Stjórnviska gerræðisins

Ríkisstjórnin og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sérstaklega er komin langt út fyrir lögmætt umboð stjórnvalds. Í viðtali við fjölmiðla býr Jóhanna til ályktanir sem hún segir að alþingi hafi samþykkt þegar engu slíku er til að dreifa, samanber orð hennar um að alþingi hafi ályktað um hernað NATO í Líbíu.

Uppdiktaðar valdheimildir framkvæmdavaldsins er gerræði. Alþingi, sem kosið er beinni kosningu af þjóðinni, á að grípa í taumana og leiðrétta yfirganginn. 

Forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag er ekki að alþingi ætli að setja gerræðisvaldi ríkisstjórnar og forsætisráðherra skorður. Nei, öðru nær, það á að auka vald forsætisráðherra yfir stjórnarráðinu með því að veita heimild fyrir því að stofna til ráðuneyta og leggja þau niður eftir pólitískum hentugleikum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband