Samfylking býður myllustein

Samfylking stendur ein og yfirgefin með ESB-umsókn sem myllustein um háls sér. Afgerandi meirihluti þjóðarinnar hafnar aðild að Evrópusambandinu. Formaður Framsóknarflokksins krefst þess að umsókn Ísland um aðild að Evrópusambandinu verði afturkölluð, formaður Sjálfstæðisflokks tekur í sama streng.

Hvað er gerir Samfylking? Jú, neyðarkall að norðan: gangið í björg með Samfylkingunni.

Gott tilboð, Gísli Bald.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þær gera þetta pokarotturnar þegar þær eru orðnar of margar.

Hlaupa saman út fyrir björg.

jonasgeir (IP-tala skráð) 18.8.2011 kl. 23:04

2 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Læmingjarnir.

Sigurbjörn Sveinsson, 18.8.2011 kl. 23:09

3 Smámynd: Guðmundur Kristinn Þórðarson

Skoðannakönnun á Bylgjunni  17.ágúst á að draga umsóknin að ESB til baka?  já sögðu  64%,nei segja 36%

Guðmundur Kristinn Þórðarson, 18.8.2011 kl. 23:19

4 identicon

Magnað hvað annarra flokka fretkarlar eins og sínöldrandi kverúlantinn og háaldraður spunarokkur Jóhönnu Gísli Baldvinsson hafa miklar áhyggjur af því að flokksmenn annarra stjórnmálaflokka sem aðhyllast ekki ESB trúnni, segja sig úr sínum flokkum.  Það er aldrei að vita nema þessi HÓPUR frammara eða þeir 3 gangi í samfylkingarrest og rusl og hver veit nema samfylkingarþingmenn framsóknar, þau Siv og Guðmundur Steingrímsson fari líka og þá eru jafnvel heilir 5 kjósendur sem ganga til liðs við deyjandi og rotnandi flokkinn á einu bretti.  Munar um minna og veitir ekki af miðað við kátbroslegar niðurstöður allra kannanna sem sýna að samfylkingin er í alvarlegri útrýmingarhættu og væri löngu komin á válista ESB ef við tilheyrðum þeim stórkostlega klúbbi.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 18.8.2011 kl. 23:54

5 Smámynd: Elle_

Deyjandi flokkur, kannski loksins.  Gísli gerir mikil mistök að flýja ekki.

Elle_, 19.8.2011 kl. 00:18

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

            Jæja!  Skal þora að gleðjast og reka flóttann?

Helga Kristjánsdóttir, 19.8.2011 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband