Solla viðurkennir aðlögun; Össur neitar

Leiðin inn í Evrópusambandið er leið aðlögunar þar sem umsóknarþjóð tekur upp laga og regluverk sambandsins samhliða viðræðum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar viðurkennir þetta verklag en sitjandi utanríkisráðherra, Össur Skarphéðinsson, neitar og segir Ísland geta gert óskuldbindandi samning án aðlögunar.

Samfylkingin stendur ein að aðildarumsókn Íslands og engar líkur að hún nái þjóðinni með sér í þennan leiðangur. Hér innanlands er hörð andstaða og fréttir af Evrópusambandinu eru nær allar neikvæðar vegna þess að skuldakreppan er við það að sliga sambandið.

Samfylkingin mun um sinn berja lífi í dautt umsóknarhross en það er átakanleg sjón.


mbl.is Ólíklegt að innganga í ESB verði samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Hún viðurkenndið það ekki

" „Þá hefði verið fólgin í þessu ákveðin stefnumótun og þá hefðu menn unnið í þessa veru og farið auðvitað í ákveðið aðlögunarferli. Það vilja menn ekki.“"

Ef báðir flokkarnir væru með ESB þá hefði komið aðlögun.

En VG vill það ekki þannig að það verður engin aðlögun. Bara áætlun um breytingar EFTIR að samninguinn verður samþykktur.

Þú ert furðu ólesinn svona miðað við blaðamann.

Sleggjan og Hvellurinn, 21.9.2011 kl. 11:12

2 Smámynd: Ómar Gíslason

Er ekki samfylkingin að heyja sitt dauðastríð með inngöngu í bræðsluofn esb þar sem ekkert lýðræði ríkir. Hjá samfylkingunni er allt gert fyrir esb en ekkert gert fyrir Íslensku þjóðina.

Ómar Gíslason, 21.9.2011 kl. 11:21

3 identicon

Hef sagt og segi enn ...Samfó og VG stendur öllu fyrir þrifum her innanlands , með öllum sinu  þverhausum , sem eru hver um annann þverann og hafa ekki hugmyd hvert þeir eru að koma eða fara !!....   Ef i byrjun hefði verið farið i að retta við Innanlandsmál  ..skuldavanda heimlina og annara og lagað syrtilega til og skynsamlega i bönkunum .... sætum nokkuð sátt  ..hvað sem hristist til i Evrópusambandinu og annað i kringum okkur ..... Hörmung að hafa þessa þverhausa Rikisstjórn og hennar lið  ....Bara tafarlaust burtu með þetta arma  lið  sem ser ekkert.!... er frekast þó eitthvað úti bláinn !

Ransý (IP-tala skráð) 21.9.2011 kl. 12:26

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Hvort sem einhver segir það upphátt eða ekki, þá er Ísland í aðlögun að ESB.

ESB orðalagið um "umsókn" og "aðildarviðræður" Íslands er "accession", sem ESB skilgreinir mjög skýrt (feitletrun mín):

During accession negotiations, candidate countries* are given the opportunity to prepare themselves for European Union membership in order to be better equipped to handle their obligations as Member States, especially as regards the adoption and implementation of the acquis*. Accession negotiations are examined on a chapter* basis once a screening* of the acquis has been carried out. The negotiations are based on each candidate country’s individual merits. Negotiations take place in bilateral intergovernmental conferences between Members States and candidate countries. Accession negotiations also enable the European Union to solve any issues regarding absorption capacity.

http://ec.europa.eu/enlargement/glossary/terms/accession-negotiations_en.htm

Miklu réttara væri að tala um aðlögunarviðræður en aðildarviðræður. Þeir sem eru fylgjandi því að nota skýr orð sem skiljast rétt ættu að byrja tala um aðlögunarviðræður.

Geir Ágústsson, 21.9.2011 kl. 12:48

5 identicon

Lygar Samfylkingarinnar og blogglúðrasveitarinnar eins og þeirrar hér að ofan er trygging þess að þjóðin mun aldrei samþykkja inngöngu.  Þeim ber að þakka eða lasta.

Formaður og varformaður öfgasamtaka inngöngusinna Sterkara Íslands hafa báðir viðurkennt í fjölmiðlum að aðlögunarferli er að ræða.  Formaðurinn Jón Steindór Valdimarsson rökstuddi ágæti þess með ma. að.:

"Þegar þjóðin hefur samþykkt samninginn og inngönguna værum við um leið fullgildir meðlimir og gætum notið allra gæða þess í stað þess að bíða í þau ár sem tekur að aðlagast eftirá.. við hvað er fólk hrætt eiginlega... ?????  ".

Sem eru rök útaf fyrir sig.

Sýnist að slök enskukunnátta (og íslensku) og vöntun á að kynna sér gögn Evrópusambandsins megi heimafæra upp á ýmsa aðra en síðuhaldara, þar að segja ef að ekki er um enn einar vísvitandi lygarnar eru að ræða..??? 

Hverju veldur að Króatar sem eru í nákvæmlega sama ferli og Íslendingar tala einungis um aðlögugnarferli en ekki viðræður um inngöngu sem enda með pakkakíki...????

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 21.9.2011 kl. 14:23

6 identicon

Fyrir "sannleiksdeild" blogglúðrasveitar Baugsfylkingarinnar væri áhugavert að fá "rétta þýðingu" orða ESB inngöngufýkils No.1, Össur Skarphéðinsson úr ræðu sem hann hélt.:

.

„Umsókn um aðild er þannig grundvallarþáttur í endurreisn Íslands. Við þurfum traustari umgjörð utan um okkar atvinnu- og efnahagslíf. Við þurfum langtímastöðugleika fyrir fjölskyldur og fyrirtæki og við þurfum að rjúfa vítahring verðbólgu, vaxta og verðtryggingar sem allt sligar. Við þurfum að losa okkur við kollsteypuhagkerfið.."

.

Hvernig geta einfaldar og saklausar "umsóknarviðræður" sem á endanum á að verða að einhverjum "pakka" sem þjóðin má kíkja í verið.:

.

„Umsókn um aðild er þannig grundvallarþáttur í endurreisn Íslands....???

.

Er ekki verið í "aðildarviðræðum" en ekki "aðlögunarferli" (eins og Þruma&Hvellurinn fullyrða meðal annarra, væntanlega vegna mikillar þekkingar á málefninu) og hvernig í ósköpunum geta ómerkilegar aðildarviðræður með pakkakíki og tilboði orðið "GRUNDVALLARÞÁTTUR Í ENDURREISN ÍSLANDS" eins og Össur fullyrðir...???

.

http://eyjan.is/2010/04/15/ossur-esb-adild-engin-tofralausn-en-umsoknarferlid-lykill-ad-endurreisn-islands/

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 21.9.2011 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband