Forysta ASÍ er á Titanic - fyrsta farrými

 Fjármálaráðherra Ítalíu líkti evrulandi við Titanic. Formaður ASÍ, Gylfi Arnbjörnsson, vill ólmur um borð í Titanic til að njóta lystisemdanna á meðan fleyið hallast á stjórnborða.

Eftirfarandi orð Gylfa ætti að ramma inn fyrir komandi kynslóðir  til að minnast þess að menn með mannaforráð á tímum hruns voru sérstakrar gerðar.

Við eigum ekki að láta skammtíma vanda evru, dollars og jens villa okkur sýn, evran er í fyrsta lagi eins og klettur í hafinu borið saman við þá krónu sem við búum við og í öðru lagi er vandi dollarsins enn meiri en evrunnar þar sem viðskiptahalli og halli á fjárlögum er töluvert meiri en í Evrópu.

Í einni af fjölmörgum ferðum forystu ASÍ til Brussel varð dómgreindin eftir og hefur ekki skilað sér heim enda enginn saknað hennar.

 


mbl.is Biðja á um aðstoð vegna krónu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman ad thessu. Thvi nu kaupa evropubuar sem hafa evruna sem gjaldeyri norskar og saenskar kronur svo og Shweizerfranc til ad forda ser i skjol. Thannig hefur thad verid allavega sidasta manudinn skv fjölmidlum her i Svithjod.

S.H. (IP-tala skráð) 26.10.2011 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband