Ólafur Ragnar: ríkisstjórnin er ekki meira en starfsstjórn

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands er þjóðkjörinn og fékk í tveim Icesave-kosningum staðfestingu á umboði sínu til að tala í nafni þjóðarinnar. Ríkisstjórnin er ekki þjóðkjörin heldur varð hún til á grundvelli hrossakaupa á alþingi sem sem stórfelld umboðssvik Vinstri grænna gagnvart kjósendum voru stunduð.

Ríkisstjórnin reyndi í tvígang að setja fjárhagslega framtíð þjóðarinnar í voða með heimskulegustu milliríkjasamningum frá 1262/64.

Ólafur Ragnar greip í taumana og þjóðin staðfesti inngripin með því að hafna í tvígang tillögum ríkisstjórnarinnar um lausn á Icesave-málinu.

Þegar forsetinn áminnir ríkisstjórnina um stöð hennar er hann að segja sjálfsögð sannindi: ríkisstjórn Jóhönnu Sig. er aðeins með umboð til að sitja sem starfsstjórn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Páll; jafnan !

Því brýnna er; að Ólafur Ragnar komi þessum ókindum og mörum, af Íslendingum, áður en meira tjón hlýst, af þrásetu þeirra.

En; hlandbleyju guttunum, Bjarna og Sigmundi Davíð, má alls ekki hleypa að. Heldur; væri ÓRG, hyggilegara, að koma á utanþingsstjórn : Sjómanna - Bænda - Verkamanna og Iðnaðarmanna, sem allra fyrst.

Með beztu kveðjum; sem öðrum  fyrri /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.9.2011 kl. 14:09

2 identicon

Svo ríkisstjórnin er ekki þjóðkjörin þrátt fyrir meirihlutafylgi í síðustu kosningum? Þá hefur heldur engin ríkisstjórn þessa lands verið það.

Badu (IP-tala skráð) 10.9.2011 kl. 17:09

3 Smámynd: Benedikta E

Styðjum Ólaf Ragnar Grímsson til endurkjörs forseta íslenska lýðveldisins Íslands.

Benedikta E, 10.9.2011 kl. 17:56

4 identicon

Gagnrýni forsetans á ríkisstjórnina á fyllilega rétt á sér og gekk hann síst of lagnt í þeim efnum, þvert á móti ætti forsetin að ganga skrefinu lengra og setja þessa ríkisstjórn af með hraði og boða til kosninga.FULL ÁSTÆÐA ER TIL ÞESS NÚ!!

24. gr. Forseti lýðveldisins getur rofið Alþingi, og skal þá stofnað til nýrra kosninga, [áður en 45 dagar eru liðnir frá því er gert var kunnugt um þingrofið],1) enda komi Alþingi saman eigi síðar en [tíu vikum]1) eftir, að það var rofið. [Alþingismenn skulu halda umboði sínu til kjördags.]1)

Örn Ægir (IP-tala skráð) 10.9.2011 kl. 19:26

5 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Staðreyndin er að VG fékk atkvæði, sem dugðu til að mynda meirihluta með Samfylkingunni, til annarra verka en þau eru notuð í dag. Þar má nefna aðlögunarferlið að ESB sem er í fullum gangi og nýtur ekki stuðnings meirihluta kjósenda VG enda var yfirlýst stefna, og þá væntanlega sannfæring þingmannsefna VG, að sækja ekki um aðlögun að ESB.

Það er yfirlýst efnahagsstefna Samfylkingarinnar að aðlögunin að ESB sé þeirra stærsta mál og má því álykta að ríkisstjórnin sé umboðslaus til sinna megin verka. Þetta meginmál Samfylkingarinnar kemur í veg fyrir nauðsynlega uppbyggingu og fjárfestingar eins og álver á Suðurnesjum en aflífun á því verkefni er notað sem Júdasar silfur til Gunnarstaðar-Móra fyrir umboðssvik við kjósendur VG. 

Eggert Sigurbergsson, 10.9.2011 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband