Hefnd Björgófsfeðga hitti þá sjálfa fyrir

Björgólfur Guðmundsson og sonur hans Björgólfur Thor komu eins og stormsveipur inn í íslenskt viðskiptalíf skömmu eftir aldamót þegar þeir keyptu Landsbankann. Björgólfur eldri stýrði Hafskipi í þrot á níunda áratugnum og fékk á sig Hæstaréttardóm sem hann undi ekki. Kaupin á Landsbankanum með fé sem þeim feðgum græddist í Rússlandi voru öðrum þræði hugsuð til að ná fram hefndum.

Í gegnum Landsbankann komust feðgarnir yfir keppinaut Hafskipa frá síðustu öld - Eimskip, sem var táknmynd fyrir það sem feðgarnir þráðu; virðingu og lögmæt viðskipti.

Björgólfur Thor segist í viðtali við norskt viðskiptadagblað sjá eftir því að hafa keypt Landsbankann. Kaupin á Landsbankanum voru forsenda fyrir endurreisn feðganna hér á landi. Björgóflur Thor sér eftir því að láta hégóma og löngun til að jafna gamlar sakir stjórna viðskiptaákvörðunum. 

Eina leið Björgólfs Thors inn í íslenskt samfélag á ný er að draga rétta lærdóma af eigin mistökum. Í viðtali við norska fjölmiðilinn er hann enn í afneitun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já!Vá! Iðrast? Vegna sín. Sækja að honum gamlar syndir,sverfa ör í alþekkt stef,framkalla svo flúnar myndir, fyrbærið kallast ef. Hver þekkir það ekki.

Helga Kristjánsdóttir, 24.9.2011 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband