Alþingi veitti ekki heimild til aðlögunar

Þingsályktun alþingis frá 16. júlí 2009 um að fela utanríkisráðherra að sækja um aðild að Evrópusambandinu veitir ekki heimild til aðlögunarferlis að Evrópusambandinu. Samfylkingin seldi umsóknina þjóðinni á þeim forsendum að um óskuldbindandi viðræður væri að ræða, við ætluðum að ,,kíkja í pakkann."

Þegar það liggur fyrir, skýrt og skorinort af hálfu Evrópusambandsins, að eina leiðin ínn í Evrópusambandið er leið aðlögunar. er tvennt í stöðunni.

Að alþingi samþykki aðlögunarferli annars vegar eða hins vegar að afturkalla umsóknina.

Skrifum undir hjá skynsemi.is


mbl.is Ber til baka frásögn Evrópuþingmanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef svo er að ríkisstjórnin er komin í aðlögun án heimildar frá alþingi, þá mætti ætla að hún væri komin út á hálan ís, væntanlega er þá um hreint landráð að ræða, hvaða aðili í þjóðríkinu á að fylgjast með slíku og hefur vald til að gera viðeigandi ráðstafnir til að stöðva slíkt framferði og koma lögum yfir þá sem gerst hafa sekir?  

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 25.9.2011 kl. 19:44

2 identicon

Þetta er bara hreint eins og allt annað sem þessi ríkisstjórn gerir svo sem í Icesafe.

Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 25.9.2011 kl. 20:02

3 identicon

Þögn stjórnvalda og ESB sjálfs um þetta stóra mál hlýtur að teljast samþykki fullyrðinga að um ólöglegt aðlögunar og inngönguferli er að ræða.  Það er borin von að þessir aðilar eru það illa gefnir að vera ekki fyrir löngu búnir að koma á koppinn með aðildarandstæðingum þingnefnd hlutlausra sérfræðinga sem fara í að meta hvað er rétt og rangt í fullyrðingum þessara andstæðu póla. 

Einhverra hluta vegna þora þeir það ekki.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 25.9.2011 kl. 20:21

4 identicon

Meðfylgjandi eru mjög vönduð skrif Frosta Sigurjónssonar þar sem hann sýnir fram á með afar skýrum dæmum að utanríkisráðuneyti félaga Össurs hika ekki við að nota öll meðul til að villa um fyrir almenningi.  Í þessu tilfelli eru það þýðingar á Lissabonssáttmálanum sem eru hreinlega rangt þýddar til að villa um fyrir fólki.  Nema að atvinnu bloggrónar Samfylkingarinnar og eintyngdir eins og Ómar Kristjánsson, Sigurður M. Grétarsson og Gísli (Baldvinsson?) hafi verið ráðnir til þýðingarstarfans og þá nýtt sér þýðingarþjónustu Googles... ??

Takið eftir viðbrögðum þessara aðila á athugasemdarkerfinu og mögnuðum málflutninginum sem er regla en ekki undantekning þegar ESB - inngöngusinnar eru annarsvegar, þegar Frosti bendir á þessa ótrúlega fölsum þeirra í þýðingardeild Samfylkingarinnar.

Pistillinn heitir.:  

Lissabon sáttmálinn fegraður í þýðingu

http://vidhorf.blog.is/blog/vidhorf/entry/1193474/

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 25.9.2011 kl. 21:09

5 identicon

þessar röngu þýðingar eru ekkert annað en skjalafals, auðvitað eiga svona skjöl að vera þýdd af löggiltum skjalþýðendum annars eru þau marklaus.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 25.9.2011 kl. 21:25

6 identicon

Það er ótrúlegur amatörismi að halda að þeir komist upp með svona vinnubrögð og þá væntalega bera fyrir sig að þýðendur eru ekki störfum sín vaxnir.   Góð tilraun.  Satt að segja kemur manni ekkert á óvart þar sem allt er á þennan veg.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 25.9.2011 kl. 21:38

7 identicon

Það er vel vitað að Guðmundi er mjööög illa við Samfylkinguna og Samfylkingarmenn, og allt í góðu með það, en af hverju kallar hann þá "bloggróna"??  Er þessi orðanotkun til þess að gera umræðuna málefnalega? Ég bara spyr!!

Skúli (IP-tala skráð) 27.9.2011 kl. 01:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband