Vantraust á Samfylkinguna

Guðmundur Steingrímsson var í Samfylkingunni til janúar 2009 þegar hann söðlaði um og gekk í Framsóknarflokkinn þar sem hann fékk öruggt þingsæti. Þegar Guðmundur ákveður að snúa bakinu við Framsóknarflokknum og ætlar ekki aftur inn í Samfylkinguna er það vantraustsyfirlýsing gagnvart fósturflokknum.

Guðmundur ætlar að stofna nýjan flokk vegna þess að Samfylkingin er ónýtt vörumerki.

Allt verður Samfylkingunni til vansa.


mbl.is „Kemur mér í opna skjöldu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

hahahah

Jón Ingi Cæsarsson, 22.8.2011 kl. 18:11

2 Smámynd: kallpungur

Hárrétt greining hjá þér Páll. En allir hefðu átt að vita að Guðmundur Steingrímsson átti aldrei heima í Framsóknarflokknum. Hans pólitíska heimili var alltaf Samfylkingin en nú er ekki öruggt þingsæti fyrir hann þar þegar kemur að kosningum, þannig að nú vill hann inn á þing næst með fulltingi þeirra sem ekki vilja lengur sóa atkvæði sínu í Samfylkinguna. Hinsvegar munu margir sjá í gegnum slíkt framboð.

kallpungur, 22.8.2011 kl. 18:33

3 identicon

Vesalings krata brekkan Jón Ingi hefur einstakt lag á að skilja ekki einföldustu atriði.  

Vill hún ekki skýra fyrir okkur hvernig hún túlkar að Guðmundur æðstikrati kýs ekki að ganga til liðs viða Baugsfylkinguna... sem hann jú starfaði með og hefur sýnt að hann gengur í fullkomnum takti við ... ???

Og líkurnar á að kratabrekkan treysti sér að svara og þá að koma inn í fyrsta skipti með innlegg sem er ekki málefnalega gjaldþrota eru....  ???  

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 22.8.2011 kl. 18:38

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Bíddu!! Er hann ekki að útfæra tilmæli Jóhönnu,sem hún birti fyrir ekki svo löngu. Bauð jafnvel að heiti flokks hennar,gæti verið eitthvað allt annað en Samfylking.    Annars er þetta fagnaðarefni fyrir Framsókn og svo marga,sem vilja kjósa hann ef þau tvö Siv og Guðmundur væru þar ekki.

Helga Kristjánsdóttir, 22.8.2011 kl. 18:44

5 identicon

Tek undir með Helgu. Gott mál fyrir Framsókn. Loksins ánægður með Guðmund Steingrímsson.

Sigruður (IP-tala skráð) 22.8.2011 kl. 18:55

6 identicon

Sammála Helgu !

Bara að Siv færi líka, þá væri hægt að kjósa frammsókn með hreinni samvisku.

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 22.8.2011 kl. 19:34

7 identicon

Dulbúin esb krati fellir grímuna,þeir voru búnir að undirbúa landráðin vel dreifa sér í alla flokka

Örn Ægir (IP-tala skráð) 22.8.2011 kl. 20:17

8 identicon

Þeir stíga fram núna og styðja stjórnina á helreiðini til Brussel áætlun B

Örn Ægir (IP-tala skráð) 22.8.2011 kl. 20:20

9 identicon

Samfylkingin er sá flokkur sem á eftir að tapa mest á þessum óánægðu skápakrötum annarra flokka sem allir virðast þurfa að stofna nýja flokka þegar þeir gangast við sinni pólitísku hneigð.

Klofningurinn innan flokka varðandi ESB er mestur innan Samfylkingarinnar eða rúmlega 40% kjósenda hennar eru andvígir inngöngu í Brusselmafíuna.  Aðrir flokkar eru aðeins hálfdrættingar hvað andstöðu þess varðar.  Það gefur augaleið að stór hluti 40% andstæðinga inngöngu í ESB innan Samfylkingarinnar koma til með að segja skilið við hana og þetta eina mál sem er á dagskrá flokksins fyrir næstu kosningar.  Engin þeirra mun ganga til liðs við ESB skápaliðið og ESB framboðin, heldur koma and - ESB flokkarnir til með að njóta góðs af flótta ESB andstæðinga úr Samfylkingunni.

.

rúv.is  01.07.2010

Mikil andstaða við aðild að ESB


Einungis fjórðungur þjóðarinnar er hlynntur aðild Íslands að Evrópusambandinu, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallups. Nærri 60% fylgismanna Samfylkingar vilja aðild en 70-75% kjósenda Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna eru andvíg aðild.

Nú spurði Gallup beint: „Ertu hlynntur eða andvígur aðild Íslands að ESB?“ 60% segjast andvíg aðild, - 14% hafa ekki ákveðna skoðun en 26% eru hlynnt aðildinni.

frettir@ruv.is

---------------

Og síðan hefur andstaðan aukist allverulega hjá þjóðinni.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 22.8.2011 kl. 20:39

10 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Samkvæmt þessari niðurstöðu skoðanakönnunar styrkir það enn frekari stoðum undir það að gera ætti alvöru úr því að þingmenn setji í gang þingsályktunartillögu um að draga umsóknina til baka (amk. setja á frest) þegar að þing hefst.

Það væri best fyrir þjóðina að fá þetta burt sem fyrst!

Guðni Karl Harðarson, 22.8.2011 kl. 22:26

11 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Það sem ég meinti auðvitað að þegar þessi skoðanakönnun var gerð var þegar þá kom fram ákveðin yfirlýsing að þingið ætti að draga til baka. 

>Og síðan hefur andstaðan aukist allverulega hjá þjóðinni.

Og síðan þá hafa Evrópumarkaðanir og fjármálastaða margra Evrópuþjóða stórversnað!

Nú þurfa bara íslenskir þingmenn að standa við stóru orðin.

Guðni Karl Harðarson, 22.8.2011 kl. 22:32

12 identicon

Þegar Ásmundur Einar Daðason gekk í Framsóknarflokkinn þá leyndi sér ekki að Guðmundur Steingrímsson gaf strax slaginn við hann um kjördæmið sem þeir færu þá báðir fram í og Guðmundur fékk núverandi þingsæti.

Guðmundur Steingrímsson hafði þetta að segja um þessi "vondu" tíðindin.:

 .

"Ásmundur telur hins vegar að hann eigi best heima í Framsókn og þá hringja óneitanlega vissar viðvörunarbjöllur í mínum huga"

Hann segist hugsa málið í rólegheitum í kjördæmi sínu.

"Þessari stöðu velti ég nú fyrir mér í rólegheitum hér í Borgarfirði og horfi á Skarðsheiðina. Hún er fögur en veitir engin svör ennþá," sagði Guðmundur.

.

En þar sem Samfylkingarmenn eru þekktir af að vera sjálfum sér samkvæmir og munu nú senda Baugsblogglúðrasveitina ásamt framá - og þingmönnum flokksins í ófrægjingarherferð gegn Guðmundi og heimta að hann afsali sér þingsæti eins og þeir gerðu þegar Ásmundur Einar, Lilja Móses og Atli Helga yfirgáfu útibú Samfylkingarinnar, - Vinstri græn fyrir skemmstu.  Flokkurinn en ekki þingmaðurinn ætti þingsætið fullyrtu Samfylkingarliðar.  Þetta á eftir að verða enn subbulegri herferð ef allt er "eðlilegt" hjá þessum ólánsflokki.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 22.8.2011 kl. 23:17

13 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Guðmundur mun kroppa duglega af XD og XB.

T.d ætlaði ég að kjósa XD í næstu kosningu. En ég held að Guðmundur fær mitt atkvæði.

Sleggjan og Hvellurinn, 22.8.2011 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband