Aumingjar, kommúnistar og evru-sinnar

Hvorki Steingrímur J. né Jóhanna Sig. fatta það en úti í löndum er hafin slátrun á orðspori stjórnmálamanna sem gáfu sig að draumi um þá fögru nýju framtíð sem evran átti að veita sambandinu sem kennt er við Evrópu.

Í Bretlandi geisaði fyrir áratug harðvítugt stríð evru-sinna, sem kröfðust þess a að Bretland yrði með í gjaldmiðlasamstarfi Evrópusambandsins, og fullveldissinna sem töldu einn gjaldmiðil fyrir ólík hagkerfi óráð í besta falli en efnahagslegt hryðjuverk í versta falli.

Dauðastríð evrunnar helst í hendur við slátrun á rykti þeirra viðrina sem boðuðu evru-trú. Þeim er líkt við aumingjana sem stóðu ekki í lappirnar gegn Hitler og kommúnista er staðfestu trú sína eftir fall Berlínarmúrsins.

Hér er umfjöllun um væntanlega bók sem líklega verður ekki jólalesning þeirra samfylkingarmann sem á annað borð skilja útlensku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara eins og hún gamla járnfrúin Tatcher sagði eitt sinn;

Socialism works until the socialists run out of other peoples money.

Þetta er það sem Jóhanna og Steingrímur eru að gera núna.

Brenna peninga almennings.  Börnin borga.

Ekki skrýtið að þau langi í útlenska peninga líka.  Svona eins og Grikkirnir eru búnir að njóta svo vel.

jonasgeir (IP-tala skráð) 22.9.2011 kl. 10:20

2 identicon

Voðalega ert þú alltaf orðljótur og hranalegur. Hver ól þig eiginlega upp? Grýla?

Ekkert skyldur þér (IP-tala skráð) 22.9.2011 kl. 10:35

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Íslenska evru-trúboðið er eins og spegilmynd af þessari grein. Er hvergi orginal hugsun að finna í þessum vinstra myrkrviði?

Ragnhildur Kolka, 22.9.2011 kl. 10:56

4 Smámynd: Haraldur Hansson

Vinnur RÚV eftir breskri uppskrift?

Í greininni segir að BBC hafi brugðist skyldum sínum; orðið þátttakandi í pólitískri umræðu en ekki gætt hlutleysis.
 - sama á við um RÚV núna.

Einnig að mikil slagsíða hafi verið á þættinum Today, evrunni í vil.
 - eins og á Silfrinu og Speglinum.

Ótrúlega margt úr bresku umræðunni á sér beina samsvörun á Íslandi. Eru ekki vítin til að varast þau? Allir kratar ættu að fá þessa bók í jólagjöf. Egill og útvarpsstjórinn líka.

Haraldur Hansson, 22.9.2011 kl. 12:50

5 Smámynd: Elle_

Og löngu komi tími á að skipta um umræðustjóra í RUV-silfrinu.  Það gengur ekki að einn maður og það stórlega hlutdrægur, stjórni einn og ár eftir ár, umræðuþætti í ríkisútvarpi landsins.

Elle_, 22.9.2011 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband