Miðvikudagur, 21. september 2011
ESB-flokkur í leit að Evrópusambandi
ESB-flokkurinn hans Guðmundar Steingrímsson verður að byrja að leita að Evrópusambandinu sem flokkurinn ætlar að bjóða íslenskum kjósendum upp á.
Er það 17-ríkja Evrópusambandið sem glímir við evru-kreppuna og veit ekki hvort gjaldmiðillinn stendur eða hverfur? Er það 27-ríkja sambandið sem ekki getur komið sér saman um hvort eigi að bjarga þeim aðildarlöndum sem standa frammi fyrir gjaldþroti.
Evrópusambandið er í reynd klofið. Þjóðríki eins og Bretland og Svíþjóð munu ekki snerta evruna með töngum næsta áratuginn. En á þeim tíma ræðst hvort Þjóðverjar, Hollendingar, Austurríkismenn og Finnar munu niðurgreiða lífskjör í Suður-Evrópu.
Kannski Guðmundur Steingríms fái Jón Gnarr til að segja eins og einn múmínálfabrandara um Evrópusambandið og allir verða kátir. Kjósendur falla auðvitað fyrir slíkum sniðugheitum.
Áhugi víða fyrir nýju framboði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Stefnuskráin fyndin,já t.d. má bjóða ykkur klofið! (Evrópusamband).
Helga Kristjánsdóttir, 21.9.2011 kl. 23:05
Fær tenórinn tapsári ekki að vera með ... ???
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 21.9.2011 kl. 23:45
Nei,hann jóðlar.
Helga Kristjánsdóttir, 22.9.2011 kl. 00:14
Evrópa er komin á reit eitt Páll? Eða hvað?
Gústaf Níelsson, 22.9.2011 kl. 01:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.