Hagfræðin drap grýlu Guðmundar Andra

Guðmundur Andri Thorsson og ýmsir aðrir áhugamenn um aðild Íslands að Evrópusambandinu nota óspart ævintýrið um ónýtu krónuna sem rök fyrir aðild. Ónýta krónan er grýlan sem hvað best hefur reynst aðildarsinnum í áróðrinum. Á ráðstefnu alþjóðlegra viðurkenndra hagfræðinga í síðustu viku var grýlan lögð til hinstu hvílu.

Krugman og kó. sögðu krónuna bjarga íslenska efnahagskerfinu frá uppdráttarsýki eftir hrun. Vegna krónunnar tókst að láta alla leggja sinn skerf til endurreisnarinnar með því að lífskjörin voru í einu vetfangi skrúfuð niður í það sem hagkerfið stendur undir.

Guðmundur Andri er eðlilega svekktur að ævintýrið um ónýtu krónuna er ekki lengur söluvara.

Brátt rennur upp fyrir Guðmundi Andra og öðrum aðildarsinnum að fyrirheitna myntin, evran, stuðlar að óstöðugleika, óöld og eymd á meginlandi Evrópu. Þá hlýtur Guðmundur Andri að láta segjast og stofna með okkur krónuvinafélagið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þeir hlusta ekki á neitt sem bendir til annars en þeirra ESB stefnu og Evru.  Það er nú málið.  Þessir menn eru hreinlega heilaþvegnir og slíkum er ekki hægt að bjarga.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.10.2011 kl. 10:13

2 identicon

Guðmundur Andri er bara reglulega sár.  En svona er raunveruleikin.  Hagfræðingagreyin gera svo sem ekki meira en tala um raunveruleikan.

Guðmundur skilur ekki að heilbrigðisstarfsfólk vill gjarnan eins og aðrir njóta launa vinnu sinnar.

Þess vegna flýr þetta fólk ofurskattakáta ríkisstjórnina þegar það getur. 

Það er ekki til kerfi sem veitir stöðugleika.  Hvorki Króna né Evra, sósíalismi eða kapítalismi.  -þó kratasósíalisminn nálgist nokkuð stöðugleikan.

Ekkert nema dauðin færir okkur stöðugleika.  Og hann kemur víst nógu fljótt.. 

jonasgeir (IP-tala skráð) 31.10.2011 kl. 10:49

3 identicon

Mér finnst flott hvernig einstaklingar geta hrósað sér að allt hafi gengið vel.

Þessir svikarar sem tala um háar afborganir af lánum og hækkandi kostnað eru föðurlandssvikarar.

Á Íslandi er allt fínt.  

Haltu áfram að blogga!! 

Konstantín (IP-tala skráð) 31.10.2011 kl. 10:51

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Á Íslandi er ekki allt fínt Konstantín. Það hefur enginn reynt að halda því fram nema þá helst þú hérna.

Spurningin er hvort við stæðum betur að vígi nú ef við hefðum Evruna og værum í ESB.  Svarið er einfaldlega nei. 

Páll er að leggja út af þessum endalausa spuna um inngöngu í ESB og kosti þess, þar sem komist er hjá því að ræða grunnatriðin gegn aðild en málið einfaldað í staðinn í spurningu um það hvort krónan er góð eða slæm.

Gefum okkur það að krónan sé í slæmri stöðu. Það gefur ekki sjálfkrafa þá niðurstöðu að Evran sé betri eða jafnvel best.  Sérðu ekki í gegnum þetta minn kæri?

Jón Steinar Ragnarsson, 31.10.2011 kl. 11:01

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Myntumræðan er einfaldlega strámaður til að krækja hjá málefnalegri umræðu. Guðmundur Andri og co vilja bara alls ekki beina umræðunni í þann farveg og þessvegna er krónan raunar besti vinur Guðmundar Andra og co.

Jón Steinar Ragnarsson, 31.10.2011 kl. 11:04

6 Smámynd: Karl Ólafsson

Mér þykir skorta hér inn í þessa umræðu annað atriði sem Krugman benti á, en það er að verðtryggingin geti ekki gengið hér til lengdar. Á meðan það er rétt og í raun óumdeilt að það hafi bjargað miklu í efnahagshruninu að hægt var að láta krónuna falla með tilheyrandi launalækkun og verðbólguskoti má ekki gleyma þeirri staðreynd að það er þessi viðbótareiginleiki krónunnar sem er að sliga heimili og fyrirtæki landsins, þ.e. verðtryggingin sem skrúfaði upp lánin í leiðinni.

Í kreppu þurfa allar hagstærðir að stillast og komast á einhvern jafnvægistpunkt. Verðgildi myntar rýrnar, sem á að þýða að allar eignir rýrni. Það gerðist ekki hér og því var krónan í senn bæði lausn ákveðins vanda og orsök annars vanda í efnahagshruninu.

Það má alveg ræða það að halda hér áfram með krónuna, en það er á engan hátt ásættanlegt að sú króna verði áfram verðtryggð!

Karl Ólafsson, 31.10.2011 kl. 11:36

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Verðtryggingin var sett á á sínum tíma til að binda enda á endalausar gengisfellingar. Verðtryggingin var því valkostur við gengisfellingu.  Í fyrstu var kaupgjald inni í þessari tryggingu en það olli stjórnlausri víxhækkun kaupgjalds og verðlags og þar af leiðandi stjórnlausri verðbólgu.

Ef menn finna lausn á verðbólgunni og skynja af hvaða völdum hún er, þá geta þeir tekið af verðtrygginguna. 

Hvað olli verðbólgunni hér fyrr á árum? Svarið því og þá er möguleiki á að hægt verði að taka af verðtrygginguna og bregðast við afleiðingum þess.

Jón Steinar Ragnarsson, 31.10.2011 kl. 13:02

8 Smámynd: Karl Ólafsson

Jón Steinar, það þarf ekkert að svara því endilega af hverju verbólgan stafaði hér áður fyrr, áður en verðtryggingin verður afnumin. Hefur ekkert upp á sig.

Hins vegar má vitanlega ekki fara út í gamla ruglið sem var í gangi þá að lífeyrissjóðirnir færu að lána út peninga á föstum 2% vöxtum til 20 ára. Það er enda enginn að kalla eftir því.

Grundvallaratriðið er í mínum huga það að við verðum að hætta algerlega að taka lán sem við treystum okkur ekki til að staðgreiða vextina af, þótt þeir sveiflist eitthvað upp og niður í takti við verðbólguna.

Karl Ólafsson, 31.10.2011 kl. 14:55

9 Smámynd: Karl Ólafsson

Ég er reyndar bara fyrst núna í kvöld að lesa grein Guðmundar Andra sem varð síðuhöfundi tilefni til þessara skrifa hér fyrir ofan.

Hvernig þessi grein Guðmundar gat orðið tilefni til persónulegs skítkasts og útúrsnúnings hjá síðuhöfundi væri mér hulin ráðgáta nema fyrir þá sök að þetta er svo sem ekki í fyrsta skipti sem slíkum vinnubrögðum er beitt hér. Þessi grein Guðmundar Andra fjallar bara á engan hátt um Evruna eða ESB. Það að hann hafi einhvern tímann skrifað greinar sem eru jákvæðar í garð ESB og Evru getur varla gert mannin ómarktækan þegar að umræðu um t.d. verðtrygginguna, niðurskurð í heilbrigðiskerfinu og landflótta vinnuafls kemur, eða ? Eru menn sem sagt brennimerktir um alla framtíð sem landráðamenn ef þeir opna munninn (á jákvæðan máta) um ESB?

Þessi grein Guðmundar stendur fyllilega fyrir sínu, algerlega óháð allri umræðu eða skoðunum á ESB eða Evru og slík tenging eingöngu til staðar (og föst þar) í hugarheimi síðuhöfundar þessarar síðu.  Væri ekki hægt að rökræða hér efni greinarinnar frekar? Við þurfum ekkert að vera sammála um ESB, það kemur að því að við greiðum einfaldlega atkvæði um það mál.

Karl Ólafsson, 31.10.2011 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband