Gamla konan og lögin

Stjórnsýslulög Jóhönnu Sigurðardóttur taka ekki á þeim vanda sem skapast þegar þóttafullur forsætisráðherra virðir  að vettugi niðurstöðu Hæstaréttar um ógildingu stjórnlagaþingskosninga og skipar ráð úr ógildu þingi.

Stjórnsýslulög Jóhönnu Sigurðardóttur bæta ekki úr lögmætisvanda alþingis þegar Samfylkingin beitir Vinstri græna pólitískri fjárkúgun til að þvinga fram stuðning við aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu.

Stjórnsýslulög Jóhönnu Sigurðardóttur fela ekki þá staðreynd að þjóðin fyrirlítur gerræðisvaldið sem ætlaði með svikum og blekkingum að hengja Icesave-myllustein um háls óborinna Íslendinga.

Stjórnsýslulög Jóhönnu Sigurðardóttur gera það eitt að auglýsa valdafíkn gömlu konunnar sem ber hvorki skynbragð á stöðu sína né ríkisstjórnarinnar. 


mbl.is Segir að stjórnsýslan muni batna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Þetta er enn ein sagan sem kemur frá Jóhönnu, það er allt í yfirborðsmennskunni hjá Jóhönnu.

Ætti hún ekki frekar að einbeita sér að því að gera eitthvað fyrir skuldug heimili og að skapa störf? Ég held að ódýrara væri fyrir landið að borga henni 2 millur á mánuði í nokkur ár fyrir að hætta alfarið í stjórnmálum núna strax!!

Helgi (IP-tala skráð) 19.9.2011 kl. 16:45

2 identicon

Nú segi eg" Guð blessi Island "  og veitir ekki af !!           Ætlar fólk virkilega að láta þessa Konu rústa þvi sem eftir er með valdafikn sinni ?????

Ransý (IP-tala skráð) 19.9.2011 kl. 16:48

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Niðurstaða rannsóknarskýrslu Alþingis kokm skýrt fram að það þurfit að bæta íslenska stjórnsýslu.

Og þetta er liður í því.

Og því bera að fagna.

Sleggjan og Hvellurinn, 19.9.2011 kl. 16:54

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Liður ritaður á pappír,bætir ekkert, þegar felu,leynistjórnsýslan á Íslandi duflar við erlendar kanónur,um fullveldið, þá eru sú stjórnsýsla ómarktæk,hægt verður að þurrka allan óþveran út við næstu kosningar. Umboðið þessarar stjórnar er álitamál,búin að tapa 2 þjóðaratkvæðakosningum,sem áttu að leiða til afsagnar.

Helga Kristjánsdóttir, 19.9.2011 kl. 17:41

5 identicon

Þetta eru stjórnarráðslög, stjórnsýslulögin standa óhögguð.

Gestur Páll (IP-tala skráð) 19.9.2011 kl. 18:06

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

         Aha! einmitt.

Helga Kristjánsdóttir, 19.9.2011 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband