Hanna Birna grefur sér gröf skoðanaleysis

Hanna Birna Kristjánsdóttir nýtur Gnarr-áhrifanna með því að vera óskrifað blað. Eftir að líklegt framboð hennar til formennsku í Sjálfstæðisflokknum varð heyrinkunnugt keppist Hanna Birna að vera ekki með eina eða neina skoðun.

Herfræði Hönnu Birnu er að samfylkja öllum sem eru óánægðir með ríkjandi ástand, hún er stjórnmálamaður allra skoðana.

Stjórnmálamaður með allar skoðanir er ekki með neina skoðun.


mbl.is Um 70% vilja Hönnu Birnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á erfitt með að trúa á þessa skoðanankönnun eins og fleirum slikum .  En tel að þetta yrðu afleit skipti fyrir sjalla ..og skoðanaleysið segir okkur bara eitt sem öllum ætti að vera augljós á hvað bendir !!

Ransý (IP-tala skráð) 13.10.2011 kl. 10:49

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það eru nú fáir stjórnmálamenn sem hafa sannanlega haft jafn fjölbreittar skoðanir á ýmsum málum og BB jr.

Eg get ekki séð að það breiti nokkru fyrir sjalla hvort formaðurinn heitit Birna eða Bjarni.

Algjört ekki-mál.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.10.2011 kl. 11:45

3 identicon

Svo lengi sem formannsnafnið er ekki Steingrímur eða Jóhanna, er von á landi ísafoldar.

jonasgeir (IP-tala skráð) 13.10.2011 kl. 12:13

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hanna Birna lýsti eindreginni andstöðu við innlimun Íslands í ESB í útvarpsviðtali nýlega og vildi reyndar að viðræðum um slíkt yrði hætt nú þegar.

Það er afdráttarlausari yfirlýsing en margur annar stjórnmálamaðurinn hefur látið frá sér fara.

Axel Jóhann Axelsson, 13.10.2011 kl. 12:16

5 identicon

Ég myndi kjósa Hönnu með mikilli ánægju.

jonasgeir (IP-tala skráð) 13.10.2011 kl. 13:07

6 identicon

Held að alvöru formaður er ekki í framvarðarsveit flokksins.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.10.2011 kl. 13:30

7 identicon

Sæll.

Ég held að eiginlega allt sé betra en núverandi forysta flokksins, sú forysta verður að fjúka vegna Icesave svika sinna - menn eiga ekki að komast upp með svona svik án þess að þurfa að taka pokann sinn. Bjarni er alltof linur. Vandinn er bara að Hanna Birna er það líka en Bjarni og Nordal verða að fara.

Helgi (IP-tala skráð) 13.10.2011 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband