ESB-flokkur í leit að Evrópusambandi

ESB-flokkurinn hans Guðmundar Steingrímsson verður að byrja að leita að Evrópusambandinu sem flokkurinn ætlar að bjóða íslenskum kjósendum upp á.

Er það 17-ríkja Evrópusambandið sem glímir við evru-kreppuna og veit ekki hvort gjaldmiðillinn stendur eða hverfur? Er það 27-ríkja sambandið sem ekki getur komið sér saman um hvort eigi að bjarga þeim aðildarlöndum sem standa frammi fyrir gjaldþroti.

Evrópusambandið er í reynd klofið. Þjóðríki eins og Bretland og Svíþjóð munu ekki snerta evruna með töngum næsta áratuginn. En á þeim tíma ræðst hvort Þjóðverjar, Hollendingar, Austurríkismenn og Finnar munu niðurgreiða lífskjör í Suður-Evrópu.

Kannski Guðmundur Steingríms fái Jón Gnarr til að segja eins og einn múmínálfabrandara um Evrópusambandið og allir verða kátir. Kjósendur falla auðvitað fyrir slíkum sniðugheitum.


mbl.is Áhugi víða fyrir nýju framboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Stefnuskráin fyndin,já t.d. má bjóða ykkur klofið! (Evrópusamband).

Helga Kristjánsdóttir, 21.9.2011 kl. 23:05

2 identicon

Fær tenórinn tapsári ekki að vera með ... ???

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 21.9.2011 kl. 23:45

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Nei,hann jóðlar.

Helga Kristjánsdóttir, 22.9.2011 kl. 00:14

4 Smámynd: Gústaf Níelsson

Evrópa er komin á reit eitt Páll? Eða hvað?

Gústaf Níelsson, 22.9.2011 kl. 01:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband