Frekja er ekki forysta

Ríkisstjórn á að veita samfélagi forystu. Pólitísk greining og markmið stjórnarstefnunnar eru nauðsynlegur undirbúningur til að ná frumkvæðinu sem öll forysta hvílir á. Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. var frá öndverðu í vandræðum með pólitíska greiningu og þar af leiddi margvíslegt klúður.

Vinstri grænir lögðu hugmyndir um norræna velferðarstjórn í pakkann. Við búum við norræna velferð og ef hugmyndin var að verja þegar áunna velferð er það alltof passívt markmið.

Samfylkingin var með eitt mál á dagskrá, bæði sem greiningu og markmið: vandi Íslands, sagði Samfylkingin, var að landið væri ekki aðili að Evrópusambandinu. Greiningin var aldrei trúverðug þar sem ESB-ríki eins og Írar og Grikkir voru í sambærilegum vanda og Ísland. Markmiðið var fjarstæðukennt enda fyrirséð að breiður samfélagsstuðningur við inngöngu Íslands í ESB var ekki fyrir hendi.

Vinstri grænir og Samfylkingin sameinuðust í einu máli sem var að gera sjávarútveginn að blóraböggli. Breiðsíða stjórnarinnar gegn sjávarútveginum var fljótt og örugglega snúið upp í herför gegn landsbyggðinni. Málið dautt.

Í stórum málaflokkum, eins og uppbyggingu atvinnulífs og endurreisn fyrirtækja, skilaði ríkisstjórnin auðu. Í milliríkjasamskiptum, Icesave-deilunni, lagðist ríkisstjórnin kylliflöt fyrir Bretum og Hollendingum og ætlaði að samþykkja manndrápskröfur og kenna Sjálfstæðisflokknum um verknaðinn.

Ríkisstjórnin hafði tækifæri að rifa seglin þegar ljóst var orðið að hún var vanbúin til stórra verka. Í stað þess að tileinka sér auðmýkt gagnvart viðfangsefninu, og leita samstöðu, forhertist ríkisstjórnin eins og sást í málefnum stjórnlagaráðs.

Offors og yfirgangur kemur ekki í stað forystu. Spuni leiðréttir ekki mistök í pólitískri greiningu. Blekkingar breiða ekki yfir vanhugsuð markmið. 

Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. er aðeins að nafninu til með völdin í samfélaginu.

 


mbl.is Boða mótmæli á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi ríkisstjórn væri bara djók, ef hún gerði ekki svona mikið illt af sér.

Jóhanna er bara svo alvarlega illa að sér að það hálfa væri nóg.  Það sést vel á aðstoðarfólki hennar.

Fyrir utan nú að kjöldraga vinnudýrin með endalausri aukaskattlagningu þá gat hún ekki einu sinni aðstoðað skuldara Íslands í hruninu.

Jóhanna vann gegn almennri niðurfellingu lána.  Það er vitað mál.

Þar voru notuð aumingjarök krata.  Þeir "ríku" áttu ekki skilið niðurfellingu.

Miða átti við einstakling í hverju tilfelli.

Og um leið er bankakerfið einkavætt til þú veist ekki hver er, sem fengu veiðileyfi á skuldarann.

Árangurinn?  Þú veist hver hann er.  Augljóst allan tíman.

jonasgeir (IP-tala skráð) 2.10.2011 kl. 09:25

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Mæting Austurvöllur 3 október nú skulum við berja út þessa ríkisstjórn og leita allra leiða til manneskjulegra stjórnarhátta hjá okkur í framtíð!

Sigurður Haraldsson, 2.10.2011 kl. 09:51

3 identicon

"Ríkisstjórnin ræður engu, það er augljóst annars væri hún búin að breyta lánunum sem við erum svo ósátt við" segir Ellen Kristánsdóttir. Hún vill berjast gegn fjármálaöflunum. Lára Hanna vill berjast gegn vissum öflum. Stjórnin er stikkfrí hjá meðvirkum.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 2.10.2011 kl. 13:51

4 identicon

Árni Þór er einhver seinhepppnasti þingmaður um orð fer af. Hann sagðist hafa fengið egg á „viðkvæman stað.“ Höfuðið. Þá vitum við það. Og hann er spældur. Maður sem þolir ekki mótmæli eða eggjakast á ekki að sitja á þingi. Maður sem sjálfur stóð fyrir hatrömmum mótmælum við Austurvöll fyrir ekki mörgum mánuðum. Nú fær hann það allt í höfuðið aftur.

Helgi (IP-tala skráð) 2.10.2011 kl. 14:31

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Hér eru kommentin í stíl við pistil síðuhafa hvað greindarfar varðar..

hilmar jónsson, 2.10.2011 kl. 19:08

6 identicon

Síðuhaldari hittir naglann vel á höfuðið í þessari grein. Með kjafti og klóm skal neyða þjóðina þá leið sem er ríkisstjórninni þóknanleg! Og í forheimsku sinni og bráðræði er valin sú eina leið sem ríkisstjórnin telur "leiðina", algjörlega óháð hvað fólkið í landinu vill eða sérfræðingar leggja til. Svona er Ísland í dag. Það er gott að það styttist í kosningar.

Kristinn (IP-tala skráð) 2.10.2011 kl. 21:41

7 identicon

Það var ekki von að Hilmar Jónsson skildi neitt í pistlinum með sitt "greindarfar" -  meðvirka Láru Hönnu-og Samfylkingar-greindarfar.

Ólafur (IP-tala skráð) 3.10.2011 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband