Þýskaland milli steins og sleggju

Hættan sem Þýskaland stendur frammi fyrir er tvíþætt. Í fyrsta lagi að axla ábyrgð á skuldum Suður-Evrópuríkja í evru-samstarfinu án þess að vera í stöðu til að stýra fjármálaráðuneytum viðkomandi ríkja til að þau sýni afkomu sem réttlæti ábyrgðina. Í öðru lagi að gera of lítið og að evru-samstarfið liðist í sundur sökum þess að einhver evru-ríki lýsa yfir gjaldþroti.

Þjóðverjar ætla sér ekki að axla ábyrgð á skuldum óreiðuríkja. Sumir fréttaskýrendur telja að þegar líður á árið og evru-kreppan dýpkar þá muni Merkel sjá sig um hönd. Hún hefur engar pólitískar forsendur til þess, andstaðan er of mikil.

Þýska stjórnmálastéttin íhugar tvo kosti. Í fyrsta lagi að óreiðuríkjum verði sparkað úr evru-samstarfinu. Ef smáríki eins og Írland, Portúgal og Grikkland væru ein í skotlínunni þá kæmi þessi úrlausn til greina. En ríki eins og Spánn og Ítalía eru jafnframt næstum gjaldþrota og þau eru of stór til að vera sparkað úr Evrópusambandinu - Ítalía meira að segja stofnríki.

Hinn kosturinn verður æ fýsilegri, að Þýskaland og nágrannaríki s.s. Austurríki og Holland ásamt kannske Finnum sem búa við þýskan fjármálaaga fari út úr evru-samstarfinu.

Vandinn við þessa lausn er Frakkland og framtíð Evrópusambandsins. En verði Þjóðverjar að velja á milli þess að búa við fjármálaóreiðu annars vegar og hins vegar að farga Evrópusambandinu þá láta þeir ESB gossa. Þjóðverjar láta ekki nýtt Weimar-lýðveldi verða til í Brussel.


mbl.is Óttast ekki um einkunn Þýskalands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Fjármála-svika-verðbréfa-bólukreppan er ekki einka-mál Þýskalands. Þýskalands-stjórnin veit ekkert hvernig þessari svika-banka-bólu heimsins mun vegna, frekar en nokkurri annarri stjórn í heiminum.

Ef Þýskalands-stjórn veit betur en aðrir um afdrif svikabólu heimsbankanna, væri kannski rétt að sú stjórn útskýrði sína þekkingu og vitneskju, fyrir restinni að ábúendum þessarar jarðar? Væri það til of mikils mælst, að fá skiljanleg rök fyrir fullyrðingum sem þessum frá Þýskalands-stjórninni?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.8.2011 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband