Össur skarpi

Síkáti utanríkisráðherrann okkar sagði í viðtali við Útvarpið í kvöld að hann væri ósammála Paul Krugmann Nóbelsverðlaunahafa í hagfræði um framtíð evrunnar sem gjaldmiðils.

Össur er á rekord rannsóknarnefndar alþingis um að hann hafi ekki hundsvit á efnahagsmálum.

Össur er með lítið vit á ýmsu öðru - til dæmis sjálfum sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það virðist sem Össur trúi því að evran sé ekki gjaldmiðill heldur einskonar efnahagslegt töfrateppi sem lífskjör almennings geti svifið á í lausu lofti þótt hagkerfið hrynji undan þeim.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 28.10.2011 kl. 18:52

2 identicon

Það er orðið mikið meira en sorglegt að fylgjast með þessum manni sem eiðsvarinn fyrir Rannsóknarnefnd Alþingis fullyrti að hann hefðu ekki hundsvit á fjármálum og hefði ekki neinn áhuga þeim.  Með því bar hann enga ábyrgð á hruninu sem ráðherra og sá sem tók hlutverk banka og viðskiptaráðherranns.   í dag þykist þetta furðufyrirbæri vita betur en Nóbelshafi í hagfræði sem jafnframt er sennilega sá allra virtasti í veröldinni í þeim fræðum. 

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.10.2011 kl. 19:23

3 Smámynd: Elle_

Og Martin Wolf, aðalhagfræðingur Financial Times,

sagði í gær á fjármálafundinum: Ég óska ykkur góðs og hugsið ykkur afar vel um áður en þið takið upp evruna. - - - Ef þið farið á evrusvæðið eruð þið að ganga í Þýskaland.

Elle_, 28.10.2011 kl. 20:49

5 identicon

Brekkan Össur veit þetta allt miklu betur en Paul Krugmann að sjálfsögðu.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 28.10.2011 kl. 22:40

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    Iss Nobelsverðlaunahafi, Össur er Bonelsveðrlaunahafi.

Helga Kristjánsdóttir, 29.10.2011 kl. 00:33

7 Smámynd: kallpungur

Mér skilst af öllu að karlkvölin, hann Össur, stigi nú ekki í vitið ótilneyddur.

kallpungur, 29.10.2011 kl. 02:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband