Fullveldið, lögmæti og evran

Fullveldi felur í sér heimildir stjórnvalda til að taka ákvarðanir sem skipta sköpum um vöxt og viðgang þess samfélags sem stjórnvaldið stýrir. Skuldakreppan í þeim hluta Evrópusambandsins sem á evru fyrir lögeyri sýnir árekstur tveggja fullvelda; fullveldis þjóðríkja annars vegar og hins vegar fullveldi Evrópusambandsins.

Lögmæti helgar fullveldi þjóðríkja. Saga og menning eru hluti af lögmætinu en kjarni þess er að þegnarnir samþykkja að beygja sig undir valdheimildir stjórnvalda.

Evrópusambandið þynnir út fullveldi aðildarríkja sinna og sérstaklega er fullveldi evru-ríkjanna skert. Evrópusambandið hefur fengið viðamiklar valdheimildir framseldar frá þjóðríkjum. Fullveldisframsalinu hefur á hinn bóginn ekki fylgt lögmæti.

Til að evran fái staðist verður stóraukið fullveldisframsal að koma til frá þjóðríkjum til Evrópusambandsins. En það er ekki ríkisstjórna þjóðríkjanna að framselja lögmætið - það fæst ekki nema með tíð og tíma.

Evrusamstarfið mun ekki lifa af skuldakreppuna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Fjármagn á sér ekkert föðurland en það eigum við. Við erum að verja landið okkar; réttinn til að lifa, rétt barna okkar til náms og rétt okkar til að lifa af laununum."

Mótmælandi í Aþenu.

http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4604089/2011/09/22/1/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 24.9.2011 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband