Krónan bjargaði Íslandi, evran sökkti Írlandi

Írar eru með 14 prósent atvinnuleysi og slæmar langtímahorfur í efnagsmálum þar sem saman fer hátt atvinnuleysi og lítill hagvöxtur. Ísland er með 7 prósent atvinnuleysi og þokkalegar langtímahorfur með lágu atvinnuleysi og vexti.

Bæði löndin urðu fyrir bankakreppu. Vegna þess að Ísland er fullvalda ríki í peningamálum var hægt að láta bankana í gjaldþrot. Írar, aftur á móti, hafa framselt fullveldið í peningamálum til Seðlabanka Evrópu og þurfti að veðsetja ríkissjóð fyrir skuldum bankanna. 

Ísland gat lækkað gengi krónunnar og bæði jafnað byrðum kreppunnar og aukið kraft útflutningsatvinnugreinanna. Írar hafa engin áhrif á gengi evrunnar, það eru stóru hagkerfi álfunnar sem stýra evrunni.

Þjóð án eigin gjaldmiðils er þjóð í tómu tjóni.


mbl.is Íslendingar sluppu betur en Írar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er merkilegt en þetta hljómar eins og lofsöngur um störf ríkisstjórnarinnar. Styður nú heimssýn stefnu stjórnarinnar.

hrafnafloki (IP-tala skráð) 25.9.2011 kl. 11:49

2 Smámynd: Júlíus Guðni Antonsson

Það er kominn tími til að sameina krafta þess fólks sem gerir sér grein fyrir því hve mikilvægur eigin gjaldmiðill er íslendingum. Ég er með.

Júlíus Guðni Antonsson, 25.9.2011 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband