Atvinnulíf, pólitík og timburmenn hrunsins

Hagkerfið kom ótrúlega vel  undan hruni, þökk sé krónunni og forseta Íslands sem vísaði Icesave í þjóðaratkvæði til að almenningur gæti tekið fram fyrir hendur heimskra manna við Austurvöll. Stjórnmálalíf landsins er aftur á móti enn í tilvistarkreppu eftir hrun og verður um sinn.

Þjóðin er ekki í skapi fyrir hagvaxtarhamagang Sjálfstæðisflokksins með skattalækkunum og álversvitleysu. Þegar öflugasti stjórnarandstöðuflokkurinn fattar ekki niðurstöðu hrunsins betur er enginn valkostur við kreppupólitík vinstristjórnarinnar.

Ábyrg uppbyggingarstefna með hægfara lífskjarasókn með sjálfbærni sem viðmið er uppskrift að skynsamri eftirhrunspólitík. Stjórnarandstaðan þarf að kveikja á fattaranum. Doði er betri en sterahagvöxtur með álvershlunkum.


mbl.is ASÍ: Doði blasir við í hagkerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Þessi sterahagvöxtur sem þú vísar til kom auðvitað að einhverju leyti til vegna þess að hér flaut allt í peningum á árunum fyrir hrun. Í raun er ekki alveg rétt að kalla þetta hagvöxt. 

Seðlabankinn tók þá skynsömu ákvörðun að aflétta bindiskyldu og svo hafði hann stýrivextina lengi þannig að krónan var kolvitlaus skráð sem gerði erlenda vöru mun ódýrari en hún átti að vera. Einnig fengu margir þá sniðugu hugmynd að taka lán í erlendum gjaldmiðlum. Leiðréttingin varð auðvitað sársaukafull. Þetta er gott dæmi um slæm afskipti ríkisins af markaðnum. Fyrir því eru sterk rök að leggja Seðlabankann einfaldlega niður, slíkt sparar mikið klúður og þvaður um að við getum borgað Icesave auk þeirra fjármuna sem fara m.a. í að greiða þeim tugum hagfræðinga sem þar starfa við ég veit ekki hvað. Ríkisstarfsmenn eiga ekki að ákveða verð á fjármagni heldur á það að ákvarðast á frjálsum markaði.

Ég veit ekki hvort þú ert að vísa til Kárahnjúka en samhliða þeirri framkvæmd gerðist auðvitað líka annað sem merkilega lítið er talað um. Ég man kannski ekki allt alveg nákvæmlega en mig minnir að fyrir hverja eina krónu sem fór í Kárahnjúka (sem við eigum bráðum skuldlausa) komu fjórar inn í landið í formi jöklabréfa (sem SÍ ber m.a. ábyrgð á með vaxtastefnu sinni). Munurinn er auðvitað sá að sú ágæta virkjun malar gull fyrir okkur og stendur m.a. undir lífskjörum okkar.  Jöklabréfin eru okkur hins vegar hausverkur núna eftir því sem ég best veit til.

Lausn okkar vandamála er að skapa meiri verðmæti og álver er ein leið til þess. Íhuga ætti fleiri. Við fluttum út ál fyrir 225 milljarða í fyrra, ef við flyttum út ál fyrir t.d. 400 milljarða á ári fengju fleiri góð störf í áliðnaðinum og greiddu opinber gjöld. Það var því synd að LV og ríkið skyldu bregða fæti fyrir álver á Bakka.

Ég fæ ekki skilið af hverju þú ert á móti skattalækkunum? Ríkið fjármagnar laun þeirra sem það er með á launaskrá með sköttum. Hvert starf hjá ríkinu er á kostnað starfs í einkageiranum. Hvaða verkefnum á ríkið að sinna? Þegar við höfum svarað þeirri spurningu getum við ákvarðað hvort við viljum tekjuskatt og þá hve háan og hvort við þurfum öll þessi opinberu gjöld. Ríki og sveitarfélög eru að sinna verkefnum sem þau hafa einfaldlega ekki efni á (sönnunina má sjá á fjárhagsstöðu sveitarfélaga í landinu sem og ríkisins) og væru betur komin í höndum einkaaðila. Lægri skattar og opinber gjöld munu gera fyrirtækjum hægara um vik að ráða starfsfólk og neytendum hægara um vik að kaupa vörur og þjónustu.

Heldur þú að það sé tilviljun að svört atvinnustarfsemi grasserar núna? Ætli þessi fáránlega skattastefna ríkisins hafi ekki eitthvað með það að segja?

Best væri ef sett væru lög um leyfilega hámarksstærð ríkisins, kannski væri eðlilegt að miða við 15-20% eða svo. Slíkt myndi einnig koma í veg fyrir fjáraustur lélegra stjórnmálamanna sem vilja bara tryggja eigið endurkjör en ekki fjárhagslega velferð sjóðs allra landsmanna.

Helgi (IP-tala skráð) 25.10.2011 kl. 20:58

2 identicon

Ágætur pistill Páll.

Það er kannski ekki hægt að alhæfa að álverum fjölgi og þjóðin sé ekki í stuði fyrir skattalækkanir Sjálfsstæðisflokksins. Þessi ummæli vekja mig til umhugsunar. Þarf atvinnulífið ekki einmitt skattlækkanir til þess að örva hagkerfið. Skattahækkanir á bensín og olíuvörur hefur m.a. sýnt að það hefur dregið úr tekjum ríkisins vegna þess að verð er komið yfir sársaukamörkin hjá neytendum á Íslandi og því hefur það öfug áhrif.

Ég er sammála þér að það þurfi sækja hægt en markvisst fram á við og til þess þarf að lækka almenna skatta sem og neysluskatta. Ef við ætlum að fá fleiri krónur í ríkiskassann þá væri nær að fá fleiri til þess að taka þátt í verðmætasköpuninni. Smáfyrirtækjum er nánast gert ókleyft að starfa í dag og vita það flestir einyrkjarnir út á markaðnum.

Er sammálal því að það ríki stöðnun á pólitíska sviðinu. Íslendingar gætu margt lært af Svisslendingum. Stjórnmálamenn halda kjafti í 4 ár og halda sig við það að vinna sína vinnu og án þess að blása sig stöðugt út í fjölmiðlum.

Guðmundur (IP-tala skráð) 25.10.2011 kl. 22:15

3 Smámynd: Björn Emilsson

Ef allt væri með eðlilegum hætti, væru engir skattar á Islandi.  Tekjur af sjávarútvegi og sölu á raforku til álvera, ættu að geta séð fámennri þjóð fyrir góðu lífsviðurværi.

Björn Emilsson, 26.10.2011 kl. 01:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband