Eina von Sjálfstæðisflokksins

Einkaframtakið er góð hugmynd en nýfengin reynslurök úr útrás og hruni ónýtir einkaframtakið í stjórnmálaumræðu. Atvinnurekendur á Íslandi eru síðasta sort á mælikvarða tiltrúar. Af því leiðir er stór hluti sögulegs baklands Sjálfstæðisflokksins pólitískt jarðsprengjusvæði. Sjálfstæðisflokkur sem skálkaskjól hrunverja yrði auðvelt skotmark í kosningabaráttu.

Forysta Sjálfstæðiflokksins skilur ekki stöðu flokksins í þjóðfélagsumræðunni. Skattaumræðan síðustu misserin sýnir barnaskap .Fólk kaupir ekki loforð um skattalækkun enda veit alþjóð að síðast þegar skattar voru lækkaðir nutu fyrirtæki góðs af og auðmenn og allir vita hvernig þeir fjármunir fóru í súginn.

Sjálfstæðisflokkur atvinnurekenda getur vænst 15-20 prósent fylgis. Til að nálgast sögulegt fylgi sitt, um 35 prósent, verður flokkurinn að byggja á fullveldispólitík, sem vísar í mun stærra og sterkara bakland en það sem heyrir til atvinnurekenda.

Vinstristjórnin stendur fyrir atlögu að fullveldi Íslands með umsókn um aðild að Evrópusambandinu. Fullveldispólitík gengur út á það að skilgreina hagsmuni fullvalda Íslands og vinna að framgangi nýrrar utanríkisstefnu sem byggir á samstarfi strandríkja á Norður-Atlantshafi.

Núverandi forysta Sjálfstæðisflokksins getur ekki orðað og túlkað stefnu sem í einn stað gagnrýnir fákeppni á markaði og í annan stað mótar nýja utanríkispólitík.

Björn Bjarnason fyrrverandi dómsmálaráðherra er maðurinn sem hvorttveggja er trúverðugur gagnvart atvinnurekendum og í utanríkismálum.

Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í haust er tækifæri til að kjósa Björn Bjarnason sem formann móðurflokks íslenskra stjórnmála. 

 

 


mbl.is Krónan lítil en okkur betur borgið utan ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Ef Davíð er alveg búinn að draga sig út úr pólitík, þá er ég alveg sammála þér. Það þarf að laga til í flokknum og taka upp gömlu gildin, upphaflega stefna flokksins er ekki lengur höfð að leiðarljósi því miður!

Eyjólfur G Svavarsson, 14.8.2011 kl. 14:10

2 Smámynd: Einar Guðjónsson

Atvinnurekendur þurfa engar áhyggjur að hafa því núna sjá VG liðar um tryggja hagsmuni atvinnurekenda. Þeir hafa ekkert með klíkukall eins og Björnbjarnason að gera.

Einar Guðjónsson, 14.8.2011 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband