værum laus við Brusselveldið.

En ég skil ekki afhverju þessir fáeinu heittrúaðir Samfylkingarmenn halda að þjóðin muni samþykkja ESB samning. Ég, ásamt tugþúsundum annara íslendinga er búinn að ákveða að gefa Samfylkingunni löngu töng þegar kemur að atkvæðagreiðslu um þetta og segi klárt og kvitt NEI. Samfylkinginn á það skilið eftir framgöngu hennar í því að vinna úr skuldavanda heimila og einstaklinga og bæta lífskjörin hér á landi. Hún fær aljöra FALLEINKUNN.

Dexter Morgan, 2.11.2011 kl. 12:43

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Auðvitað er ekkert hægt að gera við því ef innbyggjar vilja kjósa sig á klafa klíkanna hérna sér til stórlegs tjóns og skaða.

það þýðir þá bara að um 10 ára bið verði á að Landið nýti sér rétt sinn til fullveldis og frama til hagsbóta fyrir alla íbúa. Allt og sumt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.11.2011 kl. 13:53

12 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það mun ekki 250-300 manns vinna í Brussel.

Það er bara þvæla.

25-30 manns er nærri lagi.

Sleggjan og Hvellurinn, 2.11.2011 kl. 14:06

13 Smámynd: Elle_

Sigurjón bendir á tollameinlokuna í sambandssinnum en það er nefnilega alþingi sem stýrir gjöldum og sköttum og tollum landsins og kemur Brussel ekkert við.  Og hvað sem öllum tollum líður - - - ekki í skiptum fyrir fullveldi.

Getur verið að endurtekna tollasaga sambandssinna sé bara kafli í skáldskapnum frekar en að þeir í alvöru haldi það?  Jóhanna og Össur hafa saman verið yfir 1/2 öld í alþingi við löggjöf og ÆTTU AÐ VITA.

Elle_, 2.11.2011 kl. 17:20

14 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Almættið algóða hjálpi okkur heimsbúum öllum, og sérstaklega mútuþegum í ó-stjórnsýslu heims-valdhafanna, sem eru svo fársjúkir, að þeir eru komnir langleiðina með að tortíma jörðinni.

Án uppskeru ómengaðrar jarðarinnar lifir enginn lengi.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.11.2011 kl. 20:39

15 identicon

Af hverju hafa ESB - einangrunarsinnar aldrei lagt fram neina útreikninga um meintan "GRÓÐA" þjóðarinnar á að ganga í Evrópusambandið...???

Magnús, Ómar og Hvells.  Gæti verið að þið hafið ekki hugmynd, kunnið ekki að reikna eða eruð einfaldlega að bulla hvað þetta varðar eins og td. varðandi Icesave...??

Veit að þið hafið nákvæmlega ekkert vitrænt svar frekar en fyrr, svo endilega hlýfið okkur við holtaþokuýlfrinu.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.11.2011 kl. 21:35

16 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Benedikt Jóhannesson:

Vegna þess að Íslendingar gengu í Evrópska efnahagssvæðið fyrir 16 árum njóta þeir þegar margra af kostunum sem fylgja veru í sambandinu. Magnús gerir þó ráð fyrir því að viðskipti Íslands við önnur lönd í sambandinu aukist þegar Íslendingar hafi tekið upp evru. Útreikningar um framtíðarávinning af þessu tagi verða aldrei nákvæmir, en að mati Magnúsar gæti hann numið 4-5% í aukinni vergri landsframleiðslu.

Þessu til viðbótar telur Magnús að stærsti ávinningurinn fyrir Ísland felist í breyttu landbúnaðarkerfi þar sem innflutningur á landbúnaðarvörum aukist, bændum fækki, styrkir minnki til bænda og menn fari í arðbærari störf en landbúnað. Landsframleiðslan gæti vaxið um 1-2% vegna þessa.

Nettókostnaður, þegar framlög til sambandsins eru reiknuð og styrkir sem Íslendingar fá í staðinn dregnir frá, er að mati Magnúsar um 0,2% af VLF.

Magnús bendir á það að allt muni þetta taka tíma. Íslendingar geta ekki tekið upp evru fyrr en eftir nokkur ár og landbúnaðurinn fær aðlögunartíma að nýjum aðstæðum. Samt eru útreikningar hans gagnlegir, því að þeir gefa til kynna hvaða verðmæti við afþökkum með því að standa utan Evrópusambandsins.

 Við græðum meira

Í útreikningum Magnúsar er ekki tekið tillit til þess hagræðis sem Íslendingar njóta af því að fá reglur Evrópusambandsins á ýmsum sviðum. Margs af því njótum við vissulega nú þegar, en viðbótin er mikils virði. Í hruninu var það ekki síst stjórnsýslan sem brást. Eitt af markmiðum Evrópusambandsins er einmitt skilvirkari stjórnsýsla.

Evran leiðir til þess að efnahagsumhverfið verður miklu stöðugra, því að langmest utanríkisviðskipti eru nú þegar við þjóðir innan Evrópusambandsins. Verðbólgan verður minni og sveiflur í efnahag meiri. Í stað þess að hafa mynt sem selst á helmingi af opinberu verði erlendis fengjum við alvörugjaldmiðil sem allir vilja.

Vaxtaálagið á krónuna hefur verið mismikið. Seðlabanki Íslands var að lækka vexti sína í 5,5% þegar þetta er skrifað. Seðlabanki Evrópu veltir því fyrir sér á sama tíma að hækka sína vexti í 1,25%. Segjum að munurinn vöxtum á bankalánum sé 3% (sem er eflaust ekki ofmat). Það þýðir að vextir af 20 milljón króna íbúðaláni eru 600 þúsund krónum lægri í evrulandi en á Íslandi. Það eru 50 þúsund krónur á mánuði eða 70 þúsund krónur fyrir skatta. Það er dálagleg kjarabót og varanlegri en einföld krónutöluhækkun með venjulegu verðbólguskoti í kjölfarið.


Sleggjan og Hvellurinn, 2.11.2011 kl. 22:55

17 identicon

Það er fullt af börnum sem eru sannfærð um að jólasveinninn er til og gefi þeim í skóinn.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.11.2011 kl. 23:35

18 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Rétt hjá þér Guðmundur.

Það eina rétta sem ég hef lesið eftir þig í langan tíma. 

Þér fer fram. 

Keep up the good work

Sleggjan og Hvellurinn, 2.11.2011 kl. 23:52

19 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hvernig væri að heims-hagfræðingunum yrði gert skylt, að standa við sína ó-ábyrgu framtíðar-"spádóma" út í óvissuna, sem þeir voru blekktir til að trúa, að væri hinn eini og sanni "stóri sannleikur"!

Lyga-hagfræðingar bankaræningja-spámannanna, sem voru og eru keyptir fram og til baka, eftir því hvar falskra-peninga-buddan er feitust í heiminum hverju sinni, munu aldrei ráðleggja almenningi heimsins af heilindum!!!

Nú verða heimsbúar einfaldlega að horfast í augu við svika-stjórnmál heimsins, áður en það verður of seint.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.11.2011 kl. 01:10

20 identicon

Þegar þjóðir Evrópu tóku upp evruna þá var búist við því að vöruverð mundi lækka en svo varð ekki, í sumum tilvikum hækkaði það.  Fólk notfærði sér myntbreytinguna til að hækka álagninguna.  Varan verður ódýrari í innflutningi en seld út úr verslunum á sama gamla verðinu.  Það er því alls engin gulltrygging að almennt vöruverð hér á landi mundi lækka við inngöngu í evrópusambandið og upptöku evrunar.

Jóhannes (IP-tala skráð) 3.11.2011 kl. 14:33

21 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Vöruverð lækkaði í Finnlandi.

Ef fólk notar rökhugsun en ekki einhvað kaupsmanna samsæri þá er augljóst að vöruverð lækkar.

Jóhannes er alveg með þetta

Varan verður ódýrari í innflutningi

Ef t.d einn kaupmaður lækkar ekki vörverð sitt þá mun margir sjá tækifæri á að flytja inn ódýra vöruna og selja hana á lægri verði og vinna samkeppnina.

Sleggjan og Hvellurinn, 3.11.2011 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband