Ísland í 80 milljarða ábyrgð á evrunni

Egill Jóhannesson bloggar um nýjan stöðugleikasáttmála evrusvæðisins, ESM, og segir að ábyrgð Íslands, ef við værum aðilar, yrði í kringum 80 milljarðar króna.

Stöðugleikasáttmálinn er varnarviðbrögð við óstöðugleika evrunnar sem ógnar bæði hagkerfi evru-ríkja og alþjóðalegum stöðugleika.

Evrópusambandið ætlar að slá nýtt met í ólýðræðislegum vinnubrögðum ef fyrirliggjandi drög að sáttmálanum verða samþykkt, samanber þetta myndband.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er eins og í vísindahryllingssögu. Orwell hefði ekki haft hugmyndaflugið í þetta. 

Hvet fólk til að skoða meðfylgjandi mydband um ESM. 

Það er ekkert nýtt að svona andlýðræðislegar klásúlur séu faldar í sáttmálum sambandsins. Svipaðar gildrur eru í öllum sáttmálum, sem færa alvald til Brussel og hefur embættismenn yfir lög og dóm.

Þetta verður meira skerí með hverjum deginum sem líður. 

Jón Steinar Ragnarsson, 30.10.2011 kl. 15:17

2 identicon

Ríkjasamband við Norður Kóreu er örugglega að verða áhugaverðara en þetta.

Björn (IP-tala skráð) 30.10.2011 kl. 18:02

3 identicon

Og litlu bláu ESB strumparnir eru að spræna á sig af spenningi til að fá að kíkja í pakkann sem inniheldur nákvæmlega ekki neitt annað en það sem núverandi og fyrrverandi stækkunarstjórar hafa ítrekað sagt, að engar undanþágur verða veittar af reglum sambandsins frekar en nokkrar aðrar ESB þjóðir hafa fengið þó svo áhuginn var fyrir hendi eins og hér.  0 = NÚLL.  En það er aldrei að vita nema litlu bláu ESB strumparnir fá eitthvað nammi í skóinn..??

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 30.10.2011 kl. 18:30

4 identicon

Það er mjög erfitt að sannreyna þetta myndband um ESM og það sem er sett þar fram. Samt sem áður sýnir það vel að þessi sjóður leysir engan vanda, hann bara dýpkar vandamálið.

Rúnar Már Bragason (IP-tala skráð) 30.10.2011 kl. 21:05

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Samningsdrögin eru þarna líka á PDF Rúnar. Það er nú ekki erfiðara að sannreyna þetta en svo.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.10.2011 kl. 21:21

6 identicon

Málið er bara Jón að það er ekki búið að samþykkja drögin. Ég er sammála myndbandinu að ef þetta fer óbreytt í gegn þá er það stórslys. Mér finnst myndbandið bara draga full miklar ályktanir út frá drögum.

Ég er algerlega á móti ESB aðild og held að Evran falli fyrr en síðar, en við getum ekki ákveðið sannleikann fyrr en hann liggur fyrir.

Rúnar Már Bragason (IP-tala skráð) 30.10.2011 kl. 22:15

7 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Það verður gaman fyrir Íslendinga að fá 50.000 blýantsnagara í Brussel á bakið á sér.

Aðalsteinn Agnarsson, 31.10.2011 kl. 00:51

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Samningurinn liggur fyrir. Það er engin að fara að breyta honum Rúnar. Hann er samþykktur sem slíkur, en það sem stendur í mönnum nú er að stjórnlagadómstóll í Þýskalandi (og væntanlega víðar) á eftir að úrskurða um þetta. Niðurstaða hans verður hugsanlega á þann veg að ekki verði komist hjá þjóðaratkvæðagreiðslu um svo gígantískar og opnar skuldbindingar.  Fari þetta fyrir þjóðaratkvæði, er sýnt að þjóðverjar hafna þessu. 

ESB vill fyrir alla muni koma í veg fyrir þjóðaratkvæði eða lýðræðislegt ferli slíks gernings, enda er þetta glæpsamlegt í öllu samhengi.

Jón Steinar Ragnarsson, 31.10.2011 kl. 07:06

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Allt sem höfundarnir geta gert Rúnar er að draga ályktanir út frá þessum drögum. Hvað annað?  Þetta er hin opinbera niðurstaða og ef hún verður ekki borin undir í þjóðaratkvæðum, þá verður þetta svona.

Í ljósi sögunnar er ekki sjálfsagt að um þetta verði kosið. Ef það verður kosið og "röng" niðurstaða fæst, þá verður bara kosið aftur, þar til "rétt" niðurstaða fæst. Á meðan taka lögin gildi.

Þannig vinnur sambandið, svo að þú mátt trúa því að þetta er ekki neitt hyptohesískt plagg.

Jón Steinar Ragnarsson, 31.10.2011 kl. 07:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband