Þýsk-frönsk Stór-Evrópa

Allra augu beinast að Frakklandsforseta og Þýskalandskanslara. Spurningin sem brennur á vörum fjárfesta og alþjóðar er hvort Sarkozy og Merkel takist að bjarga evrunni og þar með Evrópusambandinu. Fundurinn auglýsir valdahlutföllin í Evrópusambandinu og undirstrika hvaða þjóðir mynda kjarna Stór-Evrópu sem þarf að verða til ef takast á að bjarga evrunni.

Evrópusambandið telur 27 þjóðríki og af þeim eru 17 með evru fyrir lögeyri. Gordon Brown var fyrir skemmstu forsætisráðherra Bretlands sem er í Evrópusambandinu en tók ekki upp evru. Þessi fyrrum leiðtogi jafnaðarmanna í Bretlandi birti grein í dag í New York Times um framtíð evrunnar. Kjarninn er þessi

Either the euro has to be fundamentally reformed by Europe’s political leaders and the European Central Bank or it will collapse.

Merkel og Sarkozy mun ekki ákveða að bjarga evrunni í dag með því að tilkynna um Stór-Evrópu. Þau munu fjalla um nánara samstarf og hvetja til yfirvegunar.

Þýsk-frönsk Stór-Evrópa verður til í smáum skrefum og nsæta skref er útgáfa sameiginlegra skuldabréfa evru-ríkja. Evru-kreppan er ekki orðin nógu djúp fyrir þann áfanga. Í vetur verða vandræðin í Evrulandi enn meiri og þá, kannski, er kominn tími á skuldabréfaútgáfu og í kjölfarið sameiginleg fjármálastjórn evru-ríkja. En kannski verður það of seint og evru-samstarfið liðast í sundur.

Hvort heldur sem er, að þýsk-frönsk Stór-Evrópa bjargi evrunni, eða að Evruland liðast í sundur, á Ísland ekki heima í félagsskap meginlandsríkjanna. Afturköllum umsóknina um aðild að Evrópusambandinu.

 

 


mbl.is Fundur Merkel og Sarkozy hafinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband